Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 12
Frumvarp til breytinga á lögum um Háskólann:
Hefur í för með sér miklar
breytingar fyrir Háskólann
Menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, lagði fram stjómarfrumvarp um breytingar
á lögum nr. 77/1979, um Háskóla íslands í desember mánuði síðastliðnum. Frumvarpið fékk
skjóta afgreiðslu í efri deild Alþingis, en ráðherra lét þá ósk í ljós að það mætti afgreiða sem
lög frá Alþingi fyrir jólaleyfi þingmanna. Þessi von Ragnhildar varð að engu, þar sem nokkrir
þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu sig ekki undir það búna að greiða frumvarpinu at-
kvæði, því of skammur tími hefði gefist til að kynna sér hvað í því fælist. Efnislegur ágrein-
ingur var lítill eða enginn.
I umræðum í neðri deild við þetta tækifæri (18. desember) sagði menntamálaráðherra
meðal annars: „Herra forseti. Eg gerði mér ekki ljós fyrr en í gærkvöldi að e.t.v. væri ágrein-
ingur um þetta mál sem hér liggur fyrir. Reyndar mun ekki vera efniságreiningur heldur vilja
þingmenn fá tækifæri til að skoða málið betur. Það hafði einungis vakað fyrir mér að þar eð
hér væri um gjörsamlega ágreiningslaust mál að ræða væri ástæðulaust að tefja það þar til á
útmánuðum. Það mætti þá fá afgreiðslu um leið og önnur mál nú. Háskólinn sæi þá fram á
þessa möguleika þegar hann stendur andspænis því að framkvæmdafé er mjög skert í þeim
fjárlögum sem væntanlega verða afgreidd hér á næstu dögum. Fannst mér eins og þarna væri
þó nokkur ljósglæta ef Háskólinn fengi lög um þetta efni um svipað leyti og fjárlög væru
afgreidd."
Frumvarpið
Verði frumvarpið að lögum, mun það þýða
(nái það tilgangi sínum) gífurlegar breyting-
ar fyrir Háskólann, kennara og nemendur. í
því er lagt til að verkfræði- og raunvísinda-
deild verði skipt upp og myndi tvær deildir.
Samkvæmt upplýsingum er almenn ánægja
innan deildarinnar um tiliöguna. Hins vegar
hljóta fulltrúar stúdenta í Stúdentaráði og
Háskólaráði að huga að því að deildarforset-
um fjölgar ogþar með skerðast áhrif stúdenta í
síðarnefndaráðinu.
Það hefur löngum verið á stefnuskrá
hinna pólitísku fylkinga að stúdentar fái
aukna aðild að stjómstofnunum skólans og
því virðist ekki úr vegi fyrir Stúdentaráð að
nota þetta tækifæri til að vekja athygli þing-
manna á þessu. (Ef fjölga á fulltrúum stúd-
enta í Háskólaráði verður að koma til breyt-
ing á lögum um Háskóla íslands).
Þróunarmiðstöð
Veigamesta breytingin sem lögð er til er
að Háskólanum skal veitt heimild, með sam-
þykki Háskólaráðs og menntamálaráðherra,
að eiga aðild að sameignarfélögum, hlutafé-
lögum og sjálfseignarstofnunum sem stunda
rannsókna- og þróunarstarfsemi eða fram-
leiðslu og sölu tengda slíkri starfsemi. Þá er
gert ráð fyrir að Háskólinn geti stofnað svo-
kallaða þróunarmiðstöð.
í greinargerð sem fylgir frumvarpinu frá
Háskólanum segir:
„Samstarf Háskóla íslands við fyrirtæki
og ýmsar stofnanir utan hans fer vaxandi.
Einnig er unnið að fjölmörgum rannsókn-
arverkefnum innan háskólans og hátækni-
iðnaður verður ekki efldur á íslandi nema
með því að virkja þá þekkingu sem háskóla-
kennararbúa yfir.
Þeir kostir sem eru tengdir því að stofna
þróunarmiðstöð við Háskóla íslands eru
þessir:
1. Miðstöðin yrði andlit skólans út á við.
2. Hún annaðist gerð samninga um þjón-
ustu- og þróunarverkefni við aðila innan
og utan skólans. Tekið skal fram að eftir
sem áður yrði stofnunum háskólans
frjáls að semja beint við aðila utan skól-
ans.
3. Þróunarmiðstöðin starfaði á viðskiptaleg-
um grundvelli og leitað verður eftir þátt-
töku fyrirtækja í starfsemi hennar. Með
því móti fengist áhættufé til starfsem-
innar.
4. Þróunarmiðstöðin gæti selt framleiðslu-
leyfi eða gerst aðili að fyrirtækjum sem
annast framleiðslu eða sölu tengda
starfsemi hennar.
5. Fáist lagaheimildin eru tekin af tvímæli
með skattfrelsi háskólans af starfsemi
miðstöðvarinnar og fyrirtækja þeirra
annarra er háskólinn ætti aðild að.
Tekið skal fram að gert er ráð fyrir að
þróunarmiðstöðin heyri undir háskólaráð, all-
ar meiri háttar ákvarðanir verði háðar sam-
þykki þess.“
Aðrar breytingar
Frumvarp menntamálaráðherra gerir ráð
fyrir fleiri breytingum: í fyrsta lagi að Há-
skólaráð geti lagt til að forðstöðumaður há-
skólastofunar sé fluttur í prófessorsembætti. í
annanstaðað rektor eigi rétt á að verða leystur
undan stöðu sinni sem prófessor og geri að
fenginni umsögn deildar tillögu til mennta-
málaráðherra um eftirmann. þá eru í þriðj a lagi
ákvæði í frumvarpinu um leyfi kennara frá
störfum í lengri eða skemmri tíma.
Umræður á alþingi
Eins og áður segir var frumvarpið afgreitt
frá efri deild með skjótum hætti, til neðri
deildar, en þar urðu nokkrar umræður áður
en það var afgreitt til menntamálanefndar
deildarinnar.
Guðmundur Einarsson, þingmaður
Bandalangs jafnaðarmanna sagði meðal
annars:
„Hér er verið að stíga nýtt merkilegt spor,
þetta er spor sem við höfum minnst á hér á
Alþingi að þurfi að stíga, þ.e. að tengja Há-
skólann atvinnulífinu á virkan hátt. Það þarf
hins vegar að skoðast mjög vel hvernig þetta
spor verði best stigið...
í sambandi við ýmiss konar tæknigreinar
og þróaðar vísindagreinar hafa háskólamir í
löndunum í kringum okkur orðið uppspretta
nýjunga og nýsköpunar í atvinnulífi. Það er
brýnt verkefni að búa þannig um hnútana að
Háskóli íslands verði það sömuleiðis. En það
er mjög nauðsynlegt að þetta sé gert í nánu
og fullkomnu samráði við þær stofnanir
Háskólans sem em uppspretta þessara hug-
mynda. Þá á ég við stofnanir eins og Verk-
fræðistofnun, Líffræðistofnun, Raunvísinda-
stofnun, Tilraunastöð í meinafræði á Keld-
um og hugsanlega einhverjar fleiri sem ég
man ekki eftir í augnablikinu. Þama em líka
stofnanir utan Háskólans sem hafa hingað til
tengst rannsóknarstarfseminni þar á ýmsan
máta, svo sem Hafrannsóknastofnun og ekki
síst Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og
hugsanlega fleiri. Eitt dæmið enn er Reikni-
stofnun sem yrði væntanlega aðsetur ein-
hverrar starfsemi í tölvufræðum sem em svo
mjögádöfinni."
Nokkm síðar sagði Guðmundur:
„Það er býsan margt sem tengist svona
máli sem ég tel að þurfi að skoða. Eitt lítið
dæmi er t.d. eignarhald á þeim hugmyndum
sem fæðast í svona vinnu og síðan greiðslur
fyrir notkun slíkra hugmynda. Við getum
kannske sett þetta mál fram á sem einfaldast-
an hátt þannig að opinber starfsmaður, sem
er í vinnu hjá Raunvísindastofnun, hefur
starfað hjá þeirri opinbem stofnun alla sína
vísindatíð, hefur aflað allra sinna tækja fyrir
opinbert fé og svo dettur hann skyndilega
niður á að uppgötva eitthvað sem er mikilla
peninga virði. Þá spyrja menn: Hver á þessa
hugmynd? Hver á að njóta arðs af notkun
12
Stúdentablaðið