Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 11
• Stundakennsla er of hátt hlut-
fall af kennslunni í HÍ. Stafar
þetta af því að ekki hefur fengist
heimild til að fastráða þann fjölda
kennara sem eðlilegan má telja.
• Vaka leggur til að kannaðir
verði kostir sumar- og kvöld-
námskeiða fyrir nemendur
Háskólans og aðra.
• Vaka telur brýnt að vinna að
eflingu og uppbyggingu Háskóla-
bókasafns.
• Háskólinn verður að gera
lægri skólastigum ljósar þær
kröfur sem hann setur um
kunnáttu þeirra sem hefja vilja
nám við skólann.
• Til þess að auka upplýsinga-
streymi milli skólastiga, er brýnt
að flýtt verði útgáfu bæklings um
háskólanám innanlands og utan.
• Vaka telur að þeir sem leita til
Háskóla íslands eftir menntun og
standast eðlilegar og sanngjarnar
kröfur sem deildir setja, eigi rétt á
að stunda það nám er hugur
þeirra stendur til. Vegna þess
mun Vaka ávallt berjast gegn
hvers konar hugmyndum sem
ganga þvert á þennan rétt stúd-
enta.
• Vakamunbeitasérfyrirþvíað
settur verði á laggirnar sérstakur
sáttadómur, sem fjalli um ein-
staka málaleitanir stúdenta.
Sáttadómur skal hafa úrskurðar-
vald í deilumálum nemenda,
kennara og yfirvalda Háskólans.
• Nauðsynlegt er að gera gagn-
gerar breytingar á kjöri til rektors-
embættis HÍ. Vaka telur eðlilegt
að menn bjóði sig sérstaklega
fram til þess og skulu ekki aðrir
veraíkjöri.
• Vaka telur það grundvallar-
atriði að hugur háskólastúdenta
til háskólaútvarps verði kannað-
ur áður en út í framkvæmdir
verði ráðist.
Stefnuskrá Vöku
birtist íheild í
Vökublaöinu.
Að gefnu tilefni
Góðir stúdentar
Nú er enn einu sinni komið að kosningum
til Stúdentaráðs og Háskólaráðs. Það er því
ekki úr vegi að renna lauslega yfir nokkra
punkta.
Litð um öxl
Eftir miklar sviptingar í herbúðum um-
bótasinna s.l. vor var samþykkt með eins at-
kvæðis mun að ganga í meirihlutasamstarf
við Vöku. Þegar í upphafi var ljóst að sumir
af forustumönnum umbótasinna voru ekki
tilbúnir að sætta sig við þessi málalok og
myndu nota öll tækifæri til þess að vinna á
hinum nýja meirihluta. Þetta átti sér líka stað
og er einn stærsti þátturinn í því sundurlyndi
og moldviðri sem of mikið hefur viljað loða
við meirihlutann.
Um þátt vinstri manna í Stúdentaráði í
vetur hefur lítið verið ritað. Einkum kemur
það til af verkum þeirra sjálfra. Þegar til
þeirra hefur heyrst, hefur það sjaldnast verið
liður í umræðu um málefni stúdenta. Þeirra
helsta baráttumál frá í fyrra hefur verið að
reyna að koma fram vantrausttillögum á
einhverja „hættulega" Vökumenn' í Stúd-
entaráði með því að notfæra sér reikula um-
bótasinna. Ber þar tvennt hæst: Tillaga frá
vinstri mönnum í Stúdentaráði í júní um
vantraust á meirihlutann. Sú tillaga var
reyndar endurflutt á næsta fundi eftir. Til-
laga á 12. fundi SHÍ í lok janúar s.l. um að
formaður Vöku segði sig úr ráðinu. Hvorugt
frumhlaupið bar árangur en var flutnings-
mönnum einungis til háðungar.
En þótt margt sé athugavert þá hefur verið
unnið að mörgum málum sem horfa til bóta. I
upphafi var ákveðið að breyta Stúdentablað-
inu á þann veg að gera það „eigulegra" og
meira aðlaðandi fyrir stúdenta. Að hluta til
hefur þetta tekist og ljóst að næsti meirihluti
hefur alla möguleika á að ljúka hálfunnu
verki hvað varðar endurbætur á Stúdenta-
blaðinu. Hugsanlegt væri að breyta útgáf-
unni þannig að gefa út mánaðarblöð og svo
misserisrit sem yrði vandaðra með stórum
viðtölum o.s.frv..
Útgáfa Stúdentafrétta hefur verið nokkuð
regluleg i vetur og ég held því beri að halda.
Þannig eiga stúdentar að fá fréttir af því sem
gerist á fundum SHÍ sem fyrst eftir þá. Jafn-
framt gefa Stúdentafréttir möguleika á að
koma á framfæri ýmsu því sem er að gerast
hverju sinni og mætti jafnvel vera með stutt-
ar fréttir úr deildum inn á milli.
Fundir með formönnum deildarfélaga
hafa verið nokkuð reglulega og óvenju vel
mætt. Eg er viss um að með því að auka
þessi beinu tengsl SHÍ og deildarfélaga
megi gera samstarf þessara aðila vel virkt og
sýnist mér það mun vænlegri kostur heldur
en að deildafélög fari að tilnefna í Stúdenta-
ráð eins og var hér um árabil fyrir 1974. Þá
var pólitíkin í deildunum og ég held að þeim
sé lítill greiði gerður með því að færa pólitík-
ina þangað aftur.
Að lokum
Menn eru gjamir á að rísa upp og segja:
„Þetta er pólitískur skrípaleikur, hanaslagur
einhverra framagosa". Ég held að þetta sé að
mestu misskilningur. Að vísu má alltaf gera
betur en ekki held ég að framboð á borð við
manngildissinna sé skref í þá átt.
Stúdentar, kynnið ykkur þær fylkingar
sem bjóða fram til Stúdentaráðs. Kynnið
ykkur störf þeirra hingað til. Þá sjáið þið að
Vöku má treysta. Skilum Vöku sterkari eftir
kosningamar 14. mars.
Stefán Kalmansson.
Stúdentabl aðið
11