Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 14

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 14
Skipting tekna Háskóla íslands og rannsóknarstafsemi Eins og kunnugt er nýtur háskólinn þess að hafa Happdrætti Háskóla íslands að bakhjarli. Hann fær 80% af tekjuafgangi þess en 20% (eða andvirði þeirra) renna til annarrar rannsóknarstarfsemi í landinu. Lætur nærri að 15% af tekjum H.í. komi frá happdrættinu, 80% úr ríkissjóði og 5% eru þjónustutekjur. Eru þá ekki taldar með tekj- ur Háskólabíós og Reykjavíkurapóteks sem háskólinn rekur. Reyndar er þessi mikli fyrir- tækjarekstur óvenjulegur á evrópska vísu. Sé borið saman við aðra skóla er skiptinging við Tækniháskólann í Stokkhólmi sú að 67% tekna koma á fjárlögum, 28% frá rannsókn- arráðum og 5% eru þjónustutekjur. Við Minnesotaháskóla er '/3 tekna frá fylkinu, annar þriðjungur frá alríkisstjórninni (mest samkvæmt rannsóknarsamningum) en af- gangurinn er skólagjöld og ýmsar aðrar tekjur. Svo við hverfum aftur til íslands þá eru að sjálfsögðu í gangi fjölmörg rannsóknarverk- efni og þarf ekki annað en líta á Arbók Há- skóla íslands og ársskýrslur stofnana hans til að sannfærast um það. Tekjur af útseldri þjónustu eru mestar af Reiknistofnun há- skólans en um helmingur tekna hennar er frá utanskólaaðilum en síðan frá stofnunum í verkfræði- og raunvísindadeild og lækna- deild. Raunvísindastofnun háskólans hefur sérstakan fjárhag og þar eru rannsóknir á tæknisviðinu lengra komnar og fjölþættari en í hinni ungu Verkfræðistofnun. Rétt er að vekja hér athygli á því hvemig fjárveitingum til rannsókna á íslandi er háttað. Arið 1981 er talið að 76,3% af fénu hafi komið frá opinber- um aðilum, 19,4% frá einkafyrirtækjum og 4,3% frá erlendum aðilum. Jafnframt er talið að það ár hafi 86,8% af rannsóknum verið framkvæmd af opinberum stofnunum (þar með töldum æðri menntastofnunum). Hlutur hins opinbera er því miklu meiri hér á landi en annarsstaðar. Er því ekki óeðlilegt að leit- að sé leiða til þess að virkja fyrirtækin meira en áður til beinnar þátttöku í rannsóknar- starfi og þróun tækninýjunga. Nokkur dæmi um hvað er að gerast annars staðar Aðstæður eru á einhvem hátt sérstakar í hverju landi jafnvel við hvem einstakan há- skóla og því hafa verið famar margar mis- munandi leiðir til að efla rannsóknir og at- vinnulíf. M.a. er væntanleg skýrsla frá OECD þar sem dæmi um mismunandi sam- vinnu em rakin. Það er ekki unnt að gefa ein- hverja ákveðna formúlu fyrir því hvemig á að stofna vel heppnuð fyrirtæki og græða á nýjungum. Það virðist þó að saman verði að fara nálægð við góðan háskóla á tæknisvið- inu, verkkunnátta, markaðsþekking, dirfska og áhættufé. Þekktustu dæmin sem nú jafn- vel em orðin klassísk em frá Silicon Valley kringum Stanford-háskólann á San Fran- siscosvæðinu og „Vegur 126“ nálægt Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston og Cambridge á Nýja Eng- landi í Bandaríkjunum. í Evrópu má einnig nefna Cambridge í Englandi, Kista nálægt Tækniháskólanum í Stokkhólmi, fyrirtæki í kringum Chalmers tækniháskóla í Gauta- borg, Uleáborg í Norður-Finnlandi. Að því er varðar samstarf milli háskóla og sveitarfé- laga em mér efst í huga vísindagarðar í Bret- landi og það samstarf milli háskóla og sveit- arfélaga sem nú er í gangi á Norðurlöndum og er þar einna nýjast Idéon í Lundi þar sem ýmis stórfyrirtæki hafa ákveðið að reisa byggingar og verja fé til rannsóknarstarf- semi. Rétt er að greina þetta frá því sem ég vildi nefna þróunarmiðstöðvar við háskólana sjálfan eins og SINTEF í þrándheimi sem er eins konar þróunarfyrirtæki í eigu háskóla, iðnaðarsamtaka og rikisins. Samanburður á Massachusetts og Svíþjóð Svo vili til að nýlega var gerður saman- burður á þróun hátækniiðnaðar í Massa- chusetts í Bandaríkjunum annars vegar og í Svíþjóð hins vegar. I því skyni að reyna að einangra þær forsendur sem stuðlað gætu að framfömm á þessu sviði ætla ég að fara um þetta nokkmm orðum Ástæðan fyrir því að Massachusetts var valið til samanburðar við Svíþjóð er sú að fólksfjöldi er svipaður. Áþekkur fjöldi starfsmanna er í tækniiðnaði, um 250 þús. Á báðum stöðum em laun til- tölulega há, menntastig hátt o.s.frv. I ljós kcm að erfitt var að finna einhverja tiltekna gerð fyrirtækis sem var líkleg til þess að verða ofan á eða undir. Þau atriði sem virtust mestu máli skipta vom víðfeðm stjómunar- þekking, þ.e. kunnátta bæði á markaðssvið- inu og tæknisviðinu, svo og aðgangur að áhættufé. Almenna reglan er sú að það em nýju fyrirtækin sem em í fararbroddi með nýja tækni og hugmyndir þótt stórfyrirtækin kaupi þau ósjaldan upp síðar. Það gæti að vísu brenglað tölumar að hugvitsmenn sem starfað hafa við stórfyrirtækin hverfi á braut og stofni sín eigin fyrirtæki. Bandarísku fyr- irtækin höfðu meira fé milli handanna í byrj- un og fjármagnsmarkaður er þar virkari en í Svíþjóð. Hins vegar gegndu stórfyrirtækin í Svíþjóð því hlutverki að útvega minni fyrir- tækjum fé með því að ráða þau sem undir verktaka. í Massachusetts þekktu allir alla en það kom mér á óvart að í Svíþjóð vissi einn ekki hvað annar var að gera á sama sviði. Nálægð við tækniháskóla skipti miklu máli báðum megin Atlantshafsins. Má í því sambandi nefna að af hverjum 10 nýjungum komu sex hugmyndir frá kaupendum, 3 frá háskólunum og 1 — 2 annars staðar frá. Háskóli Islands og Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg veitti Háskóla Islands gífurlegan styrk með hinni höfðinglegu gjöf háskólalóðar á 50 ára afmæli hans 1961. Það er þó fyrst nýlega að formlegt samstarf við Reykjavíkurborg hefur hafist með því að há- skólinn og Reykjavíkurborg hafa ráðið sér starfsmann sameiginlega til þess að vinna að eflingu hátækniiðnaðar á Reykjavíkursvæð- inu. Sömuleiðis var tekið tillit til þess við samninga háskólans, ríkisins og Reykjavík- urborgar um framtiðarafnot af Keldnaholt- inu að þar gætu risið stofnanir og fyrirtæki sem hefðu hag af nálægð við háskólann og rannsóknarstofnanir atvinnuveganna á Keldnaholti. Þróunarmiðstöð Háskóla íslands og fyrirtæki í tengslum við hana. I Háskóla Islands er nú verið að vinna að fjölda áhugaverðra þróunarhugmynda á sviði rafeindatækni, hugbúnaður og líftækni o.fl. sem geta leitt til framleiðslu á nýjum há- þróuðum iðnaðarvörum til sölu heima og er- lendis. Á fjölmörgum tæknisviðum eru ekki starfandi á Íslandi fyrirtæki sem geta not- fært sér og styrkt rannsóknarstarfsemi í landinu. Það er áhugavert að stuðla að stofn- un slíkra fyrirtækja svipað og gert hefur ver- ið erlendis. Einnig má geta þess að margir efnilegir íslendingar eru nú í framhaldsnámi erlendis og er mikilvægt að þeir nýtist vel þegar heim kemur að námi loknu. Auk þess hefur ekki farið fram hjá neinum að þriðji hver íslendingur hefur nú nám í Háskóla ís- lands og þann mannauð þarf að virkja ekki síður en fallvötnin, jarðhitann, sjávarafla og landbúnaðarvörur. Þjónusturannsóknir og tilraunir í háskól- anum eru orðnar það fjölþættar að nauðsyn- legt er að beina þeim í skipulegan farveg. Hin opna frjálsa rannsóknarstarfsemi við há- skóla hentar heldur ekki alltaf þegar komið er út í harða samkeppni þar sem vinna þarf hratt, með leynd og fyrir áhættufé. Einnig þarf að leysa ýmis flókin höfundarréttarmál jafnframt því sem virkja þarf einstaklings- framtakið í rannsóknum og framleiðslu. Eftir viðræður við menn innan og utan háskólans er ég um þessar mundir að vinna að stofnun þróunarmiðstöðvar eða þróunar- fyrirtækis Háskóla íslands. Markmiðið yrði að efla hagnýtingu rannsókna við háskólann, nýsköpun og vöruþróun á sviði hátækniiðn- aðar með því að auðvelda starfsmönnum háskólans að koma hugmyndum sínum í framkvæmd með bættri starfsaðstöðu og starfsliði með ráðgjöf á sviði markaðsmála og nægilegu áhættufé til að stunda mark- vissa og öfluga þróunarstarfsemi; að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og stuðla að eflingu háþróaðra iðngreina hér- lendis til að fjölga atvinnutækifærum fyrir háskólamenntaða menn og aðra þegna þjóðfélagsins; að efla möguleika á áhuga- verðum störfum við háskólann fyrir íslenska námsmenn þegar þeir koma aftur heim frá sérfræðinámi erlendis. Fyrirtækið heyrði undir háskólaráð en væri sameign háskól- ans, fyrirtækja og fjármálastofnana. Það starfaði á viðskiptalegum grundvelli eftir deildum og annaðist samninga við aðila inn- an og utan skólans. Það yrði því eins konar umsýsluaðili sem ekki framkvæmdi rann- sóknir sjálft nema þá að litlu leyti. Leiði þróunarstarfsemin til söluhæfra hugmynda 14 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.