Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 10

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 10
10 HÁSKÓLINN VALGEIR VALDIMARSSON SKRIFAR / Imýrinni suðaustan við Norræna húsið á að reisa byggingu sem fengið hefur vinnuheitið Náttúrufræðahús. Hún mun bæta úr lélegum húsakosti náttúrufræðagreinanna, og koma þeim öllum undir eitt þak, en hingað til hafa þessar greinar verið dreifbar um háskólasvæðið nema lífffæðin sem hefúr verið í leiguhúsnæði við Grensásveg. Húsið mun verða um 7.600 fer- metrar, og er það talið nægjanlegt fyrir þá starfsemi sem í því verður. Reiknað er með að húsið beri nokkra stækkun deildanna frá því sem nú er. Aætlaður byggingar- kostnaður hússins er milli 700-800 milljónir króna. Arkitekt hússins, dr. Maggi Jónsson, var valinn af Háskólaráöi 1982 en hann hefúr áður teiknað Odda (1979) fyrir Háskólann, og gert skipulag fyrir svæðið austan Suðurgötu (1989). Hann hefúr einnig teiknað margar af skóla- byggingar um allt land. Frá 1973 hefúr Maggi starfað fyrir háskól- ann, fyrst sem ffamkvæmdastjóri byggingarmála, og ffá 1979 sem ráðgjafi rektors um húsnæðismál. Stúdentablaðið hitti hann á teikni- stofú hans á AsvaUagötu og skoðaði teikningar og líkön af húsinu. Fmmkvœmdiv viö Náttúrufrœðahús hefjast í haust Þeir fyrstu geta flutt inn 1998 Einfalt í formum inum og Skipulag Náttúrufræða- hússins einkennist af skipt- ingu þess í lokað og opið rými. þegar komið er inn í húsið aö norðvestan blasir viö á vinstri hönd þriggja hæða hár hallandi gler- veggur - sá stærstí á land- inu. Undir glerinu er opið samgöngurými, n.k. al- menningur, sem tengir saman þrjár hæðir suðvesturhluta hússins en í þeim hluta verða hin “lokuóu rými,” vinnuherbergi, rannsókna- stofur og minni kennslustofur. Undir glerinu er svo gert ráð fyrir kaffistofú og bókasafni. Bókasafnið verður þó hólfað af meö gleri til að koma í veg fyrir ónæði þar. Undir norðausturveggnum verða loks tvær minni einingar þar sem veröa skrifstofúr fyrir stjórnsýslu annars vegar og fyrirlestrasalir hins vegar. I fyrirlestareiningunni verða fjórir minni salir (16-50 sæti) og einn stór (140 sæti), en til samanburðar má geta þess að salur 101 í Odda telur 98 sæti. Maggi segir húsið aö hluta til vera byggt á sömu grundvallarhugmynd og hús Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi, sem hann teiknaði einnig. Við hönnunina segist Maggi hafa tekið mið af nágrenni byggingar- innar við Norræna húsið og um- hverfi tjarnarinnar. “Þaö hefúr ró- legt yfirbragð og er einfalt í línum og formurn og er hugsað þannig að það sé n.k. endir á tjarnarsvæðinu til suðurs og verði góður bakgrunnur fyrir Norræna húsió.” Aalfo vildi byggja í skeifunni Arið 1978 var sett á fót bygginga- nefnd Háskólans og hefúr það verið verk hennar að framkvæma áætlun um nýbyggingar sem gerð var á þeim tíma. Bygging Náttúru- fræðahússins er síðasti áfangi þess- arar áætlunar en fyrri áfangar hafa verið bygging Odda og VR-bygg- inganna. Sögu núverandi skipulags háskólasvæöisins má hins vegar rekja til seinni hluta síðasta áratugar þegar Reykjavíkurborg hafnaði skipulagi finnska arkitektsins Alvars í haust verda hafnar framkv&mdir við nýja byggingu á háskólasv&ðinu, Nátturufr&ðaloúsið. Hús þetta, sem er síðasti áfanjji byjjgingaráx,tlunar Háskólans frá 1978, mun hysa náttúrufraðijjreinarnar, þ.e. líffr&ði, jjrasafr&ði og jarð- og landfr&ði. Þar verða líka Líffr&ðistofnun, Jaröeðlisfr&ðistofa, Jarðfr&ðistofa og Norr&na eldfjallastöðin. Vonast er til að framkv&mdum jjeti lokið um mitt ár 1998 og mun bygginganefnd óska eftir því við stjórnvöld aðfá að taka lán í því augnamiði. Arkitekt hússins er dr. Maggi Jónsson. Aalto á háskólasvæðinu en í því var gert ráð fyrir að byggt yrði í skeifúnni fyrir framan Aðalbygg- inguna. skeifan var síðar friðuð. I kjölfarið var Ormari I’ór Guð- mundssyni falin skipulagning svæð- isins vestan Suðurgötu og Magga Jónssyni svæðisins austan hennar og var skipulag þeirra samþykkt 1990. Til er líkan sem sýnir skipu- lag háskólasvæðisins eins og það liggur fyrir nú og miðast það við 8.000 til 8.500 manna háskóla. Ekki hafa verið gerðar teikningar af einstökum byggingum sem skipu- lagið gerir ráð fyrir og er þeim óráöstafað þó að ein hafi veriö eyrnamerkt heimspekideild og á svæðinu sé gert ráð fyrir íþrótta- húsi. Framlag H.H.I. dugar ekki Byggingaframkvæmdir og viðhald á eignum sínum fjármagnar Háskól- inn sjálfúr með rekstri Happdrættis Háskóla íslands (HHÍ). Með aukinni samkeppni á happdrættis- markaðnum undanfarin ár hefúr hallað nokkuð undan rekstri happ- drættísins og hefúr hagnaður af gamla flokkahappdrættinu minnk- að mjög frá því sem áður var. Framlag HHI í heild jókst þó um tæp 50% á síðasta ári í 280 milljónir króna. Brynjólfur Sigurðsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild, hefúr verið formaður bygginganefndar síðan 1992: “Við værum mjög alvarlega sett ef Gullnáman hefði ekki komið til. Eg þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef Happdrættis Háskólans hefði aðeins verið gamla happdrættið og Happaþrennan.” Aðspurður segir hann þó að hann telji ekki nauðsynlegt að breyta tekjuöflun- arfyrirkomulaginu nema ef efla ætti það með nýjungum. “Nú hefúr hægt mikið á samdrættinum. Æskilegt væri þó að það kæmi meira fé frá ríkinu til Háskólans, t.d. til viðhalds húseigna, en það er KÁWÖlEapre/2!DAIHifis DlÁSXÍDLA DSLAMIDS /// ^ ISACíJÍ íéwSSODH, ABKmriSnSTT iröv. ÍÍD5DÍ! auðvitað nokkuð sem stjórnmála- menn verða að gera upp við sig. Eg held að stjórnmálamenn áttí sig ekki á því hvað þetta er stór stofnun - 6.000 manns, með nemendum og kennurum. Ef við tökum til samanburðar Isafjörð, Bolungar- vík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri þá hugsa ég að íbúa- fjöldinn á öllu þessu svæði sé um 6.000 manns. I’essi eina stofnun sem við erum að tala um hérna er á við heilan landshluta í mannfjölda.” En fé frá HHÍ fer í fleira en nýbyggingar og viðhald. “Fyrir utan nýbyggingar hefúr Háskólinn þurft að nota þetta fé tíl tækjakaupa og á undanförnum árum hefúr ríkissjóður enn verið að ásælast þessar krónur með því að beina inn á happdrættisféð tækjakaupaþörf annara stofnana, s.s. Raunvísinda- stofnunar og Rannsóknastofnunar Háskólans á Keldum, sem eru sjálfstæðar stofnanir. Og allt rýrir þetta það fé sem við höfúm úr að spila. I’að má segja að það jaðri við neyðarástand varðandi kennslu- húsnæði. Húsnæðiö er nýtt frá morgni til kvölds og varla er nokkur leið fyrir kennara að hafa aukatíma vegna þess að það eru hvergi lausar kennslustofúr sem hann getur farið í. En það hefúr verið hart í ári hjá þjóðinni í heild sinni og við höfum þurft að horfast í augu við það líka.” “Aðstaða líffræðinganna er orðin mjög bágborin, þeir búa við slæman húsakost og það gera margir aðrir innan Há- skólans líka. Manni renn- ur til rifja þegar maður sér þá húsnæðisaðstöðu sem mörgum vísindamönnum okkar er boðið upp á.” Brynjólfúr segist vona að húsið verði tilbúið eftir um þrjú ár. „Ef rniðað er eingöngu við gang framkvæmdanna gætum við verið búnir að steypa húsið upp og ganga frá því að utan þannig að fyrstu notendur þess geti flutt inn á miðju ári 1998 en þessi forsenda byggir alfarið á því aö ekki standi á fjármagni til framkvæmda og það er alveg ljóst að ef við höfúm ekkert nema happdrættisféð, þá getum við ekki byggt á þessum hraða. þess vegna munum við fara þess á leit við stjórnvöld á fá leyfi til að taka lán tíl þess að framkvæmdin geti gengið hraðar fyrir sig en ella.” Háskóli Islands er á A-hluta fjárlaga og má þess vegna ekki taka lán en Brynjólfúr segir að eitthvað af fyrirtækjum Háskólans muni vonandi geta tekið þetta lán sem síðar yrði þá greitt af happdrættisfé. Hann reiknar með að fariö verði að skýrast um lánsmöguleika um áramótin. Um vægi útlits byggingarinnar segir Brynjólfúr að list sem hafi engan tilgang og feli aðeins í sér prjál eigi engu fylgi að fagna hjá bygginganefndinni. “Eitthvað sem er bara útlitið og ekkert er nema kostnaður, það gefum við ekki mikið fyrir. Hins vegar viljum við að það fléttíst mjög vel saman, notagildi og listrænt yfirbragð. Hús sem er fallegt í laginu þarf ekki að vera dýrara en hús sem er eins og afstyrmi. “Mér sýnist að arkitektinum hafi tekist einstaklega vel að gera húsið mjög hagnýtt en samtímis að gefa því glæsilegt yfirbragð, og það er afar mikilvægt á þessum viókvæma stað þarna í mýrinni, því að þetta er í hjarta Reykjavíkur og mun setja svip á bæinn.”

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.