Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 23

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 23
Sjálfstæður Háskóli Aukin áhrif nemenda — Stúdentum verði fjölgað í Háskólaráði og deildarráðum svo að kennarar hafi ekki þá ein- okunaraðstöðu sem þeir hafa þar nú. — Nemendur fái að hafa meira að segja um nám sitt. Þeir ráði meiru um alla námstilhögun og einstakar námsgreinar. Lánamál — Allir nemendur hafi rétt til þess að fá lán úr lánasjóði, að fyrsta árs nemum meðtöldum. Þannig gildi sömu reglur um þá og aðra nemendur. Fjármál — í gegnum tíðina hefur skortur á fjármagni staðið há- skólanum fyrir þrifum. Mikið hefur verið rifist en minna framkvæmt til þess bæta þar út málum. Afstaða fólks í landinu og þá sérstaklega ráðamanna hlýtur að hafa sitt að segja um þessi mál og er um það fjallað hér á undan. Onnur hlið á málinu er pólitísk, þ.e.a.s. það er ekkert skrítið þótt háskólanum sé þröngt skorinn stakkur í fjár- veitingum þegar afborganir og vextir af erlendum skuldum eru stærri þáttur í útgjöldum ríkis- sjóðs en útgjöld vegna menningarmála, menntamála og kirkjumála samanlögð. Hags- munir stúdenta hljóta því að ná inn á landsmálapólitíkina og ættu þeir yfirleitt ekki að standa fyir utan hana heldur taka afstöðu og virkan þátt í henni. Ýmislegt — Mikilóánægjavirðistvera með pólitískar kosningar í 1. des. nefnd og leggjum við því til að skoðanakönnun verði gerð á meðal stúdenta um hvernig haga beri skipan í hana. — Við erum á móti fjölda- takmörkunum þar sem við lítum svo á að háskólanám sé eitthvað fyrir nemendur fyrst og fremst en ekki eitthvað sem framleiðir „apparöt" til þess að sinna þörfum kerfisins. Það er sið- laust að koma í veg fyrir að einhver, sem langar til þess að stunda ákveðið nám geti gert það, eingöngu vegna þess að þeir sem eru starfandi í við- komandi stétt vilja ekki aukið framboð í stéttinni sem gæti þýtt lægri tekjur eða vegna þess að „þarfir kerfisins" eru látnar ráða. — Það gefur ekki góðan vitnisburð að nemendur í æðstu menntastofnun landsins hafi gefist upp við rekstur eins mötuneytis og látið það í hendur utanaðkomandi aðila. Mötuneytið ætti skilyrðislaust að vera í þeirra umsjá. — Stúdentaráð taki ekki af- stöðu gagnvart þjóðmálum eða heimsmálum sem ekki tengjast þeim beint. Hlutvert stúdenta- ráðs ætti að vera að efla um- ræðu um þessi mál og halda almenna fundi um þau. Það væri þá fundurinn sem tæki afstöðu og gæfi út yfirlýsingu gagnvart viðkomandi máli. Aukin áhrif nemenda Stúdentablaðið 23

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.