Stúdentablaðið - 01.09.1995, Síða 11
F R E T T I R
11
F Ó L K
NÝR LÁNASJÓÐSFULLTRÚI
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson laganemi og knattspyrnumaður er nýr
lánasjóðsfulltrúi stúdenta við Háskólann. Vil-
hjálmur tekur sæti Sigríbar Gunnarsdóttur ,
hjúkrunarfræðinema, sem síðastliðið ár hefur
verið fúlltrúi stúdenta í stjórn Lánssjóðs íslenskra
námsmanna. Líkt og forverar hans í starfi verður
Vilhjálmur í fullu starfi á skrifstofú Stúdentaráðs í
Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Skrifstofan er
beintengd tölvukerfi Lánasjóðs íslenskra
námsmanna og þar veitir lánasjóðsfúlltrúinn alla
almenna þjónustu og aðstoð í lánamálum.
Stúdentar geta ennfremur skilað öllum gögnum
sínum er varða Lánasjóðinn til Stúdentaráðs enda
er daglega farið með póst á skrifstofú
Lánasjóðsins. Varafúlltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðsins er Herdís
Hallmarsdóttir laganemi.
NEFND SKIPUÐ UM ENDURSKOÐUN LÍN
Nefnd hefúr verið skipuð urn endurskoðun á námslánakerfi LIN. Dagur
B. Eggertsson, sem situr í Stúdentaráði, verður fúlltrúi stúdenta í
nefndinni en henni er ætlað að gera tillögur um úrbætur á
námslánakerfinu og semja frumvarp þess efnis sem lagt yrði fyrir ráðherra.
Aædað er að nefndin ljúki störfúm fyrir áramót.
NÝÚTSKRIFAÐUR VERÐUR KENNSLUSTJÓRI
Jónas Þór Guðmundsson hefúr verið ráðinn kennslustjóri við lagadeild.
Það væri ekki í ffásögur færandi ef hann væri ekki nýskriðinn úr sörnu
deild. Hann útskrifaðist í júní ásamt hópi samstúdenta sinna en situr nú
hinum megin borðsins og hefúr umsjón með kennslu- og prófamálum í
deildinni.
SJÖ NÝSKIPAÐIR PRÓFESSORAR
Sjö háskólakennarar hafa verið skipaðir prófessorar það sem af er ársins.
Eiríkur Tómasson var skipaður prófessor við lagadeild, Jón G.
Friðjónsson prófessor í íslenskri málfræði og Þóra E. Þórhallsdóttir varð
prófessor í grasafræði. Helgi Þorlóksson var skipaður prófessor í
sagnffæði og Magnús Þór Jónsson í verkfræðideild. Gunnlaugur A.
Jónsson og Hjalti Hugason hafa báðir verið skipaðir prófessorar í
guðfræðideild frá og með 1. desember.
MAÐUR í MANNS STAÐ í HÁSKÓLARÁÐI
Maður kom í manns stað í Háskólaráði um síðustu mánaðamót en þá
tóku sex prófessorar sæti starfsbræðra sinna í ráðinu. Deildarforsetar eiga
allir sæti í ráðinu, auk fúlltrúa stúdenta og háskólakennara. I sex
kennsludeildum var skipt um deildarforseta um síðustu mánaðamót.
Björn Björnsson hefúr tekið sæti Jóns Sveinbjörnssonar sem
deildarforseti guðfræðideildar, Ragnar Árnason verður deildarforseti í
viðskipta- og hagfræðideild í stað Ágústs Einarssonar og Póll Skúlason
í heimspekideild í stað Vésteins Olasonar. Jón Torfi Jónasson sest í
sæti Þórólfs Þórlindssonar sem deildarforseti félagsvísindadeildar, Björn
Kristinsson verður eftirmaður Júliusar Sólness í verkffæðideild og loks
verður Þorsteinn Vilhjólmsson deildarforseti í raunvísindadeild og tekur
við af Sigurði Steinþórssyni. Helgi Valdimarsson verður áfram deildar-
forseti læknadeildar, Sigfús Þór Elíasson deildarforseti tannlæknadeildar
og Þorgeir Orlygsson deildarforseti lagadeildar. Samfara þessum
breytingum hefúr Þorgeir Örlygsson, deildarforseti í lagadeild, verið
kosinn varaforseti háskólaráðs í stað Júlíusar Sólness sem hverfúr úr
ráðinu.
FORMANNSSKIPTI í HÁSTOÐ
Da&i Einarsson stjórnmálafræðinemi hefúr tekið við sem formaður
stjórnar ráðgjafar- og þjónustufýrirtækisins Hástoðar af Kjartani Emil
Sigurðssyni Hástoð hefúr skrifstofúaðstöðu í Tæknigarði og þangað
geta stúdentar leitað í því skyni að bjóða vinnukrafta sína.
NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI FÉLAGS HÁSKÓLAKENNARA
Kristín Einarsdóttir, lífeðlisfræðingur og fv. alþingismaður, hefúr verið
ráðin framkvæmdastjóri Félags háskólakennara. Hún var valin úr hópi
rúmlega 50 umsækjenda og tók við starfinu 5. september síðasdiðinn.
Hvers virði er
óskiljanlegur
fræðimaður?
Háskólanemi fær tv'enn skilaboð
þegar hann hefúr nám sitt. Annars
vegar að nú sé hafin alger
uppstokkun á hugsunarhætti hans
og vinnubrögðum, að hann skuli
gleyma því sem honum hafi hingað
til verið kennt og reyna aö semja
vitsmuni sína að fræðigreininni.
Hins vegar að hann skuli taka
saman sumarhýruna sína og kaupa
hrauka af fræðilegum bókunt og
ljósritunarkort til að geta ljósritað
allar greinarnar sem kennarar hans
hafa dundað við að fela fyrir
honum á námsbókasafninu yfir
sumarið. Þetta er svo sem gott
og blessað.
Þegar hin fyrirskipuðu
bókakaup og heilaþvottur hafa
farið frarn og neminn sest
niður við lestur, kemst hann að
því að bækurnar eru flestar á
erlendum tungumálum, ef ekki á
ensku eða Norðurlandamálunum,
þá á hinu sérkennilega afbrigði
íslenskunnar sem nefnist fræðimál.
Flestir kannast við þá tilfinningu að
hefja lestur fræðilegrar greinar,
berjast í langan tíma við setningar-
fræðilega rembihnúta og orðskrípi
og komast loks að því að, jú, þeir
komust ffarn úr henni að lokum en
hafa ekki minnstu hugmynd um
hvað hún fjallar. Neminn verður
fúll í fyrstu og veltir því fyrir sér
hvers vegna í ósköpunum bæk-
urnar séu óskiljanlegar, bítur síðan
á jaxlinn, skiptir í fræðilega gírinn
og hættir ekki fyrr en hann ekki
aðeins skilur, heldur er einnig
búinn að tileinka sér þá stífu,
óskiljanlegu íslensku sem fyrir
honurn er höfö. Þannig vinnur
Háskólinn markvisst að því að gera
ágæta íslenskumenn að algerum
stílskrímslum, að ekki sé minnst á
þá sem ekki hafa fyrir traustan
grunn til að byggja á. Hér er ekki
verið að agnúast út í hin ýmsu
hugtök og fræðiorð sem til eru í
hverju fagi, enda eru þau öllum til
hagræðingar og auðvelt að fletta
þeim upp, ef spurningar vakna.
Fræðimenn hafa hins vegar
ótrúlega tilhneigingu til að hræra
þessum hugtökum saman í
óskiljanlegar orðasúpur og bæta
síðan út í dreitli af erlendri
orðaröð, svo að lesandanum er
gersamlega ómögulegt að fá nokk-
urn botn í textann.
Hlutverk heimspekideildar
gagnvart þjóðfélaginu er að hlúa að
andlegu lífi þess, styðja ritstörf,
kennslu og rannsóknir á sögu þjóð-
arinnar, bókmenntaarfinum, tung-
umálinu, heimspekinni og öðrum
andlegum þáttum þjóðlífsins; að
hlúa að innstu viðum menningar-
innar.
Hlutverk hennar er því ólíkt hlut-
verkum annarra deilda Háskólans
sem snúa frernur hagnýtum en
fræðilegum flötum sínum að
þjóðinni. Afúrðir heimspekideildar
eru hins vegar að mestu leyti
fræðilegar, gefnar út í bókum eða
blaðagreinum til að þjóðin geti
lesið sér til urn menningu sína.
Ahugamaður um bókmenntir á að
geta lesið sér tiltölulega
auðveldlega til um áhugamál sitt,
höfúndi bókar ber skylda til að
skrifa hana á fallegri, skýrri og fyrst
og fremst skiljanlegri íslensku,
hvort sem um er að ræða skáldsögu
eða fræðirit. Að öðrum kosti er
útgáfa bókarinnar eða greinarinnar
tilgangslaus; bók sem er of torlesin
til að fólk sem er ómenntað í faginu
komist fram úr henni er í raun og
veru gefin út til einskis
Heimspekideildin er kostuð af
þjóðfélaginu til að fræðimenn
innan hennar rannsaki
menningu þjóðarinnar fyrir
hennar hönd og miðli til
hennar niðurstöðum
rannsókna sinna. Því er
óskiljanlegt að stofnun sem
stendur að Islenskri málstöð,
helstu nýyrðasmiðju
fræðigreinanna, leggi í
aðferðanámskeiðum sínum enga
áherslu á miðlun upplýsinga til
almennings, nema síður sé.
Háskólanemum er gefið leynt og
ljóst til kynna að fræðimennska og
læsileg íslenska geti varla farið
saman. Margir halda því fram að
þessi ábyrgð liggi hjá
framhaldsskólunum en rökrétt
hlytur að teljast að Háskólanum
beri sjálfum að gera ákveðnar
kröfur til nemenda sinna og
fræðimanna, í stað þess að ætla
hlutverkið öðrum. Óskiljanlegur
ffæðimaður þjónar engum tilgangi.
Hversu stórkostleg sem heilabrot
hans kunna að vera verður hann að
geta gert þau öðrum skiljanleg til
að launa háskóla sínum fóstrið.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
,J?annig vinnur Háskólinn
markvisst ai) því að £fera ájysta
íslenskumenn að aljjerum
stílskrímslum ...cc
Stúdentablaðið auglýsir eftir vöskum áhugaljósmyndara
meðal háskólastúdenta til að taka að sér ákveðin
verkefni. Ekki þarf að taka fram að starfið er lifandi og
skemmtilegt, áhugavert og krefjandi. Blaðið kemur út á
þriggja vikna fresti í vetur en starfið krefst ekki mikillar
viðveru. Frekari upplýsingar veitir ritstjóri á skrifstofu
Stúdentablaðsins, virka daga milli kl. 9-17.
Stúdentablaðið hvetur ennfremur alla þá sem taka
myndir í partium, á fundum og ráðstefnum, á
háskólaböllum eða við önnur tækifæri, að gefa sig
fram og bjóða myndir til birtingar í blaði allra stúdenta.
Kortí
gildir sem fríkort
Leikhúskjallarann bæði föstudags- og
í Ingólfscafé og
laugardagskvöld
Ps.
World Class flytur 16. september í stórglæsilegt nýtt húsnæði að Fellsmúla 24.
Ný stundaskrá 16. september - Ný fitubrennslunámskeið, dans ofl. hefjast á sama tíma. Sjáumst.