Stúdentablaðið - 01.12.1987, Síða 13
Tölvuvinna
endurkasta álíka mikilli birtu.
Forðist hvíta eða mjög ljósa veggi
og gólf. Forðist að klæöast hvítum
eða mjög ljósum fatnaði. Lampar
með ristum sem takmarka dreif-
ingu birtunnar, valda síður
glampa. Þar sem almenn birta má
ekki vera sterk, er notuð sérlýsing
á handrit og lyklaborð. Tölvuskjár-
inn á að vera þar sem ljósgjaflnn
speglast ekki í honum. Gangið úr
skugga um að ljósið hafi rétt að-
fallshom með því að koma litlum
spegli fyrir á handriti og lykla-
borði. Ljósgjaflnn má ekki sjást í
speglinum.
Vinnustellingar
Ástæður fyrir verkjum í vöövum
og liðum, höfuðverk og þreytu er
oft að rekja til rangra og einhæfra
vinnustellinga. Samfelld vinna viö
tölvuskjá í margar klukkustundir
er frá vinnutæknilegu sjónarmiði
óæskileg vegna einhæfrar líkams-
beitingar. Tækjabúnaður og
húsgögn sem notuð eru, s.s. skjár,
lyklaborð, textagrind, stóll, borð o.
fl. eru oft óstillanleg eða hafa mjög
takmarkaða stillimöguleika. Þetta
skapar einkum vandamál þar sem
mishátt fólk þurfa að nota sömu
tölvurnar. Algengt er að
tækjabúnaður og húsgögn séu
ekki rétt stillt.
Hvemig má bæta aðstöðuna?
Æskilegt er að tölvuskjár og
lyklaborð séu aðskilin, svo að hægt
sé að stilla þau hvort um sig. Ef svo
er ekki, er ráðlegt aö hvíla sig vel á
miili. Æskilegt er að hægt sé að
stilla hæð skjásins, snúa honum
og halla. Einnig þarf aö vera hægt
aö færa hann að og frá sér til að
fjarlægð frá augum verði rétt. Ef
skjárinn hefur góðan stilliútbúnað
er hægt að hafa bæði skjá og
lyklaborð á sama borði. Þá er hægt
að flytja tældn til að vild, en það
eykur möguleika á að skipta um
vtnnustellingar. Þá er einnig hægt
að hagræða tækjunum eftir því í
hveiju verkefnin felast. Ef mikið er
unnið við skjáinn em skjár og
lyklaborð höfð beint fyrir framan
notandann. Ef skjárinn er hins
vegar lítið notaður getur verið
æskilegt að hafa hann til hliðar.
Hæð lyklaborðsins ætti ekki að
vera meiri en 2 cm mælt við aöra
lyklaröð og æskilegt að halli þess
sé um 5°. Röng hæð lyklaborös
getur valdið óþarfa álagi á herðar,
handleggi og úlnliöi.
Ef tölur em mikill hluti þess sem
er skrifaö, er æskilegt að tölu-
lyklamir séu í sérstöku lykaborði
sem hægt er að hafa bæði hægra og
vinstra megin við aðallyklaborðið.
Notið stillanlega textagrind fyrir
handrit. Oft er þægilegt að stað-
setja grindina svipað og skjáinn;
þá þurfa augun ekki að laga sig að
mismunandi Qarlægð við lestur af
handriti og skjá, og halli hðfuðs er
sá sami og þegar horft er á skjáinn
(ca. 20°). Hvort textagrindin er höfð
hægra eða vinstra megin við skjá-
inn eöa fyrir miðju skjás og lykla-
Forðisl snúning á hrygg. Vinslri
h.andleggur verður fyrir ofálagi.
Vinnuhœð of mikil. Axlir
dregnar upp.
Vinnuhœð of lág. Preytandi
fyrir háls- og bakvöðva. Hœð
stólsetu of mikil, þrýstingur
myndast undir lcerum.
Stúdentablaöiö
13