Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Side 8

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Side 8
Félagsstofnun Stúdenta Markmið Félagsstofnunar stúdenta Markmið Félagsstofnunar stúdenta skal vera að veita sem besta og fjölbreyttasta þjónustu á sem lægsta verði. Með þetta í huga skal, leitast við að reka fyrirtæki F.S. á sem hagkvæmastan hátt og ávallt reyna að finna nýjar leiðir til að mæta þörfum stúdenta. Matsalan Rekstur matsölunnar verður að taka til gagngerrar endurskoðunar, en 1. september rennur út samningur við Ferðaskrifstofu ríkisins, sem hefur annast hann. í þessu sambandi kemur einkum tvennt til greina: I) Reksturinn verði boðinn út. II) Leitað verði tilboða í matarpakka og þeir seldir á kaffistofum. Bóksalan Vaka leggur megináherslu á að halda uppi góðri bókaþjónustu við námsmenn, þannig að öruggt sé að þær bækur er til þurfi séu fáanlegar á réttum tíma, á sem bestu verði. Vaka bendir á nauðsyn þess að gera miklar breytingar, bæði á rekstri og húsnæðis- málum bóksölunnar. Af mörgum ástæðum virðist það fýsilegur kostur að Háskólinn gerist eignaraðili að bóksölunni og hún gerð að sérstöku sjálfstæðu fyrirtæki. Stúdentablaðið Vaka leggur til að áskrift að Stúdentablaðinu verði gefin frjáls. Þannig verður það undir hverjum og einum stúdent komið hvort hann kaupir blaðið eða ekki. Utgáfa blaðsins verður eftir sem áður fjármögnuð með áskriftargjöldum að hluta og af aug- lýsingatekjum er dekka annan kostnað. Með frjálsri áskrift er tryggt að forsvarsmenn Stúdentablaðsins muni leggja sig fram við að gefa út blað er höfðar til stúdenta og annarra. Þannig dæma stúdentar sjálfir um ágæti blaðsins. Fjöldi áskrifenda er besti vitnisburður um það. Bygging nýrra Garða Lengi hefur verið ljóst að mikil þörf er á nýjum stúdentagörðum og þá fyrst og fremst hjónagörðum. Vaka telur skynsamlegt að stefna að byggingu 150 íbúða sem byggðar yrðu á 3 til 4 árum. Áður en ráðist verður í fyrirhugaðar framkvæmdir er nauðsynlegt að fyrir liggi heilsteypt fjárhagsáætlun til að tryggja örugga fjármögnun frá upphafi. í þessu sambandi er bent á stefnu Vöku, sem birtist í Vökublaðinu. Vaka — Vaka — Vaka — Vaka — Vaka — 1. Ólafur Amarson, viðskiptafræði. 2. Helgi Jóhannesson, lagadeild. 3. Þómnn Sigurðardóttir, lagadeild. 4. Bjöm Aðalsteinsson, hjúkrunarfræði. 8 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.