Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 4

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 4
4 F R E T T I R STUTTFRÉTTIR FARGJALDAHÆKKUNUM MÓTMÆLT Ófáir stúdentar ferðast til og ífá Háskólanum í strætisvögnum. Nýsamþykktar fargjaldahækkanir Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna sf. hafa þannig óhjákvæmilega mikil áhrif á pyngju stúdenta. Margir nota eflaust græna kortiö en almennt verð eins korts hækkar um fimm hundruð krónur, eða 17%, ffá og með næstu mánaðamótum. A fundi hagsmunanefndar Stúdentaráðs var ákvörðun borgarstjórnar að samþykkja fargjaldahækkun hörmuö. Nefndin skorar á stjórn SVR og borgarstjórn að endurskoða ákvörðun sína og leita annarra leiða til að bæta bágan fjárhag. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson formaöur nefndarinnar segir ákvörðun borgarstjórnar pólitíska enda sé það á valdi hennar að leggja fé til SVR. I ofanálag komi hækkanir verst niður á þeim sem síst mega sín. Vilhjálmur sagði í spjalli við Stúdentablaðið að verið sé að skoða þann möguleika í samvinnu viö stjórn SVR að bjóða upp á sérstök stúdentakort í strætisvagna í borginni en þannig verði komið til móts við stóran hlut háskólastúdenta sem treysta þarf á þjónustu SVR. LÖGÐU NiÐUR VINNU Margur stúdentinn kom að læstum dyrum á skrifstofú Nemendaskrár á auglýstum opnunartíma eftir hádegi 14. september síðasdiðinn. Astæðan mun vera sú að starfsmenn Nemendaskrár eru flestir félagar í BSRB, einu aöildarfélaga ASI, og tóku því áskorun miðstjórnar ASI að leggja niður vinnu þennan dag í því skyni að mótmæla því „siðleysi" að laun æðstu embættismanna landsins skyldu hækkuð samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Hafa starfsmenn skrifstofúnnar eflaust verið fegnir aö „fá frí“ þennan eftirmiðdag frá álaginu og hauststressinu sem fylgir upphafi háskólaársins á Nemendaskrá. HORFINN HORNSTEINN Margir muna eflaust eftir forláta gabbróklumpi sem námsmannahreyfingarnar á Islandi komu fyrir á Austurvelli 8. mars síðastíiðinn í því skyni að vekja alþingismenn og aðra menn til umhugsunar um menntamál. Tilefnið var átak sem bar yfirskriftina „Eg kýs um menntamál“ og hafbi það markmiö að efla umræðu menntamál fyrir Alþingiskosningar mánuði síðar. Gabbrósteinninn hafbi táknræna þýðingu sem hornsteinn menntunar. Honum var komið fyrir steinsnar frá Alþingishúsinu í aimenningsgarði. Fjölmiðlar veittu lagningu hornsteinsins mikla athygli en sömu fjölmiðlar hafa enn ekki gert sér grein fyrir því að hornsteinninn er horfinn, námsmönnum til mikillar hrellingar. „Þetta er táknrænt fyrir íslenska menntastefnu," sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Stúdentaráðs, þegar Stúdentablaðið bar fréttir af hvarfi steinsins undir hann. MÓTTÖKUKERFI FYRIR ERLENDA STÚDENTA I flestum erlendum háskólum þykir þaö sjálfsagt mál að vel sé tekið á móti erlendum námsmönnum, ekki síst þeim sem fara sem skiptinemar á vegum Erasmus- og Nordplus-stúdentaskiptakerfanna. Háskólayfirvöld hér á landi hafa nú í fyrsta sinn skipulagt í samvinnu við Stúdentaráð og nemendafélög í Háskóianum _ - móttökukerfi fyrir þá 60 erlendu ■ ■ námsmenn sem hingað koma sem ■ ■ skiptinemar. í því felst aö fúndnir ________---l eru aðstoðarmenn meðal íslenskra C ^ýurvlvat Kit for I nema sem reyna sem best þeir geta í Foretfln students ^ 1 að verða hinum erlendu félögum ------------- ■ ■ sínum að liði. Víst er að údendingar ■ I þurfa góða aöstoð til að læra á ■ 1 strætisvagnakerfið og finna verslanir, ■ 1 banka og ríkið. Aðstoðarmenn yrðu ■ I einnig innan handar ef slys bæri aö W ■ I höndum. Fessu til viðbótar gaf ^___________________—■-* utanríkisnefnd Stúdentaráðs út bækling handa erlendu stúdentum sem bar viðeigandi nafn: „Survival kit for foreign students.“ Af því er Stúdentablaðið kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem slíkur bæklingur er gefinn út. ALDREI FLEIRI FENGIÐ VINNU HJÁ ATVINNUMIÐLUN Fleirí námsmenn fengu atvdnnu hjá Atvinnumiðlun námsmanna en nokkru sinni áður í 18 ára sögu miðlunarinnar. í sumar tókst að útvega 521 námsmanni vinnu hjá 493 atvinnurekendum. Að sögn Sigurðar Eyjólfssonar framkvæmdastjóra Atvinnumiðlunar, voru „aðeins“ 24 án atvinnu þegar hún hætti störfum í lok sumars, miðað við á annað hundraö í fyrrasumar. Skráningar voru jaíhframt fleiri en nokkru sinni fyrr en alls skráðu 1374 námsmenn sig hjá Atvinnumiðlun. I fyrra voru tæplega 1100 manns á skrá. S&nski karlafrœdingurinn Göran Wimmerström: Karlmenn upptelcnir af ímyndinni Karlmaður yfirgefúr konu af því að hann hefúr fúndið aðra konu, kona yfirgefúr karlmann af því að hún hefur fúndið sjálfa sig,“ sagði sænski skósmiðurinn og karlaráðgjafinn, Göran Wimmerström, á fúndi um karlmennsku sem Stúdentaráð boðaði til með háskólastúdentum á dögunum. Göran sem var hér á landi í boði karlanefndar Jafn- réttisráös ræddi vítt og breitt um ímynd karlmanna, áhyggjur þeirra og tilfinningalíf. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að karlar gerðu yfirleitt allt fyrir konur af því að þeir vilji einfaldlega ekki hætta á að missa konuna í lífi sínu. Hann taldi að karlar væru mjög uppteknir af ímynd sinni og oft á tíðum óöruggir með sig. Þá taldi Göran karlmenn vera mjög Ieitandi um hvert hlutverk sitt eigi að vera í ljósi breyttra hugmynda um jafnrétti kynjanna. Þeir gerðu sér t.d. ekki fyllilega grein fyrir því á hvern hátt Skriffinnska og sú staðreynd að háskólaárið byrjar ekki fyrr en í nóvember á Italíu hafa líklega valdið því að engin ítölskukennsla fer fram í Háskóia íslands fyrir áramót. Sigurður Pétursson skorarformaður skorar rómanskra og slavneskra mála segir að ítölsk stjórnvöld hafi enn ekki tilnefnt nýjan sendikennara í stað Donatellu Baldini sem lét af störfúm um síðustu mánaðamót. „Fað er afskaplega bagalegt að geta ekki boðið upp á nám í ítölsku,“ sagði Sigurður. „Málið er aftur á móti ekki alfarið í okkur höndum þar sem ítalska ríkið íjármagnar að fullu ítölskukennsluna. Við bindum vonir okkar við að nýr sendikennari verði tilnefndur innan skamms þannig að hægt verði að bjóða upp á ítölsku á síðara misseri háskólaársins.” Sigurur bendir á að Háskóli íslands var rekinn með rúmlega 30 milljón króna halla árið 1994 að því er fram kemur í nýútkominni ársskýrslu Háskólans. Háskólinn hafbi ab samanlögðum fjárveit- ingum ríkisins, framlagi Happ- drætti Háskóla Islands og öðrum sértekjum til ráðstöfúnar 2.448 milljónir króna en útgjöld námu 2.478 milljónum króna. I skýrsl- unni segir að rekstur skólans hafi einkennst af því að fjárveitingar til kennslu voru óbreyttar en nemend- um hélt eftir sem áður að fjölga. „Afleiðingin varð sú að þrátt fyrir aðhald varð kostnaður við kennslu verulega meiri en sem nam fjárveitingum,“ segir í skýrslunni. FÉLAGSVÍSINDADEILD EYÐIR MESTU Alls fór bókfærður kostnaður við kennsludeildir 37 milljónum fram úr fjárveitingum þrátt fyrir veru- legan niðurskurð á kennslu. Aðeins námsbraut í hjúkrunarfræði og tannlæknadeild voru réttum megin við núllið en aðrar deildir og námsbrautir fóru nokkuð fram úr þeir eigi að vera virkari í fjölskyldustörfúnum. I þessu efni hefbu orðið kynslóðaskipti og margir feður skildu hreinlega ekki hvað synir þeirra væru að vesenast í uppþvotti og hreingerningum.Af ein ástæða biðar eftir nýjum manni gæti verið sú að háskólaárið á Ítalíu hefjist ekki fyrr en í nóvember. Guðbrandur Benediktsson er einn þeirra sem hugðust nema ítölsku í vetur. „Það er alveg fráleitt að ekki sé boðið upp á ítölsku í vetur, jafnvel þótt ítalskir embættismenn hafi ekki komið sér til þess að ráða nýjan sendikennara,“ sagði hann. Flestar deildir framúr Ncmendum fjölgar - fjárveitingar óbreyttar samsetningu fundargesta mátti ráða að íslenskir karlmenn væru með ímynd sína á hreinu, mjög fáir strákar töldu sig þurfa að hlusta á hugleiðingar Svíans um karl- mennsku. „Fetta raskar námsáætlun minni verulega. Ég byrjaði í ítölsku í fyrra og hugðist taka greinina til 30 ein. á móti 60 ein. í sagnfræði. Mér finnst að Háskólinn sé ábyrgur gagnvart þeim sem þegar hafa hafið nám í greininni og ættu samkvæmt því að halda uppi fyrirhuguðum námskeiðum á haustmisseri.” fjárveitingum. Fannig varð halli félagsvísindadeildar 11,2 milljónir kr., heimspekideildar 8,9 milljónir kr., raunvísindadeildar 6,7 milljónir kr., viðskipta- og hagfræðideildar 5 milljónir kr. og verkfræðideildar 3,6 milljónir kr. Einnig varð hlutfallslega umtalsverður halli á rekstri guðfræði- og lagadeildar en þar eru fjárveitingar tiltölulegar lágar. Að mati skýrsluhöfúnda má skýra mikinn halla með fjölgun og aukinni virkni nemenda í einstök- urn greinum, einkum í félags- vísinda-, heimspeki- og laga- deildum. FRAMLAG HAPP- DRÆTTISINS JÓKST Árið 1994 brá svo við að framlag Happdrættis Háskóla Islands til viðhalds, bygginga og framkvæmda jókst á ný úr 188 milljónum kr. árið 1993 í 280 milljónir króna. Skýr- ingin er rakin til Gullnámunnar en þetta ár var fyrsta heila starfsár námunnar. Féð var einkurn nýtt til að innrétta kennsluhúsnæði í Haga og gera við Arnagarð. Engin ítalska fyrir áramót Beðið efUr ctð Italir tilnefni nýjcm sendikennara

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.