Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Page 6

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Page 6
Eflum tengsl Stúdenta- ráðs og deildar- félaga Eftir Ara Edwald Kost þessa fyrirkomulags taldi ég þann, fyrst og fremst, eftir að hafa kynnst starfi deildarfélaga nokkuð, að auðveldara yrði að ná samstöðu um bein hagsmunamál stúdenta (þau sem snerta þá sérstaklega, umfram aðra menn í þjóðfélaginu) ef Stúdentaráð gæti orðið sameiningarafl deildarfélaga og þyrfti pólítískt vafstur á öðrum vettvangi þá ekki að sundra mönnum svo mjög. Einnig taldi ég, og tel enn, að það yrði stúdentum til styrktar að ávöxtur félags- starfs þeirra rynni í einni elfu en greind- ist ekki í tvær kvíslir. Enda ekki sýnilegt að áhugi stúdenta bjóði uppá öflugt félagsstarf á tveimur vígstöðvum. Með þessa hugmynd í handraðanum hélt ég á fund í Félagi umbótasinnaðra stúdenta, enda markmiðið mjög í anda þess sem það félag hefur barist fyrir hér í stúdentapólitíkinni. Þegar ég hóf könnun á því hvernig þessu hafði verið hagað hér áður fyrr, með tilliti til útfærslu hugmyndarinnar, kom strax í ljós að ég var ekki sá fyrsti sem hafði hafið baráttuna með þessa hugmynd í kollinum. En eins og spurt var í upphafi; hvað stendur í vegi fyrir breytingum? Góð hugmynd fæddist... Hvað stendur í vegi fyrir því að til Stúdentaráðs H.í. sé kosið í gegnum deildarfélögin er spurn- ing sem oft hefur leitað á huga minn frá því haustið ’83 er ég hóf háskólanám og tók að fylgjast úr fjarlægð með minni eigin hags- munabaráttu. ... Góð hugmynd dó ... Frá því að Stúdentaráði var komið á fót, árið 1920, skilst mér að ýmislegt hafi verið reynt í þessum efnum. Fyrstu þrjú árin var kosið til þess í deildunum, frá ’23 —’33 var helmingur kosinn í deild- um en helmingur kosinn meiri- hlutakosningu af listum. ”33 —’35 var helmingsblanda af deildakjöri og almennu listakjöri uppá teningnum. Frá ’35—’60 var almennt listakjör allsráð- andi. Árið 1960 var síðan horfið að þeirri leið aftur að kjósa til Stúdentaráðs í deildunum og stóð svo fram til 1974, er núverandi kerfi var tekið upp. Er fróð- legt að líta aðeins til þess rökstuðnings er þá var hafður uppi til stuðnings því að leggja af kjör í deildunum. Hann var m.a. sá að menn litu ekki á sig sem fulltrúa einstakra deilda, heldur fremur sem fulltrúa hagsmunafélaganna, pólítíkin hefði flust inn í deildirnar, gífurlegt misræmi hefði skapast milli deilda að því er tók til fjölda nemenda í þeim og tölu fulltrúa þeirra í Stúdenta- ráði. Vinna bæri gegn deildarmúrum, auk þess sem sérþekking á málefnum hverrar deildar gæti komist mun betur til skila með því að efla tengsl ráðsins og deildarfélaga og með því að þær deildir sem engan kosinn fulltrúa ættu í stúdentaráði skipuðu þar fastan fulltrúa með áheyrnar og tillögurétt. ... Og þó... Að þessum plöggum skoðuðum er niðurstaða mín sú, að eðli Stúdentaráðs fari í raun ekki eftir því hvernig til þess sé kosið. Núverandi kerfi er að mörgu leyti ágætt því gera má ráð fyrir að fylk- ingarnar leitist við að fá fulltrúa sem flestra deilda á lista sinn, auk þess sem vel má hugsa sér að deildimar bjóði fram eigin lista. Þá veita listamir mis- munandi skoðunum á hagsmunamálum stúdenta í megin farvegi sem auðvelda mönnum að taka afstöðu. Að auki verða frambjóðendur nú að sækja fylgi sitt til allra stúdenta. Það sem gera þarf er að stórauka tengsl Stúdentaráðs og deildarfélaga og frumkvæði í þá átt á að koma frá Stúdentaráði, í gegnum skrifstofu þess. Á skrifstofu Stúdentaráðs em hverju sinni ráðnir tveir fastir starfsmenn og er meiningin að skrifstofan beri hitan og þungan af hinni daglegu baráttu. Undanfarið hefur hinsvegar mátt telja skrifstofuna að mestu óvirka hvað þetta varðar. Ég er þó alls ekki að skella skuld- inni á það fólk sem þar starfar. Stefán Kalmansson (Vöku) form. St. ráðs, sem gengt hefur starfi fr.kv.stj. skrifstof- unnar undanfarið ár er ágætismaður. Mér veitti hann t.a.m. ýmsa hjálp er ég hóf að setja mig inní baráttumál stúdenta, bauð mér bæði kaffi og vindla (ég reyki að vísu ekki). Það virðist bara ekki nóg að vera fínn náungi. Stefán kvartar sjálfur í síðasta Stúdentablaði yfir því að hann þekki ekki hug stúdenta til baráttumála sinna. Umbótasinnar setja nú fram markvissar tillögur í mál- efnum skrifstofunnar, sem hafa það að markmiði að slá tvær flugur í einu höggi; 1. efla tengsl Stúdentaráðs og deildarfélaga, 2. efla sameiginlega baráttu stúdenta fyrir hagsmunamálum sínum. I tillögunum fellst m.a. að gerður verði ráðningarsamningur við fram- kvæmdastjórann sem kveði á um verk- svið hans og að hinn starfsmaður skrif- stofunnar verði ekki aðeins ritari fram- kvæmdastjóra heldur beri báðir starfs- kraftar skrifstofunnar ábyrgð og verði báðir ráðnir á grundvelli áhuga á mál- efnum stúdenta. Slagorðið er sem fyrr: BETRI SKRIFSTOFA - VIRKARI BARÁTTA. 6 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.