Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 2

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 2
2 F R E T T I R Samningur við HI tryggir SHI hlutdeild í innritunargjöldum Vökumenngengu út af stúdentcirádsfundi ojj íhugubu um tíma að sejfja sijj úr Stúdentardbi í mótnulaskyni Stúdentaráð hefur náð samkomulagi við háskólayfir- völd um að ráðið fái hlutdeild af innritunargjöldum. Háskólaráð sam- þykkti nýverið aö setja í lög HI heimildarákvæði um að Háskólanum sé heimilt að ráðstafa allt að 3.000 kr. til Félagsstofnunar stúdenta, sbr. lög um stofnunina, og allt að 2.500 kr. til Stúdentaráðs Háskóla Islands, sam- kvæmt samningi þar um á milli Háskólans og SHI. Háskólaráð og Stúdentaráð hafa fallist á drög að slíkum samningi. Forsaga þess að gcngið var til samninga við Háskólann er sú að umboðsmaður Alþingis taldi laga- heimild skorta að hluti innritunar- gjalda sem Háskólinn innheimti rynnu til SHI. Meirihluti Röskvu lítur svo á að umboðsmaöur hafi bent á formgalla í lögunum. Því væri eðlilegt og réttmætt að fella heimildarákvæði í lög HI þar sem löng hefb væri fyrir því að Stúdentaráð fengi hluta innritunar- gjalda. Guðmundur Steingrímsson formaður SHI sagði nýverið á fúndi Politicu, félags stjórnmálafræðinema, að ef einhver starfsemi ættí tílkall tíl aó fá fjármuni væri það starf sem héldi við réttindum stúdenta og jafnaði aðstöðu þeirra sem borga innritunargjöld. Hann taldi Stúd- entaráð ekki vera valkost fyrir stúd- enta; starf scm ráðið inntí af hendi væri bráðnauðsynlegt. Stúdentaráð væri aftur á mótí leið tíl að hafa áhrif, fulltrúasamkoma 30 lýðræðislega kjörinna stúdenta. Hann benti á að í samningnum væri staðfestur kosn- ingaréttur og kjörgcngi stúdenta en í því fælist hið sanna frelsi tíl að velja. 'jf | Guðmundur Gisli Marteinn Steingrimsson Baldursson Á hverju ári hefðu allir stúdentar rétt á að kjósa í og um Stúdentaráð. Val um hvort borga cigi eða ekki væri ósamrýmanlegt hlutverki Stúdenta- ráðs. Væri slíkt fýrirkomulag fyrir hendi væri í skólanum hópur fólks sem ekki hefði rétt tíl að kjósa og heföi þar af leiðandi engin réttindi. Minnihlutí Vöku í Stúdentaráði lítur aftur á móti svo á aö álit umboðsmanns staðfestí hugmyndir félagsins um félagafrelsi og leiði í ljós að stúdentar séu þvingaðir til aðildar. Vökumenn segja cngar lagalegar forsendur fyrir því að skylda stúdenta tíl að greiða félagsgjald. Þcir telja óumdeilt að Stúdentaráð sé félag en ekki stjórnsýslustofnun og það hafi ráðið verið í 75 ár. Það sé í engu frábrugðið öðrum félögum. Gísli Marteinn Baldursson oddviti Vöku bentí að Félagsstofnun stúdenta væri dæmigerð stofnun sem stofnuð væri með lögum og hcföi stjórnsýslulcgt hlutverk og lögbundinn tilgang. Af þeim sökum sé cðlilegt að stúdentar grciði tíl FS. Gísli Marteinn sagði á sama fúndi að óforsvaranlegt væri að SHÍ fengi meginhluta tekna sinna frá HI líkt og staðfest væri í dröpum að samningi milli skólans og SHI. Hann taldi hagsmuni Háskólans og Stúd- entaráös geta skarast og staða SHI væri því veikari eftír en áður. Vöku- mcnn fúllyrða aö SHI verði betra ef stúdentar fái að skrá sig í það af fúsum og frjálsum vilja, ráðið yrði einnig fjárhagslega sterkara ef það væri ckki áskrifandi að fjármagni frá Háskólanum. Vökumenn gagnrýndu samninginn harðlega á stúdenta- ráðsfúndi 14. september sl. og gengu út af fúndi í mótmælaskyni. Um tíma íhuguðu Vökumenn að segja sig úr ráðinu en hafa nú afráðið að halda áfram störfúm í Stúdentaráði. er vdvakandi yfir hajjsrnunuM stúdenta á breiðum jjrundvelli, elskar þjóðina eins ojj sjálft sijj ojj veit að allt má beturfara. Það er þess vejjna sem Stúdentablaðið... ... mælir með lottóvinningi. Til þess að eiga möguleika á að vera lánshæfúr hjá Húsnæðisstofnun og þurfta ekki að daga uppi í foreldrahúsum. ... mælir með sjúkravottorði fyrir bakmeióslum. I>að er aldrei að vita hvenær þú verður kallaður/kölluð í herinn. ... leggur til lækkað bjórverð. íslendingar eru athlægi siðmenntaðra þjóða fyrir að bjóða fólki bjór á að minnsta kosti 7 sinnum hærra verði en í nágrannalöndunum. I’að kostar ekki sjö sinnum meira að flytja og dreifa bjór á íslandi en í Færeyjum. Bjórskatturinn leggst þyngst á stúdenta af augljósum ástæðum. Að láta venjulegt fólk bíða í 20 mínútna röð í sovéskum stíl tíl að kaupa nokkra bjóra til heimabrúks ber ennfremur vitni um ákaflega lélegt skopskyn stjórnvalda. ... biður um fleiri sólardaga. Þessir fjórir sem við fengum í sumar nægðu varla til þess að ylja mönnum í kroppnum fyrir veturinn sem er að ganga í garð. Lausn í lagadeild Lajjanemar höfðu erindi sem erfiði. Tillajja deildarforseta um breytinjju á ákv&ði rejjlujjerðar um prófkröfur í deildinni var samþykkt á deildarfundi. Deildarfúndur lagadeildar hefúr samþykkt að leggja tíl við Háskólaráð og mennta- málaráðhcrra að ákvæði rcglugerðar um prófkröfúr í deildinni verði breytt og koma þannig að hluta til móts við kröfúr laganema. Forsetí lagadeildar, I’orgeir Örlygsson, sagði í spjalli við Stúdentablaðiö að ákveðið hefði verið að ræða allar mögulegar leiðir tíl endurskoðunar á rcglugerð um nám og prófkröfúr í deildinni á deildarfúndi. I’að hefði meðal annars verið gert í ljósi endurtekinna kvartana ncmenda og ábendinga þeirra um hvernig sníða mcgi van- kanta af reglugerðinni. í núverandi reglugerð eru gerðar þær kröfúr að nemendur standist öll próf með einkunnina 6,0. Nái laganemi ekki þeirri lágmarkseinkunn í tvígang í sömu grein þarf hann að hefja nám að nýju í deildinni, en heldur prófúm í greinum þar sem hann hefúr náð 7,0 eða hærra. Þctta gat haft þær afleiðingar fýrir eldri nema sem fallið haföi tvívegið í einni grein, en náð öllum prófúm fram að því og komist milli ára, að hann héldi cngum einkunnum öðrum en úr almennri lögfræði en þar er lágmarkseinkunn cinmitt 7,0. Ef fýrirhuguö breyting á reglugerð nær fram að ganga þurfa nemendur eftír scm áður að standast öll próf mcð 6,0. Falli menn tvisvar í sömu grein halda laganemar aftur á mótí öllum einkunnum í greinum þar sem þeir hafa náð lágmarkseinkunninni 6,0. Það þýðir m.ö.o. að falli laga- nemi tvisvar í einni grein heldur hann einkunnum í öllum greinum sem hann hefur þegar staðist próf í. Þannig þarf stúdent ekki að byrja frá grunni eins og hætta var á samkvæmt eldri ákvæðum reglugerðarinnar, heldur þarf hann eingöngu að taka upp eitt ár. Jafnframt var samþykkt á fúndinum að mæla með nýju bráða- birgðaákvæði um að nýju reglurnar gildi afturvirkt fýrirstúdenta. Aðalbyggingin færð í upprunalegt horf Kostnaður vejjna framkvœmdanna áœtlaður 50 milljónir króna Eins og háskólanemar hafa tekið eftír hefúr aðalbygging skólans legið undir fagurgrænum feldi síðan í sumar. Hér er þó hvorki á ferðinni búlgarski listamaðurinn Christo né nýja yfirstærðalínan frá Filippíu heldur vösk svcit manna sem vinna að því að taka Háskólann utanskóla. Hér er um að ræða miklar endurbætur á húsinu sem hefúr nær ekkert verið haldið við að utan frá upphafi. Skipt verður um alla múrhúö hússins og gert við steypu og sprungur. Mjög er vandað tíl v'erksins. Brynjólfur Sigurðsson er formaður byggingancfndar Háskól- ans: „Markmiðið er að gera bygginguna eins og hún var þegar hún var byggð fýrir 55 árum.“ Brynjólfúr segir að við endurbæturnar hafi verið lcitast við að nota þau efni sem notuð voru í bygginguna á þeim tíma, og lagt hafi vcrið í talsverða vinnu tíl að hafa upp á upprunalegu námunum. „Erfiðast var að finna silfúrbergið en búið var að friða námurnar sem það var tekið úr á sínum tíma. Það tókst að hafa upp á því á öðrum stöðum. Einnig þurftí leyfi Náttúruverndarráðs tíl að fá hrafntínnu í Hrafntinnuskeri en öll námavinnsla var gerð með Ieyfi ráðsins. Flísar utan á húsinu þurfti að endurnýja og upphaflega var reynt að mala þær gömlu og endursteypa en í veðrunarprófúm kom í Ijós að þær veðruðust verr en þær sem steyptar voru úr nýju efni. Við ákvaðum þá eftir að við fundum viðbótarsilfúrberg að steypa þær upp á nýtt.” Samið var við verktaka um að hávaðasamri vinnu ætti að vera lokiö þcgar kennsla hæfist. Framhald verður á verkinu næsta sumar en þá verður skipt um glugga. Búist er við að verkinu ljúki í lok október. Áætlað er að kostnaður vegna viðhaldsfram- kvæmdanna nemi 50 milljónum kr.. ... vill að stúdentum verði leyft að taka með sér nesti til þess að borða í Bókhlöðunni. ... minnir á að Háskólinn er í KR. KÖKUFRETTIN HVAR ERU ÞEIR? 1. Norðurlönd 804 (41,3%) 2. Bretlandseyjar 174 (8,9%) 3. Meginl. Evrópu 407 (20,9%) 4. N-Ameríka 553 (28,4%) 5. Önnur lönd 9 (0,5%) Alls 1947 VINSÆLUSTU LÖNDIN 1. Bandaríkin 517(26,6%) 2. Danmörk 486 (25,0%) 3. Þýskaland 196(10,1%) 4. Svíþjóð 161(8,3%) 5. Noregur 143(7,3%) 6. England 129(6,6%) 7. Önnurlönd 315(16,1%) Alls 1947 Islenskir náms- menn á faraldsfæti Tæplega 2000 íslenskir nómsmenn munu stunda nóm sitt við erlenda hóskóla samkvæmt upplýsingum Lónasjóðs íslenskra nómsmanna í vetur. Jafnvel þótt einn og einn sé frumlegur og Eiafi ókveðið að nema fræði sín ó Norður-lrlandi, í Suður- Afriku, Taiwan eða Egyptalandi lóta flestir sér nægja að heimsækja granna okkar ó Norðurlöndum, í Bandaríkjunum eða Þýskalandi. Eins og sést ó meðfylgjandi kökuritum fara langflestir til Norðurlanda í nóm, eða 804 af þeim 1947 nómsmönnum sem leggja land undir fót. Af einstökum ríkjum fara flestir til Bandarikjanna, 517, en Danmörk litla dregur þó til sin 486 landsmenn. Nokkru færri fara til Þýskalands, 196, og Svíþjóðar, 161. Athygli vekur að aðeins 55 eru i nómi i Frakklandi en óstæða er að geta þess að hér eru eingöngu þeir taldir sem taka nómslón. Þær tölur eru þó yfirleitt taldar marktækar, enda treysta fóir sér til að stunda nóm við erlenda hóskóla ón lóntöku.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.