Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 9

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 9
— Lánamál — Lánamál Markmið námslána er að tryggja að allir námsmenn geti stundað nám án tillits til efnahags. Vaka leggur áherslu á að hér er um lán að ræða og hafnar hvers kyns hug- myndum um námslaun. Namslánakerfið á að vera þannig úr garði gert að það hvetji námsmenn til þátttöku í atvinnulífinu. Nauðsynlegar breytingar I) Vaka leggur áherslu á að 1. árs nemar fái venjulegt skuldabréfalán, sem er forsenda þess að nemendurgeti hafið nám óháð efnahag. II) Endurgreiðslutíminn verði styttur í 30 ár. III) Ekki verði gert upp á milli lánþega hvort þeir búa í föðurhúsum eða ekki. IV) Nauðsynlegt er að taka viðmiðanir Lánasjóðsins til endurskoðunar, samfara því að könnun á framfærslukostnaði stúdenta fari fram. V) Skipuð verði samstarfsnefnd stjórnvalda og samtaka námsmanna til að endurskoða lög og reglur LÍN. VI) Efla verður Háskóla Islands, svo íslenskum námsmönnum sé kleift að stunda nám hér heima í ríkara mæli, en nú er stór hluti útgjalda Lánasjóðsins vegna íslenskra námsmanna erlendis. VII) Gerð verði breyting á rekstri og starfsmannahaldi LÍN til að bæta þjónustu hans við lánþega. — Stúdentaráð — Vaka leggur áherslu á að Stúdentaráð starfi fyrst og fremst á þeim vettvangi sem tengist beint málefnum stúdenta. Einn hluti þessa er að SHÍ haldi uppi öflugum tengslum við deildarfélög. 5. Inga Margrét Skúladóttir, félags. deild. 6. Einar Úlfsson, vélaverkfræði. 7. Ingólfur Johannessen, læknisfræði. Stúdentablaðið 9

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.