Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Page 3

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Page 3
Félagsstofnun stúdenta—fyrirtæki með markmið Allir Háskólastúdentar ásamt Háskóla íslands og Menntamálaráðuneyti eiga aðild að Félagsstofnun stúdenta (F.S.). Hlutverk F.S. er að annast rekstur, bera ábyrgð á og beita sér fyrir eflingu félagslegra fyrirtækja í þágu stúdenta við Háskóla Islands. Fyrirtæki stofnunarinnar eru mörg og óskyld, en eiga það sameiginlegt að hafa að markmiði að þjónusta stúdenta, hvert á sínu sviði, og í sumum tilvikum einnig aðra námsmenn. Fyrirtæki á vegum F.S. eru: Stúdentagarð- ar, Mötuneyti stúdenta, Hótel Garður, Bók- sala stúdenta, kaffistofur stúdenta, Ferða- skrifstofa stúdenta, Háskólafjölritun, Skálkaskjól tvö og Barnaheimili stúdenta. Við þessi fyrirtæki starfa milli 40 og 60 manns, eftir árstíðum. Uppbygging til frambúðar Mikil uppbygging hefur átt sér stað í F.S. á undanförnum árum og skulu tekin nokkur dæmi um það. F.S. tók við Gamla og Nýja garði úr sér gengnum og er endurnýjun Gamla garðs nú lokið. Endurnýjun Nýja garðs er enn ólokið og verður vikið nánar að því síðar. Byggðar hafa verið íbúðir fyrir hjónafólk, þó enn séu þær of fáar til að sinna þörfum Háskólastúdenta. Bóksala stúdenta hefur vaxið jafnt og þétt og er nú meðal stærstu bókaverslana landsins. Óhætt er að fullyrða að engin önnur bókaverslun hafi jafn „breitt“ og „djúpt“ vöruúrval fræðirita fyrir námsfólk og háskóla- borgara. Ferðaskrifstofa stúdenta, sem áður var einungis starfrækt 3 mánuði á ári, er nú orðin fullvaxta ferðaskrifstofa með öll þau réttindi og skyldur sem gilda um íslensk- ar ferðaskrifstofur. Sérstaða hennar felst í samningum við erlendar stúdentaferðaskrif- stofur og getur Ferðaskrifstofa stúdenta boðið upp á ódýrustu fargjöld sem völ er á til útlanda. Námsmenn og annað ungt fólk ætti aldrei að kaupa farseðil fyrr en verð hefur verið kannað hjá Ferða- skrifstofu stúdenta. Uppbygging hefur og átt sér stað á öðrum sviðum hjá F.S. en hér læt ég staða numið í upptalningu að sinni. Það er vert að muna það að öll upp- bygging og þróun þjónustufyrirtækja F.S. á sér stað að mestu leiti fyrir frumkvæði stúdenta sjálfra. Stúdenta- ráð Háskóla Islands tilnefnir 3 stjómarmenn af 5 í stjórn F.S. og má því segja að þeir tryggi ætíð að sjónarmið stúdenta séu ríkj- andi í stjórnun fyrirtækjanna. Ekki má held- ur gleyma starfsmönnum F.S., en þeir eru eins og áður sagði 40—60 manns. Flestir starfsmanna hafa að baki áralanga reynslu í störfum sínum, og ber okkur sem sitjum við stjórnvölin að beisla þekkingu þeirra og reynslu til áframhaldandi þjónustuauka fyrir stúdenta. „1984“ Það er mjög í anda framtíðarárs Orwells, að rekja nýjungar og þróun stofnana F.S. Ef við stiklum á stóru þá gerðist þetta markverðast: F.S. hafði á undangengnum árum tapað milljónaupphæðum á Matstofu stúdenta. Gerðar vom ráðstafanir til þess að stofnunin léti af þessum taprekstri og var aðstaða leigð út til utanaðkomandi aðila til reynslu í 1 ár. Þetta varð til þess að svigrúm skapaðist í fjármálum F.S. til að hefja nýja sókn, til að endurnýja íbúðaherbergi á Nýjagarði. I mars á þessu ári verður hafist handa og verða öll 37 herbergi sem óklámð em, með nýjar inn- réttingar í haust. Hjónagarðar vom málaðari utan í fyrsta sinn og ný klæðning sett á þak þeirra. Einnig em flestar íbúðir nú komnar með skilveggi milli stofu og svefnherbergis. A undanfömum ámm hefur þörfin fyrir tölvuvæðingu fyrirtækja F.S. komið berlega í ljós. Arlega hafa verið gerðar kannanir og áætlanir um tölvukaup en ekkert gerst. í des- ember s.l. vom keyptar tölvur og hugbúnað- ur fyrir Bóksölu stúdenta og einnig fyrir Ferðaskrifstofu stúdenta, sannkallaður tímamóta atburður. Margt fleira mætti upp telja en ýmsar ákvarðanir hafa enn ekki komið til fram- kvæmda, s.s. endurnýjun tækjabúnaðar í Háskólafjölritun, flutning Ferðaskrifstofu stúdenta í rúmbetra húsnæði innan F.S. o.fl. Þessar aðgerðir munu líta dagsins ljós á næstu vikum ogmánuðum. Stórvirki 9. áratugarins F.S. hefur ákveðið að byggja nýja Hjóna- garða á lóð sinni við Suðurgötu. Haldin verð- ur samkeppni um gerð bestu tillagna á íbúð- um fyrir stúdenta við Háskóla Islands. Und- irbúningur er nú í fullum gangi og hefur þeg- ar verið skipuð dómnefnd og hafa stúdentar þar meirihluta. Þegar byggingu Gamla- og Nýja garðs lauk gátu 25% stúdenta við HÍ búið á stúdenta- görðum. í dag geta aðeins 4—5% stúdenta búiðþar. Eins og málum er nú háttað í húsnæðis- málum þjóðarinnar er þetta eitt brýnasta hagsmunamál stúdenta. En þetta er ekki ein- göngu hagsmunamál stúdenta, bygging 150 íbúða í Reykjavík mun létta mjög á annars þröngum leigumarkaði borgarinnar. Samkvæmt lögum ber Húsnæðisstofnun Ríkisins að lána 80% byggingakostnaðar til þessara framkvæmda. Ekki hefur enn fengist staðfest að fjármagn það sem tilheyrir þeim lið sem hjónagarðar falla undir fáist. Fyrir- sjáanlegt er að Verkamannabústaðir, Búseti og F.S. bítist um sömu krónuna. Nýj- ungar í húsnæðismálum Islendinga eru nauðsynlegar.en ekki tímabærar. F.S. hefur beðið í yfir 10 ár eftir þessum breytingum á lögum um Húsnæðisstofnun Ríkisins. Það er ekki síst fyrir tilstilli stúdenta að loksins hefur veri opnuð leið til ný- þygginga stúdentagarða. Komi ekki til aukið fjármagn fyrir félagslegar íbúðabyggingar, þá hlýtur það að vera krafa stúdenta að F.S. sitji í fyrirrúmi við úthlutun f jár til félagslegra íbúða. Ársæll Harðarson framkvæmdastjóri F.S. Stúdentablaðið 3

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.