Stúdentablaðið - 01.03.1985, Page 20
Manngildissinnaðir stúdentar
1. KjartanJóns-
son Heimspeki-
deild
2. Ragnheiður
Sigurðardóttir
Verkfræði- og
raunv.deild
3. Sveinn
Baldursson
Tölvunarfræði
4. Jónalngibjörg
Jónsdóttir Hjúkr-
unarfræði
' ir ?
5. Sigurður Grét-
arsson Viðskipta-
fræði
l m .,Æm
6. Valdimar
Tryggvason
Félagsfræði
7. Sigurður
Bragason Félags-
fræði
Nýrlisti
Nú komum við fram með nýjan lista, lista
Manngildissinnaðra stúdenta sem, eins og
allir hinir, ætlar að breyta og bæta. Af hverju
að breyta? Er ekki allt gott og blessað eins og
það er? Við fæðumst, förum í skóla, í vinnu, á
eftirlaun og drepumst svo. Étum fleiri tonn,
látum frá okkur fleiri tonn. Er þetta ekki bara
ágætt eins og þetta er? Háskólinn er verk-
smiðja sem framleiðir apparöt fyrir kerfis-
maskínuna, stúdentar eru meira og minna
óvirkir og stúdentaráð situr fundi og sam-
þykkir ályktanir um eitthvað sem skiptir litlu
máli og gætu alveg eins verið að bródera eða
eitthvað annað sniðugt. Er þetta ekki bara
kósí og kammó, eigum við nokkuð að fara að
breyta, þá þurfum við að fara að hugsa sjálf-
stætt, kannski í fyrsta sinn síðan við byrjuð-
um í skóla? Er þetta ekki til allt of mikils
mælst? Spurningin er kannski um það hvort
við viljum haga okkur eins og manneskjur
eða ekki, því hvað er að vera maður? Er það
ekki að vera virkur og skapandi, stöðugt
endurmetandi og endurbætandi sitt
umhverfi. Tölva getur geymt upplýsingar og
látið þær frá sér við áreiti en það er það sem
flestir stúdentar virðast vera að gera enda
býður umhverfi þeirra ekki upp á mikið
meira. Við höfum hugmynd um að þetta gæti
verið allt öðruvísi og að það sé hægt að gera
eitthvað og því bjóðum við fram nýjan lista,
lista Manngildissinnaðra stúdenta.
Munuráokkur
og hinum
Grundvallarmismunur á manngildis-
sinnum og öðrum er að manngildissinnar
leggja til grundvallar að maðurinn og velferð
hans sé númer eitt en hinir miða við fjár-
magn og kerfisbreytingar. Þeir styðjast við
kenningar sem urðu til í öðrum þjóðfélags-
raunveruleika, í þjóðfélagi þar sem einokun
var algjör hvert sem litið var, á peningum og
valdi. Þar var litið á manninn sem fram-
leiðsluvél, tannhjól í apparati sem var hægt
að færa til og ráðskast með að vild og skóla-
kerfið var fyrst og fremst til þess að kenna
fólki aga og hlýðni. Á þessum tíma var mikil
virkni og barátta í kringum þessar kenn-
ingar og fylgdi þeim stórt stökk í þróunar-
sögu mannsins. þessar kenningar hafa í
tímans rás tapað því megininntaki að fjár-
magnið og kerfisbreytingamar eru fyrir
manninn og velferð hans en ekki takmark í
sjálfu sér. Við sjáum afleiðingamar út um
allt, menntakerfi sem er einskonar sambland
af grísku menntakerfi, dönsku embættis-
mannakerfi og iðnbyltingarfæribandafyrir-
komulagi (þrátt fyrir að iðnaðarþjóðfélag
hafi aldrei verið á íslandi). Hagvöxtur og
staða efnahagsmála er notað sem réttlæting
fyrir niðurskurði á fjármagni til heilsugæslu
og menntamála og mannréttindabrot eins og
afnám samningsréttarins er látið viðgangast.
Litið er á menntun sem fjárfestingu sem á að
skila sér í auknum hagvexti í stað þess að líta
á hana sem eitthvað sem tekur mið af ein-
staklingnum fyrst og fremst. Þetta kemur
í dag er öldin önnur. Þeir sem hafa mikla
menntun hafa hana á svo þröngu sviði að
þeim er ekkert betur treystandi til að taka
ákvarðanir, sem krefjast yfirsýnar, heldur en
þeim sem ekki hafa langa skólagöngu að
baki. Hér á landi er almenningur það vel upp-
lýstur að honum á að vera treystandi til að
taka ákvarðamir. Það á ekki að þurfa að hafa
vit fyrir mönnum. Auðvitað er ekki hægt að
ætlast til þess að allir skipti sér af öllu, því þá
gerðu menn lítið annað. En þegar ákvarðanir
þarf að taka um mál sem alla varða, þá er það
vanvirðing við almenning að láta einungis
nokkra fulltrúa ráða. Það þarf nýja hugsun í
þetta. Það þarf að vera hægt að komast að
því hvað fjöldinn vill á skjótan, hagkvæman
og ömggan hátt. Á íslandi er slíkt fyrir-
komulag ekki fyrir hendi. Við viljum sjá slíkt
skipulag komast á. Tilvalinn vettvangur til
að byrja á er einmitt háskólinn.
Við gætum notað tölvu(r) háskólans til
þess að safna saman upplýsingum frá
nemendum. Hún væri notuð sem atkvæða-
móttakari. Þannig væri hægt að telja
atkvæði á örskotsstund að loknum kjör-
fundi. Fyllsta öryggis væri gætt með lykil-
orðum sem hver nemandi hefði fyrir sig.
Hver nemandi gæti vitanlega aðeins kosið
síðast en ekki síst fram sem óhagkvæmt
gildismat sem leiðir til vanlíðunar og sjálfs-
flótta.
Starfsaðferðir okkar munu líka verða
öðmvísi þar sem við munum leggja mikla
áherslu á að virkja stúdenta til þess að vinna
að sínum hagsmunamálum í stað þess að
einangra okkur á stúdentaráðsfundum. Það
er í þágu lýðræðis að auka virknina og í raun
og vem er það eina leiðin til þess að koma því
á þar sem það að vera virkur er að hafa völd
og án virkni verður bara fulltrúaveldi áfram.
„Hægri“ og „vinstri" skilgreiningar em tíma-
skekkja og eins er með „umbætur" á því
gamla, það er eins og verið sé að endur-
bæta gufuvélina endalaust.
einu sinni um hvert mál. Nemendum væri
frjálst að fylgjast með tölvukeyrslunni
þannig að engin brögð væri í tafli við tölvu-
talninguna og að ekki væri hægt að komast
að því hvað hver hefði kosið.
Um hvað ætti svo að kjósa? Sjálfsagt er að
öll stærri mál séu lögð fyrir stúdenta. Einnig
væri hægt að leggja yfirlýsingar um ýmis
þjóðmál fyrir þá. Þannig væri t.d. hægt að
kanna afstöðu stúdenta til lánamála, fjár-
veitinga til háskólans, útvarpsreksturs, hús-
næðismála og kjaramála eða annarra mála
sem ofarlega væm á baugi hverju sinni.
Hugsa mætti sér fundi sem hver sem vildi
gæti boðað til, þar sem málefnin væm lögð
fyrir stúdenta svo að þeir gætu tekið afstöðu
til þeirra. Þannig væri það tryggt að skoðanir
annarra en stúdentaráðsmanna kæmust að
til atkvæðagreiðslu.
Hvers vegna hafa hinir listarnir ekki
framkvæmt hugmyndir í líkingu við þessa?
Skortir þá hugmyndaflug? Telja þeir slíkar
hugmyndir fáranlegar? Þora þeir því ekki af
ótta við pabba- og mömmuflokkana á
Alþingi? Eða vilja þeir kannski bara fá að
ráða áfram í friði. Því verða þeir sjálfir að
svara, en hitt er víst að við viljum, þomm og
getum.
Tækni íþágu lýðræðis
Hinir listamir vilja væntanlega allir láta kenna sig við lýðræði. Gallinn er bara sá að þeirra
lýðræði er það sem oft er kallað fulltrúalýðræði. Slíkt fyrirkomulag hentaði ágætlega þegar
þorri fólks var tiltölulega illa upplýstur miðað við þá fulltrúa sem þá fóm með völdin.
20
Stúdentablaðið