Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 13
hennar? Að hve miklu leyti á arðurinn að
vera hans persónulega og að hve miklu leyti
á arðurinn að falla í skaut þeirra stofnunar
sem hefur gert honum kleift að skapa þetta?
Mér er kunnugt um — en hef því miður ekki
haft tíma til að fletta upp í gögnum mínum —
að bara þetta tiltekna atriði hefur orðið til-
efni mikilla umræðna í sambandi við líftækni
erlendis sem er eitt af þeim nýju sviðum þar
sem þetta verður skyndilega áþreifanlegt
vandamál. Stofnanir, sem alveg fram á síð-
ustu misseri hafa verið kennslu- og rann-
sóknastofnanir — í þeim skilningi að þar
hafa menn kannski sinnt þekkingarleit þekk-
ingarleitarinnar vegna og aldrei dottið í hug
að auðgast af því sjálfir á einhvern hátt —
komast í þá aðstöðu með auknum samskipt-
um við atvinnulífið að hugmyndir í greinum
eins og líffræði, sem hingað til hefur ekki ver-
ið beinlínis tengd því að auðgast sérstaklega,
geta skyndilega orðið mjög arðbærar. Hugs-
anlega þyrfti að setja sérstaka löggjöf eða
reglugerð um þátttöku eða stöðu opinberra
stofnana og opinberra starfsmanna í sam-
bandi við þetta.“
Aflar Háskólanum f jár
Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi
gerði að umtalsefni, að engar kostnaðaráætl-
anir fylgdu með frumvarpinu og taldi þing-
maðurinn það vísbendingu um að hugmynd-
irnar um þróunarmiðstöðina væru lítt mót-
aðar.
Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð-
herra, svaraði Hjörleifi Guttormssyni og
benti á að frumvarpið væri flutt til að afla
Háskólanum fjár, en ekki til að valda honum
útgjöldum. Hve mikil fjáröflunin gæti orðið
sagði ráðherra fara eftir lögmáli framboðs
og eftirspurnar. Þá sagði Ragnhildur Helga-
dóttir:
„Ég held að menn séu á einu máli um að sú
heimild, sem þetta frumvarp mun veita ef að
lögum verður, felur í sér miklu rýmri mögu-
leika en nú eru til að selja verkefni út í atvinnu-
lífið. Hún getur líka þess vegna rennt stoðum
undir meiri grunnrannsóknir í Háskólanum,
en þær eru dýrar. Þær skila oft ekki árangri
fyrr en eftir alllangan tíma en eru allt að einu
undirstaða allrar framþróunar í þekkingu á
þeim sviðum sem stunduð eru í Háskólanum
Þetta getur orðið, að því er ég tel, mjög
mikilvægt spor til að virkja betur þann auð
sem íslensku þjóðfélagi stendur til boða að
nýta og geymdur er í Háskóla Islands og
stofnunum hans. Eins og ég hef áður nefnt
nú nýlega á þingi, þegar til umfjöllunar var
tillaga um tengingu atvinnulífs og fræðslu-
kerfis, er Háskóli íslands vel staddur að því
leyti til að þar eru menn með mjög fjölbreytta
þekkingu frá ýmsum albestu menntastofnun-
um heimsins. Ég held að þarna séu möguleik-
ar sem við eigum og verðum að nýta betur til
að byggja upp enn árangursríkara atvinnulíf
og stuðla að enn verðmætari framleiðslu og
vinnslu í landinu.
Hv. 4. landsk. þm. nefndi í þessu sambandi
sérstaklega vandasamt og flókið svið sem er
hugverkaréttur, eins konar höfundarréttur.
Þetta er svið sem er í mikilli þróun víða um
heim og það atriði má náttúrlega ekki verða
til þess að þetta mál vefjist fyrir mönnum.
Þær þjóðir, sem við eigum í samkeppni við,
hafa rekið slíka starfsemi með miklum og
verðmætum árangri án þess að reglumar um
hugverkaréttinn væri orðnar ýkja rækilegar
og skýrar. Það breytir ekki því að alveg rétt
var að vekja athygli á þessu máli. Það er eitt
af því sem vafalaust kemur til skoðunar og á
e.t.v. eftir að auka áhuga manna á þessu sviði
og hafa áhrif líka á þau umsvif sem verða í
atvinnulífinu. Ég vil enn fremur taka fram að
þegar nefnt er í frumvarpinu þróunarmiðstöð
er átt við eins konar þjónustuskrifstofu til að
greiða fyrir tengslum Háskólans við atvinnu-
lífið.Þarereinungisumheimildaðræða.Fyrir-
komulag allt verður auðvitað nánar ákveðið af
Háskólanum sjálfum innan reglna hinna al-
mennulaga."
„Ráðgjafar við hirðir“
Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubanda-
lagi, sagði að óneitanlega hlytu að vakna upp
spurningar í hugum manna og þá einkanlega
hvernig þeim kostnaði verði mætt sem tíma-
bundið hlytust af þátttöku Háskólans í hinni
nýju stofnun. Benti hann í þessu sambandi á
slæman fjárhag skólans og vitnaði í ummæli
menntamálaráðherra því til staðfestingar.
Sagðist Steingrímur vera annarrar skoðunar
en ráðherra og væri það sitt mat að Háskól-
inn þyrfi eitthvert fjármagn til að leggja í
starfsemi af þessu tagi, a.m.k. til að byrja
með.
Til að enda þessa frásögn frá umræðum í
neðri deild Alþingis er ekki úr vegi að víkja
að upphafsorðum Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, en hann talaði síðastur áður en frum-
varpið var afgreitt til 2. umræðu og til
menntamálanefndar:
„Herra forseti. Fyrir nokkrum vikum síð-
an lét þekktur þýskur vísindamaður í ljós þá
skoðun að ef fram færi sem horfði væri það
mjög trúlegt að árið 2000 væru þegnar Vest-
ur-Evrópu einkun hafðir með í ráðum við
hirðir framtíðarstórvelda, svo sem Banda-
ríkjanna, Japan, margra Austur-Asíuþjóða,
til þess að segja ráðamönnum til um hvað
væri hæfilegt hitastig á rauðvíni við veislur.
Ríki Vestur-Evrópu eru augljóslega að drag-
ast svo aftur úr, ekki fyrst og fremst í fræði-
legum vísindarannsóknum heldur í hagnýt-
ingu á niðurstöðum vísindalegra rannsókna í
iðnaðarstarfsemi, og reyndar ekki aðeins í
iðnaðarstarfsemi heldur í allri praktískri hag-
nýtingu í atvinnu- og viðskiptastarfi, að
menn hafa af því stórar áhyggjur að fyrir-
sjáanlegt sé að lífskjör Vestur-Evrópubúa
muni engan veginn halda í við kjaraþróun
annarra og gróskumeiri ríkja í heiminum."
Skilningur að glæðast
Ljóst er af þeim umræðum sem urðu í
báðum þingdeildum um frumvarp til breyt-
inga á lögum um Háskóla íslands, að skiln-
ingur stjómmálamanna á hlutverki og mikil-
vægi Háskóla íslands er mjög að glæðast og
er það vel. Hins vegar hefur skilningurinn
ekki náð það langt að nægilegt fjármagn
renni til skólans. Vegna þessa hlýtur það að
verða eitt aðalverkefni háskólayfirvalda og
forustumanna stúdenta að leiða stjórnmála-
mönnum fyrir sjónir hvaða afleiðingar léleg-
ur fjárhagur hefur á starfsemi Háskólans.
En það dugar skammt að auka skilning og
velvilja þingmanna það verður að vinna
markvisst að því að sama hjá almenningi —
launþegum og atvinnurekendum. I þessu
sambandi er fulltrúum stúdenta í Stúdenta-
ráði hollt að minnast þess að þeir eru andlit
skólans út á við.
Þegar þetta er ritað hefur Stúdentaráð ekki
enn fjallað um frumvarp menntamálaráð-
herra, en að flestra dómi er frumvarpið til þess
fallið, verði það að lögum, að bæta hag Háskól-
ans, sé rétt á spilunum haldið.
Fylgiskjal
Um samstarf háskóla við fyrirtæki og
sveitarfélög.
(Meginefni greinar eftir dr. Guðmund Magn-
ússon, háskólarektor, er birtist í ritinu
Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
1984.)
í kjölfar olíukreppunnar uppúr 1970 og
minnkandi framleiðni í iðnaði varð fyrirtækj-
um enn ljósara en áður hve nauðsynlegt er
að hafa gott samstarf við háskóla og aðrar
rannsóknarstofnanir ef takast á að keppa á
alþjóðamarkaði á sviði hátækniiðnaðar.
Einnig hafa sveitarfélög lagt sitt af mörkum
til að efla samvinnu af þessu tagi í því skyni
að auka tekjur og atvinnu. Segja má að við
allflesta stærri skóla í Bandaríkjunum séu
komnar tækniþróunarmiðstöðvar. Sömu
sögu er að segja um Evrópu. Sérstaklega í
Bretlandi og á Norðurlöndum hafa risið „vís-
indagarðar". Það er því ekki furða að þessi
mál séu til umræðu hér á Islandi um þessar
mundir og að háskólinn, fyrirtæki og Reykja-
víkurborg velti fyrir sér hvemig megi efla
rannsóknir og þróunarstarfsemi í tengslum
við Háskóla íslands.
Menntun háskólakennara
í Árbók Háskóla íslands fyrir háskólaárið
1980—1981 er að finna skrá er sýnir mennt-
un kennara við háskólann eftir stúdentspróf.
Þar kemur berlega í ljós hve fjölþætt það
undirbúningsstarf er sem menn hafa lagt af
mörkum til þess að gera sig hæfa til háskóla-
kennslu og rannsókna. Þar kemur t.d. fram
að 91 af 230 kennurum skólans hefur dokt-
orspróf frá 42 mismunandi háskólum, og það
yfirleitt þeim bestu í heiminum á þeirra sviði.
Það er því augljóst að við háskólann er sam-
ankominn mmikill þekkingarforði sem
klaufaskapur er að ríkið og Reykjavíkurborg
nýti ekki sem best til rannsókna á sviði nýj-
unga og tækni.
Stúdentablaðið
13