Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 15
gæti það síður leitt til stofnunar fyrirtækja
samkvæmt almennri löggjöf þar sem eignar-
aðild gæti verið með ýmsum hætti þ.e.a.s.
gæti verið eign háskóla og fyrirtækja eða þá
einstakra háskólakennara í samvinnu við
ýmsa aðila eða jafnvel alfarið í eigu utan-
skólaaðila. Ég tel heppilegast m.k. á þessu
stigi að ríki og Reykjavíkurborg eigi ekki
beina aðild að þróunarmiðstöðinni. Hins veg-
ar hlýtur fé og aðstaða að koma frá þeim með
ýmsum hætti. Ég bind miklar vonir við sam-
starf af þessu tagi og trúi því að með því sé
unnt að flýta þróun hugmynda um mörg ár
sem út af fyrir sig er yfirleitt bráðnauðsyn-
legt í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á
flestum sviðum. Sömuleiðis bind ég miklar
vonir við að við getum haslað okkur völl á
sviði ýmiss konar hugbúnaðar. I slíkum til-
vikum skiptir afskekkt lega landsins ekki
miklu máli. Svo vill til að sala hugbúnaðar á
.alþjóðamarkaði vex nú um 40% á ári þegar
sala á hráefni stendur í stað eða jafnvel
dregst saman. Einnig treysti ég því að þær
aðgerðir sem gripið hefur verið til í efnahags-
málum og ráðgerðar eru til eflingar atvinnu-
lífs í landinu verði til styrktar samstarfi milli
háskóla og fyrirtækja. Á ég þar við hjöðnum
verðbólgu og hækkun raunvaxta sem leiðir
til meiri framboðs á sparifé og áhættufé svo
og þær breytingar á hlutafjárlöggjöf og lög-
um um viðskiptabanka sem væntanlegar
eru. Allar tilraunir koma ekki til með að tak-
ast — það væru þá ekki tilraunir. En höfum
við efni á að gera þær ekki?
Frétt frá menntamálaráðuneytinu
Styrkir til háskólanáms í Portúgal
Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau
bjóði fram í löndum sem aðild eiga að
Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í
Portúgal háskólaárið 1985—86. Ekki er
vitað fyrirfram, hvort einhver þessara
styrkja muni koma í hlut Islendinga. Styrkir
þessir eru eingöngu ætlaðir til framhalds-
náms í háskóla. — Umsóknareyðublöð fást í
sendiráði Portúgals í Ósló, utanáskrift:
Ambassade du Portugal, Josefines Gate 37,
Oslo — 2, Norge, og þangað ber að senda
umsóknir fyrir 1. júní n.k.
Menntamálaráðuneytið
16. febrúarl985.
Styrkir til háskólanáms í Frakklandi
Frönsk stjórnvöld bjóða fram tíu styrki
handa íslendingum til háskólanáms í Frakk-
landi á skólaárinu 1985—86. Um er að ræða
eftirtaldar námsgreinar: Stærðfræði og
raunvísindi, hagfræði, húsagerðarlist, tón-
list, leikhúsfræði, myndlist, kvikmyndagerð,
bókmenntir og málvísindi. Umsóknarfrestur
er til 28. mars n.k. Umsóknum um styrk til
náms í myndlist skulu fylgja myndir af verk-
um umsækjenda. — Umsóknum, ásamt
staðfestum afritum af prófskírteinum og
meðmaelum, skal skila til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. —
Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
26. febrúar 1985.
Um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty
Intemational Reserch Foundation.
J.E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum
býður fram styrki handa erlendum vísinda-
mönnum til rannsóknastarfa við vísinda-
stofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir
eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rann-
sókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina
(biomedical science). hver styrkur er veittur
til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu
1986-87.
Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu
þurfa umsækjendur að leggja fram rann-
sóknaáætlun í samráði við stofnun þá í
Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við.
Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir
Atli Dagbjartsson, læknir, barnadeild Land-
spítalans, (s. 29000.) — Umsóknir þurfa að
hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. júlí
n.k.
Menntamálaráðuneytið
27. febrúar 1985.
Kjördeildir
Kosið verður á kjördag á eftirfarandi stöðum:
1. kjördeild:
2.
3.
4.
5.
6.
Heimspekideild í Hliðarsal F.S.
Lyfjafræði, Læknisfræði 1. ár og
jarðfræðiskor í Hliðarsal F.S.
Félagsvísindadeild í Hugvísinda-
húsi.
2., 3. og 4. ár viðskiptafræði í
Hugvísindahúsi.
Viðskiptafræði 1. ár og guðfræði
í Aðalbyggingu.
Lagadeild í Lögbergi 3. hæð.
7.
8.
9.
10.
Verkfræði og raunvísindadeild
(— líffr. ogjarðfr.jí VRII.
Tannlæknadeild, hjúkrunar-
fræði og læknisfræði 3., 4., 5. og
6. ár í Hjúkrunarskóla Isl. 2.
hæð.
Sjúkraþjálfun í Vitastíg 8,
fundarherbergi.
Líffræðiskor og læknisfræði 2.
ár Grensásvegi 11.
Kjördeildir verða opnar frá kl. 9:00 til kl. 18:00 ákjördag.
Munið framboðsfundinn Miðvikudaginn 13. mars kl. 20 í Hátíðarsalnum.
Stúdentablaðið
15