Stúdentablaðið - 01.12.1987, Side 12
Tölvuvinna
Vel skermaðir loftlampar, sem er
ekki hafðir beint yfir vinnusvœðinu.
Vinnulampi með stillanlegu birtu-
magni. Ljósgeislar lampans beinast
frá skjá og starfsmanni en lýsa á
handritið.
Veggir eru hafðir í dempuðum lit.
Ljómi frá handriti, lyklaborði, skjá
og umhverfi á að vera svipaður, þ. e.
þessir hlutir þurfa að endurkasta
álíka mikilli birtu.
Skjánum er komið fyrir þannig að
dagsbirtan komi frá hlið og á þann
hátt er komist hjá óþœgilegu endur-
kasti.
1. Hæð augna.
2. Hæð lyklaborðs frá gólfl.
3. Hæð tölvuskjás frá gólfi (frá
miðju skjás).
4. Hæð handrits frá gólfl (frá
miðju handrits).
5. Fjarlægð augna frá lyklaborði.
6. Fjarlægð augna frá handriti.
7. Fjarlægð augna frá tölvuskjá.
Niðurstöður þessara mælinga
þarf að hafa til hliðsjónar þegar
sjónprófið er gert.
Áður en mælingar er gerðar er
mikilvægt að borð og stóll séu rétt
stillt. Tölvuskjár, lyklaborð og
handrit þurfa aö vera í þægilegri
stöðu og helst í svipaðri íjarlægð
frá notanda.
Gleraugu
Mjög æskilegt er að velja gler-
augu, sem hafa verið meöhöndluö
sérstaklega til að draga úr endur-
kasti. Tvískipt eða fjölskipt gler-
augu, sem ætluð eru til daglegra
nota, henta að Jafnaði ekki þegar
unnlð er við tölvuskjái. Þau eru
ekki gerð fyrir þær fjarlægðir sem
vlnna við tölvu krefst. Hægt er að
nota tvískipt gleraugu sem eru
sérstaklega gerð fyrir þær
íjarlægðir sem skjávinnan krefst.
Stúdentar sem nota linsur, þurfa
í mörgum tilvikum einnig að nota
hlálpargleraugu.
Lýsing
Kröfur um lýsingu við vinnu vlð
tölvuskjái er mjög frábrugönar
þeim kröfum sem gerðar eru við
venjulegan lestur eða skriftir.
Tölvuskjárinn er dökkur og
auðveldast að lesa af honum þegar
almenn lýsing herbergisins er
dempruð. En um leið er þörf fyrir
góöa lýsingu á handrit og
lyklaborö. Andstæðurnar milli
dökks skjás og bjarts umhverfls
s.s. handrits og borð, veggja og
gólfs geta verið truflandi og valdið
glýju. Augað þarf þá í sífellu að
aðlagast mismunandi ljóma hluta
í umhverfinu. Þetta gerist með því
að vöðvar augans stækka eöa
minnka ljósopið eftir því sm við á,
og getur valdið augnþreytu. Birta
frá gluggum og ljósgjöfum getur
speglast í tölvuskjánum og truflaö
aflestur af skjánum. Ef stúdent,
sem vinnur við skjá, klæðist hvít-
um eða mjög ljósum fötum getur
það valdið speglun í skjánum.
Hvemig ber að hafa lýsinguna?
Birta við venjulegar skriftir og
lestur á að vera a.m.k. 500 lux
(mælieining notuð um birtumagn
sem fellur á ákveðinn flöt). Við
tölvuskjái, sem eru oft eða stöðugt
í notkun, er hins vega ráðlegt að
birta sé 300-500 lux. Æskilegt er
að hægt sé að stilla almenna
lýsingu, svo að hægt sé að auka
hana þegar önnur vinna fer fram.
Hægt er aö minnka lýsingu með
því að draga fyrir glugga og fækka
loftlömpum í grennd vlð tölvuna.
(Við almenna lýsingu á að nota
lampa sem auðvelt er að skerma
af.) Ákjósanlegasta staðsetning
tölvuskjásins er þannig aö dags-
birtan komi frá hlið - ekki framan
frá eða aftan frá. Ef skjárlnn er
nálægt glugga er nauðsynlegt að
draga úr áhrifum birtu með
gluggatjöldum. Ljómi frá handriti,
lyklaborði og skjá á að vera
svipaður þ.e. þessir hlutir eiga að
12
Stúdentablaðiö