Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 7

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 7
Pistill næturinnar —tilþfn EftirÁgúst Hjört Það er nótt og snjóflyksur á flögri kringum ljósastaurinn. Það er nótt og kosningar til Háskólaráðs nálgast. Ég, frambjóðandi Umbótasinna sit hér og hugsa í nóttinni um spurningu vinkonu minnar frá þvi í dag: „Ágúst hversvegna þú, i heimspeki, þú af öllum mönnum, og hversvegna Umbótasinnar? Þetta er vonlaust fyrir- tæki. Umbar hafa aldrei komið manni að og þú! heimspekineminn!, hvað getur þú svosem sagt af viti?“ Æ þessi vinkona mín — þessi tví- fætta samviska mín. Ég skulda henni skýringu. Og ykkur öllum stúdentar. Og ég skulda ykkur hreinskilna skýringu. Þess vegna beið ég með svarið fram á nótt. Nóttin gerir mann hreinskilnari og jafnframt sannari. Ég gef kost á mér vegna þess ein- faldlega að mér er ofboðið. Samvisku minni, skynsemi minni, skoðunum mín- um er misboðið með þeirri óráðsíu og reiðuleysi sem einkennir alla stjórnun Háskólans. Ég get tæpast setið aðgerðalaus lengur. Mér finnst að þó svo geti farið að ég fái litlu áorkað, þá verði ég minnsta kosti að reyna. Að ég verði að leggja mitt lóð á vogarskálina i þeirri von að það hafi eitthvað að segja. Já ég er óánægður, rétt eins og svo margir aðrir innan skólans. Ég hef verið að nöldra, að kvarta við hina og þessa en auðvitað hefur það engu breytt. Það virðast engir hafa raunverulegan vilja til að breyta þessu. Fyrst aðrir framkvæma ekki þær breytingar sem mér finnast nauðsynlegar, þá verð ég að drífa í þeim sjálfur. Annars yrði ég að fallast á að vilji minn og virkilegur áhugi væri enginn. Á það vil ég ekki fallast. Og ég vona að þið séuð sammála því að það sé rétt afstaða. En þetta er auðvitað bara önnur hlið málsins. Hin hliðin er löngun mín og metnaður. Ég vil hafa einhver áhrif á það við hverskonar háskóla ég stunda nám. Og kannski kem ég til með að starfa við þennan háskóla seinna meir. Því vil ég hafa eitthvað að segja um það hvemig hann muni þróast á næstu ámm. Ég vil hafa áhrif og ég er tilbúinn til að leggja á mig þá vinnu sem það krefst. Vegna þessa gekk ég til liðs við Um- bótasinna. Þar er pláss fyrir mig sem einstakling innan um aðra einstaklinga. Ég er ekki sammála öllu sem þar er sagt eða ákveðið, en ég tek tillit til annarra og þess i stað er tekið tillit til minna skoð- ana. Ég er hluti af hóp þar sem rödd mín er aðeins ein margra. En hún heyrist og mun heyrast áfram séuð þið sammála mér. Það hefði verið eðlilegt að ganga til liðs við annað hvort Vöku eða FVM ef það markmið eitt hefði vakað fyrir mér að komast í Háskólaráð, stöðunnar vegna. Og mér hefði staðið það til boða ef — já ef ég hefði verið tilbúinn til að undirgangast ákveðnar flokkspólítískar línur. Ég er ekki tilbúinn til þess. Ég hef ekki fundið mig svo heima í neinum stjómmálaflokki að ég hafi séð ástæðu til að ganga í hann. Og á því verður eflaust bið. En að ég og allir aðrir sem líkt er ástatt um skulum vera útilokaðir frá áhrifum á málefni Háskólans, það sætti ég mig ekki við. Þess vegna gekk ég til liðs við Umbótasinna. Ég er að biðja ykkur um að kjósa mig. En þá og því aðeins að þið séuð sam- mála því sem ég vil berjast fyrir. Ég lofa því einu að vera trúr minni eigin sann- færingu og engu öðm og það vona ég að þið verðið einnig á kjördegi. Ég er að biðja ykkur að kjósa Umbótasinna vegna þess að ég trúi því að það sé eina leiðin sem stúdentum er fær til gagn- gerra betmmbóta á skólanum okkar. Við förum fram á liðsinni allra óháðra stúdenta til að lyfta því Grettistaki sem nauðsynlegt er að lyfta. Og hverju vil ég beita mér fyrir innan Félags umbótasinnaðra stúdenta? Hvað get ég svosem sagt af viti? Mig langar til að: —• Hrinda af stað víðtækri umræðu innan Háskólans og utan hans um hvernig hann eigi að vera. Að sem flestir taki þátt í þeimi umræðu og að á gmnd- velli hennar verði teknar ákvarðanir — sem fylgt verði eftir af fullri einurð. — Gerð verð rækileg könnun á því hver raunvemleg vinna, bæði nemenda og kennara sé — og að í kjölfar þess verði þær breytingar gerðar sem nauð- synlegar em til samræmingar. Eininga- kerfið á að endurspegla vinnuna sem að baki býr! — Taka þátt í að koma traustari fót- um undir fjárhag Háskólans, m.a. með samningum við ríkisvaldið um fasta, verðtryggða tekjustofna honum til handa. — Berjast fyrir því að fjöldatakmörk- unum í öllum myndum verði aflétt, að nemendur fái aukin árhif á stjómun skólans, að æviráðningar prófessora verði afnumdar. Og margt fleira. Ég vil berjast fyrir bættum Háskóla, sjálfum okkur til sóma og þjóðinni allri til hagsbóta. Veittu okkur Umbótasinnum lið í sameiginlegri baráttu okkar fyrir bætt- um skóla! X-C Stúdentablaðið 7

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.