Stúdentablaðið - 06.03.1978, Síða 4
Skilafrestur
Skilafrestur efnis i næsta tbl. sem kemur út i apríl
er til 30. mars n.k.
8. mars, alþjóðlegur baráttudagur verkakvenna
S.MARS!!
alþjúdli'nur luiniltuilagur vrrluikiriina
8. mars var geröur að alþjóð-
legum baráttudegi á ráðstefnu
sem haldin var af róttækum
konum i Kaupmannahöfn áriö
1910. Frumkvæðið að þessu átti
hinn frægi, þýski baráttumaður
og kommúnisti, Klara Zetkin.
Baráttudagurinn 8. mars á sér
þannig langa og viðburðarrika
sögu. Til dæmis má nefna að
rússneskar verkakonur fóru i
mótmælagöngu þrátt fyrir lög-
reglubann árið 1913 og að verkföll
verkakvenna i Pétursborg 8.
mars 1917 lögðu sinn skerf að
mörkum byltingarinnar. 8. mars
var siðan baráttudagur kommún-
iskra kvenna og fylgismanna
þeirra fram undir seinni heims-
styrjöld en á eftirstríðs-
árunum fór minna fyrir þessari
hefð. A sjöunda áratugnum hefur
nýtt fjör færst i þessa kommún-
isku siðvenju að frumkvæði rauð-
sokka og annarra róttækra
kvennahreyfinga.
Hér á Islandi hefur 8. mars
verið heldur litið sinnt. Það er
skylt að geta þess að MFÍK og
Kvenfélag sósialista hafa staðið
fyrir fundi á þessum degi um
langa hrið og i fyrra tóku rauð-
sokkar svo daginn upp sem
baráttudag. Það er hins vegar til
háborinnar skammar að sósial-
iskar hreyfingar skuli ekki fyrir
löngu hafa gert þennan dag að
baráttudegi svo um muni. Eða
eru islenskar verkakonur svo vel
staddar að það sé við hæfi að
stein-stein-þegja ogflétta fingur á
baráttudegi þeirra? Eða eru
menn kannski svo svartsýnir að
þeir vilji slá saman dögunum
áttunda og tiunda mars (sem er
alþjóðlegur bænadagur kvenna)
og biðja bara guð að hjálpa
islenskum verkakonum? Nei —
félagar! Við skulum gera 8. mars
að baráttudegi — nú og f ramvegis
— og taka stöðu islenskra verka-
kvenna til umræðu og greiningar.
Og hér má kannski skjóta því að
til gamans að háttvirt útvarpsráð
hafnaði umsókn Rauðsokka-
hreyfingarinnar um báráttudag-
skrá i Utvarpinu 8. mars — ég
bara man ekki hvaða
útvarps-laga-krókur var notaður i
frávlsuninni.
Islenskar verkakonur gegna
lægst launuðu störfum i
þjóðfélaginu. Um þaö bil 84%
þeirra vinna svokölluð „kvenna-
störf” sem eru ekki aðeins lágt
launuð heldur lika litils metin alla
jafnan. Þetta með matið á
störfum þeirra er þó breytilegt
eftir þörfum atvinnuveganna
(les. atvinnurekendanna).
Stundum er það „heppilegt” að
konur vinni úti og ýmsir sér-
fræðingar kallaðir til vitnis um
það að börn hafi gott af því að
vera á barnaheimilum. Stundum
er það aftur á móti „afar óheppi-
legt” að konur vinni úti og um
daginn var hollenskur (af hverju
hollenskur ???) sérfræðingur
kallaður til vitnis um það að börn
biðu varanlegt tjón af dag-
heimilavist. Þetta er söngurinn i
Mogganum einmitt núna þegar
islensk borgarastétt er búin að
spila rassinn úr buxunum i efna-
hagsmáiunum. Núna á sem sagt
að fara — og er raunar byrjað —
að „reka konurnar” af atvinnu-’
markaði og inn á heimilin, og
hugmyndafræði-maskina borg-
arastéttarinnar er byrjuð að
vinna af fullum krafti. Ég veit
ekki hvort ég ætti að ráðleggja
nokkrum manni að lesa Moggann
eða hlusta á þáttinn „Um daginn
og veginn” en þar má sjá skýrt
og greinilega aö „varavinnu-
aflið” þ.e. islenskar verkakonur
eiga að fara að fara heim.
Þessari aðför verður að svara
afdráttarlaust:
— Fulla atvinnu fyrir alla
— Atvinnuöryggi fyrir alla
— Sama rétt til allrar vinnu
—■ Lifvænleg laun fyrir átta
stunda vinnudag
Þetta eru baráttumál
Rauðso kk a hr ey f ing ar innar,
ásamt fleiri jafnréttismálum og
visast til 2. þings hreyfingarinnar
1976Jtauðsokkahreyfingin skoðar
jafnréttisbaráttu sina sem óað-
skiljanlegan þátt stéttabarátt-
unnar og baráttu gegn kapital-
ismanum. Gagnrýni „8. mars
hreyfingarinnar” svokailaðrar
eða Eikar m-1 (Einingarsamtaka
kommúnista marxistanna/lenln-
istanna) á Rauðsokkahreyfing-
una er i sem stystu máli sagt út f
hött. Rauðsokkar eru þar út-
hrópaðir fyrir feminiskt karl-
hatur og borgaraskap af öllum
tegundum og guð-má-vita-hvað
en allt það tal fer litið fram fyrir
opnum tjöldum. Þeir stúdentar
sem vilja kynna sér Rauösokka-
hreyfinguna i alvöru og starfa
með henni að jafnréttismálum
eru hins vegar velkomnir niður i
Sokkholt milli 5-6:30 alla virka
daga — siminn er 28798.
Og aftur að 8. mars sem er á
m iðvikuda ginn kemur.
Rauðsokkahreyfingin ákvað á
ársfjórðungsfundi I desember s.l.
að halda baráttufund þennan dag
og verkalýðsmálahópi hreyfing-
arinnar var falið að sjá um fram-
kvæmd hans. Hópurinn ákvað að
halda fundinn i Félagsstofnun
stúdenta, miðvikudaginn 8. mars,
klukkan 8.30 og fjalla um kjör
islenskra verkakvenna.
— Hamírlld ilsigshrá í félagHKlofnun
Htúdrnla H.nuirK
— húsid opnar I.I.H.5U
3TÖTAW«'»TI*
lirv*MUt L*u» ty*í* '*rt* ítumu vitwu !
3ttK LAUM r»fc* $*Mft**iH<;« VlKHu!
JAMÍ ttTTUR TtV *U«*R vtftNu'
FUU ATVtrtNA FrKIR AUA'.
AivtNNuöíYa;; »v»i« »lu'
3*m«tlT't Ttk. M*Mi!
Samstarfeaðilar að dagskránni
eru MFÍK og Kvenfélag sósial-
ista. Hefðin fyrir 8. mars sem
baráttudegi er að verða sjötug og
hópnum fannst forvitnilegt að
athuga hvort og hvernig kjör
islenskra verkakvenna hafa
breyst þennan tima. Verkalýðs-
málahópur ákvað þvi að byggja
dagskrá fundarins á stöðu is-
lenskra verkakvenna fyrr og nú.
Af þeim samanburði má sannar-
lega draga nokkrar ályktanir.
STCDENTAR —FJÖLMENNUM
A BARATTUFUND RAUÐ-
SOKKAHREYFINGARINNAR
Þ. 8. MARS í FÍQLAGSSTOFNUN
STUDENTA. Dagný K.
EIKml gefur út róg-
bréf í Háskólanum
Einingarsamtök kommúnista
m-1 hafa sent frá sér dreifibréf i
Háskólanum sem ber yfirskrif-
tina „Skilum auðu i stúdenta-
ráðskosningunum!” Þar er að
finna harkalegar árásir á
vinstrimenn i stúdentaráði og
Stúdentablaðið. Vegna pláss-
leysis er bréf „marx-leninista”
ekki birt i þessu tbl. en ætla má
að þvi verði dreift I byggingar
Háskólans fyrir kosningarnar 9.
mars.
Það er álitamál hvort rök-
ræða eigi við „marx-leninista”
eða maósinna í EIK ml á sama
grundvelli og venjulegt fólk. Að
hætti guðföðurs sins Jóseps
Stalins taka þeir ekki rökum
heldur stagast á þvættingi sem
þeir hafa sef jað sjálfa sig til að
trúa. Þetta er m.a. ein ástæða
þess að undirritaður hefur ekki
séð ástæðu til að svara rógburði
og sóðaskrifum þeirraum stúd-
entaráð f s. n. „Verkalýðs-
blaði” sem EIK ml gefur út. A
stundum er hægt að ganga svo
langt I ósvifni og siðleysi að
skikkanlegu fólki verði orðfall.
Einnig er vert að benida á áð hér
I Háskólanum munu ekki nema
5—6 manns hneigjast til stuðn-
ings við EIK ml og félagatalan
á öllu landinu mun vera innan
við 50 manns.
En meö hin ágætu orð Ara
fróða í huga að hafa beri ávallt
það sem sannara reynist, verð-
ur hér á eftir gerð stutt athuga-
semd við yfirlýsingu EIK ml.
1. Það er ósatt að ágreiningur
á ráðstefnu vinstrimanna 12.
febrúar s.l. hafi verið á milli
„kommúnista annars vegar og
trotskista og leiðandi Alþýðu-
bandalagsmanna hins vegar.”
Sá litli skoðanamunur sem þar
kom upp var á milli u.þ.b. 50
vinstrimanna úr mismunandi
stjórnmálaflokkum (frá Fram-
sókn til Fylkingar) og utan
flokka annars vegar og 4—5
maósinnaúrEIKmlhins vegar.
Þeir siðamefndu komust reynd-
ar I slikt rökþrot i lok ráðstefn-
unnar að þeir hlupu út.
2. Vitaskuld eru deilur meöal
vinstrimanna um skilgreiningu
áeðli rikisvaldsins. Það leiöir af
sjálfu sér þegar haft er i huga
hve vinstrimenn eru viðtæk
samfylking. Ráðstefna vinstri-
mannahafnaði aigjörlega kröfu
maósinna um að sett yrði fram
„marx-leninisk” skilgreining á
eðli rikisvaldsins. Slík skil-
greining væri fremur til þess
fallin að sundra námsmönnum,
en sameina þá.
3. Með öllu er tilhæfulaust aö
ritstjóri Stúdentablaðsins hafi
„lofað” ákv. stjórnmálaflokk-
um atkvæðum stúdenta i kom-
andi þingkosningum. Enda
verður ekki séð hvaðan hann
ætti að fá umboö til þess. Vitnað
er i leiðara Stbl. (janúar 1978)
sem undirritaöur 'skrifaði og
fullyrt að þar sé „loforðið” að
finna. En þeir sem lesa þennan
leiðara geta auðveldlega skorið
úr um að ásakanir EIK ml eru
út i hött. t leiðaranum er ein-
faldlega verið að mótmæla
fjandsamlegri afstöðu Alþingis
tilnámsmanna um leiö og þvi er
fagnaðað barátta okkar hafi þó
borið þann árangur að nokkrir
þingmenn verkalýðsflokkanna
hafi flutt tillögur um aukið
framlag rikisins til Lánasjóðs
islenskra námsmanna og
Félagsstofnunar stúdenta.
Rétt er að vekja athygli á þvi
að I sama tbl. Stbl. skrifar rit-
stjóri að ákvörðun þingmanna
aðhækka ekki rikisframlagið til
LÍN „veiki mjög traust náms-
manna á Alþingi.” Varla eru
þau ummæli dæmi um áróður
fyrir þvi að námsmannahreyf-
ingin einbeiti kröftum sinum að
þvi að sannfæra Alþingi um
málstað sinn.
4. Leiðrétta verður þá rang-
færslu „marx-lenínista” að þeir
hafi átt frumkvæði að þvi að
stúdentaráð tók upp samstarf
við deildarfélög Háskólans i
vetur! Samstarf þetta komst á
fyrir atbeina vinstri meirihlut-
ans i stúdentaráði og stjórnar
ráðsins. Maósinnar komu þar
hvergi nærri.
5. „Upphlaupa- og klofnings-
aðgerðir trotskista” eru hvergi
til nema i annarlegum hugar-
heimi EIK ml. Einu „vinstri-
mennirnir” sem verið hafa með
kolfnings- og sundrungarstarf-
semi innan námsmannahreyf-
ingarinnar eru félagar IEIK ml.
Meðstarfsemisinniganga þeir i
rauninni erinda rikisvaldsins og
kjörorð þessarar fimmtu her-
deildar um að skila auðu i stúd-
entaráðskosningunum þjónar
engum öðrum en ihaldinu i Há-
skólanum og andstæðingum
námsmanna utan skólans.
Guömundur Magnússon
ritstjóri Stúdentablaðsins
Vaka,
Framhald af3. siðu.
sé allnærri hugmyndum flokks-
ins, þá er ekki ýkja fjarstæðu-
kennt að búast við þvi, að fjöldi
virkra meðlima Vöku skjóti jafn-
framt upp kolli i röðum Sjálf-
stæðisflokksins. Svo heppilega
vill til, að ganga má úr skugga
um það, þvi ungur og bráðefnileg-
ur þjóðfélagsfræðinemi af kyni
góðra Sjálfstæöismanna hefur
gert itarlega könnun á þessu:
Niðurstöður hans urðu i stuttu
máli þær, að obbinn af forystuliði
Sjálfstæðisfiokksins hefur hlotið
fyrstu reynsiu sina i starfi með
Vöku, og nær allir sem einhvern
tima hafa staðið I forystu fyrir
Vöku, höfðu starfað meö Sjálf-
stæðisflokknum.
Það hvilir þvi engin launung yf-
ir hnökralausum ástum Vöku og
Sjálfstæðisflokksins Félagið hef-
ur reynst framagosum haldgott
stökkbretti til frama innan
flokksins, og má þar visa til
manna einsog Bisleifs, Daviðs
Oddsonar, Ellerts Schram,
Frikka Sóf og fjölmargra ann-
arra. Nýjustu dæmin eru Hannes
Giss. og Kjartan Gunnarsson sem
var fyrir skömmu kjörinn for-
maður Heimdallar. Þá má nefna
Magnús Ásgeirsson, litinn Vöku-
Leiðrétting
Meinleg villa slæddist inn i
grein Páls Skúlasonar prófessors
„Viðhorf til menntunar” sem birt
var i siðasta tbl. Stúdentablaðs-
ins. 1 kaflanum um menntun i
markaðskerfi féll niður ein setn-
ing sem breytti merkingu kaflans
verulega.
Um leið og blaðið biður Pál
Skúlason og aðra lesendur vel-
virðingar á þessum mistökum
birtir það hér á eftir þann hluta
greinarinnar sem brenglaðist:
„öll stjórnun mennta- og skóla-
mála er reist á hugmyndum um
það hvers konar menntun sé
æskilegt að gera fólki kleift aö
öðlast. Slikar hugmyndir ráðast
ekki af geðþótta manna, hvorki
þeirra sem stjórna né hinna sem
eiga að njóta kennslu. Vandinn er
þvi I fyrstu alls ekki sá að finna
hagkvæmar leiðir eða meta gildi
einstakra námsleiða, né heldur er
vandinn fjárhagslegur. Stjórnun
menntakerfisins er einungis
tæknileg á ytra borði — I rauninni
hvilir hún á rökstuddu eða órök-
studdu mati á þvi hvers konar
þroska, þ.e. hvers konar mann-
legar gáfur og eiginleika leggja
beri rækt við. Þess vegna ber
okkur fyrst að ihuga vandlega
hvers konar manneskjur við vilj-
um vera, hvers konar manngerð-
ir við viljum ala upp.”
F élagsmálasj óður
Stjórn félagsmálasjóðs stú-
denta hefur auglýst eftir umsókn-
um um styrki úr sjóðnum.
Hlutverk félagsmálasjóðs stú-
denta er að styrkja og efla félags-
starfsemi stúdenta innan Háskóla
Islands. Það skal gert með þvi
að:
A) Styrkja starfsemi deildarfé-
laga innan Hí og annarra félaga,
sem starfa i þágu stúdenta við
skólann. Styrkir til deildarfélaga
hafa að öðru jöfnu forgang.
B) Styrkja þá blaðaútgáfu, sem
er á vegum þeirra aðila sem getið
er um i lið A).
Umisóknum skal fylgja stutt
dreng, sem ætlar nú að freista
gæfunnar i prófkjöri Sjálfstæðis-
manna til borgarstjórnarlista,
hafandi það eitt sér til ágætis að
hafa þagað fyrir Vöku i Stúdenta-
ráði um tveggja ára skeið.
Starf helstu forsprakka Vöku
innan Sjálfstæðisflokksins ásamt
vissum fjárhags- og aðstöðu-
tengslum milli félagsins og Sjálf-
stæðismanna, tekur þessvegna öll
tvimæli af þvi, að félagið lúti
greinargerð um starfsemi um-
sækjenda.
Umsóknir skulu hafa borist
skrifstofu stúdentaráðs fyrir 15.
mars. n.k. Stjóðsstjórn.
Kosningaball
Vinstrimenn efna til árlegrar
kosningagleði sinnar fimmtudag-
inn 9. mars n.k. I Tjarnarbúð.
Miðaverð er kr. 700. Húsið verður
opnað kl. 21.00 og stendur ballið
langt fram á nótt. Nánar auglýst i
byggingum Háskólans. Allir vel-
komnir. Framkvæmdanefndin.
S túdentablaðið
Utgefandi:
Stúdentaráð Háskóla tslands
Ritstjóri og ábm.:
Guðmundur Magnússon
Prentun:
Blaðaprent hf.
Riststjóri óskast
Stúdentaráð óskar eftir að ráða
ritstjóra að Stúdentablaðinu,
sem jafnframt hefði umsjón
með annarri útgáfustarfsemi á
vegum ráðsins.
Umsóknum ásamt upplýsingum
um fyrri störf skal skilað á
skrifstofu stúdentaráðs, I Fé-
lagsheimili stúdenta við Hring-
braut II hæð, fyrir 10. april n.k.
AUar upplýsingar um starfið
fást á skrifstofu stúdentaráðs og
Stúdentabiaðsins i Félagsheim-
ili stúdenta, simi 15959.
Útgáfustjórn
beinu hugmyndalegu forræði
flokksins, og sé að verulegu leyti
mannað af ungliðasveitum hans.
Og þó skipuleg tengsl séu af hag-
kvæmnisástæðum ekki höfð uppi
við, þá er hitt þó öldungis ljóst, að
gegnum tiðina hafa Vaka og
Sjálfstæðisflokkurinn notið góðra
samfara, þó formleg vigsla hafi
að sönnu ekki farið fram.
össur Skarphéðinsson