Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 10

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 10
— Menntamál — Vaka telur það einn af horn- steinum lýðræðisins að hver maður fái þroskað hæfileika sína og sinnt áhugamálum sínum. Þannig á hver einstaklingur rétt á að stunda það nám við Háskóla íslands, er hugur hans stendur til, uppfylli hann eðlilegar og sann- gjarnar fagkröfur. Nemandinn sjálfur ber ábyrgð á því hvernig skólaganga hans nýtist honum þegar út í atvinnulífið er komið. • Vaka telur nauðsynlegt að stúdentar taki virkan þátt í stefnumótun og stjórnun innan Háskólans og hafi þar raunveru- leg áhrif. Þess vegna berst Vaka fyrir a.m.k. þriðjungsaðild stúdenta að helstu stjórnstofn- unum Háskólans. • Sjálfstæði nemenda í námi er mikilsvert. Sveigjanleiki varðandi nám í fleiri en einni deild getur aukið frelsi í námi. • Nauðsynlegt er að gera ríkinu ljósa fjárhagsstöðu Háskólans á hverjum tíma og afleiðingar fjár- skorts. Með útkomu skýrslu Þróunarnefndar Háskólans gefst tækifæri til að setja fram eðlilega stefnu til lengri tíma, en verið hefur, með árlegum fjárhagsbeiðnum. • Húsnæðisskortur Háskólans er eitt alvarlegasta vandamál hans og hefur mætt litlum skiln- ingi hjá fjáveitingavaldinu. Brýnt er að fjárveitingar til bygginga- framkvæmda verði stórauknar. • Vaka leggur til að æviráðning kennara verði endurskoðuð. • Nauðsynlegt er að efla rann- sóknarstarfsemi í Háskólanum, en bæði þarf að auka aðhald að þessu starfi og kynningu á afrakstrinum. Jafnframt þarf að auka möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknarstarfinu. • Vaka bendir á mikilvægi þess að stofnað verði kennslugagna- safn. • Vaka telur tímabært að hugað sé að því hvort heppilegt sé að stofna til framhaldsnáms í fleiri greinum innan Háskólans. Frambjóðendur Vöku til Háskólaráðs 1. Eyjólfur Sveinsson, vélaverkfræði. 2. Margrét Hilmarsdóttir, franska. 3. GerðurThoroddsen, lögfræði. 4. Ásgeirjónsson, lögfræði. 10 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.