Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 18
MEIRIHLUTINN
Þegar á móti blæs er mikilvægt að Stúdentaráð sé klettur í hagsmunabaráttu stúdenta.
Öflugt Stúdentaráð er líka forsena þess að nýir sigrar vinnist. til þess að þetta sé mögulegt er
mikilvægt að meirihluti Stúdentaráðs sé sterkur og samstíga.
Núverandi meirihluti er því miður hvorki
sterkur og samstíga. Það hefur aldrei gerst
s.l. ár að allir Stúdentaráðsmeðlimir meiri-
hlutans hafi staðið saman við atkvæða-
greiðslur í ráðinu (nema í málum sem allir
voru sammála um). Meirihlutinn klofnaði
i hverju einasta hagsmunamáli
stúdenta.
Það er nokkuð um góð fyrirheit í mál-
efnasamningi meirihlutans. En þrátt fyrir að
formaður Stúdentaráðs hafi sagt að hann
hafi ekkert að gera, þá hefur ekki verið haft
fyrir því að minnast á mörg mál, hvað þá að
vinna að þeim eins og lofað var. Dæmi um
slík mál eru: sáttadómur, sumarönn, náms-
kynning, Háskólaforlag og dagvistarmál.
í öðrum málum hafa efndirnar orðið þver-
öfugar á við það sem lofað var. Ritstjórinn
átti að vera hlutlaus, félagsstarfsemi stúd-
enta átti að hafa forgang að húsnæði Félags-
stofnunar. Þessi loforð hefur meirihlutinn
þverbrotið.
Alvarlegust eru þó lánamálin. Þar var lof-
að að standa vörð um réttindi stúdenta og
sérstaklega minnst á fyrsta árs nema í því
sambandi. Talað var um samstarfsnefnd
menntamálaráðuneytis og námsmanna. Við
skulum láta fyrsta árs nemum eftir að dæma
um efndirnar á þessum loforðum.
Stúdentar! Ef þið teljið hagsmunum ykkar
best borgið í höndum rótklofins og sundur-
virks meirihluta í Stúdentaráði, sem ekki hef-
ur dug til að minnast á loforð sín og því síður
afl til að framkvæma þau, þá c.u framboð
Vöku og umba það sem þú leitar að.
Ef þú kærir þig ekki um slíka stjóm en vilt
þess í stað samhent og baráttuglatt Stúd-
entaráð, þá er Félag vinstri manna eini kost-
urinn.
FRJÁLSHYGGJA VÖKU
Árið 1935 voru íslenskar hreyfingar nasista og kommúnista öflugur í H.í. Andstæðingar
þessara afla gerðu þá með sér félagsskap sem enn er við líði: Vöku félag lýðræðissinnaðra
stúdenta og var meginmarkmið selskapsins að berjast gegn öfgaöflunum. 50 árum síðar
geta flestir verið sammála um að frelsi og lýðræði stafi ekki hætti af þessum öflum a.m.k. hér á
landi. Það má því kalla kaldhæðni örlaganna að í dag blómstra öfgamar í Vöku, því félagi sem
var stofnað gegn öfgunum. Við höfum kosið að kalla þessa stefnu frjálshyggjufasisma, því
hún er bæði öfgakennd og mannfjandsamleg. Stefna, sem vill veg auðsins sem mestan, án
tillits til jöfnuðar, frelsis og lýðræðis, á ekkert erindi í S.H.Í:
Vaka vill gefa aðild að S.H.I. frjálsa og
skerða það fjármagn sem það hefur til að
standa vörð um hagsmuni stúdenta. Vaka
vill gefa áskrift að Stúdentablaðinu frjálsa og
veikja þannig málgagn stúdenta. Vaka fjár-
magnar hinsvegar húsnæðiskaup og starf-
semi sína með peningum frá fyrirtækjum hér
í borg, með peningum sem fyrirtækin hafa
rænt frá launþegum. Þetta kallar Vaka frelsi
en ófrelsi að stúdentar fjármagni sjálfir
starfsemi og baráttu.
Stúdentar, það verður að koma í veg fyrir
valdatöku frjálshyggjunar í Stúdentaráði.
Þið gerið það ekki með því að kjósa þá sem
færa Vökumönnum völdin. Eina leiðin til að
koma í veg fyrir að slíkt slys hendi er öflugt
Félag vinstri manna. Munið það í komandi
kosningum.
18
Stúdentablaðið