Stúdentablaðið - 01.09.1995, Page 20
20
M E N N I N G
Frelsishetjan
Collins
írar kalla á Júlíu Róbcrts til að leika
ástkonu írskar frelsishetju
DAVIÐ LOGI SIGURÐSSON SKRIFAR
Um þessar mundir stendur yfir framleiðsla á kvikmynd um írsku
þjóðfrelsishetjuna Michael Collins (1890-1922). Að myndinni
stendur einvalalið því leikstjóri og handritshöfundur er Neil Jordan
(Thc Crying Game, Interview with the Vampirc) og með aðalhlutverk fara
stórstjörnunar Liam Neeson, Julia Roberts og Stephcn Rca. Mikillar
cftirvæntingar gætir á Irlandi eftir þessari mynd enda fáir mcnn á þessari öld
sem kveikja heitari umræður á meðal fólks en einmitt Michael Collins. Hætt
er þó við að utan Irlands spyrji margir: Hver var eiginlega þessi Michael
Collins?
ÓMISSANDI HLEKKUR í FRELSISSTRÍÐI ÍRA
Þrátt fyrir skamma ævi tókst Michael Collins að öðlast ævarandi sess í írskri
sögu. Hann tók þátt í Páskauppreisninni 1916 og
fékk að dúsa í bresku fangelsi um stund fyrir vikið.
Helstu forystumenn Páskauppreisnarinnar voru
allir teknir af lífi af enskum ýfirvöldum og þeir
sem eftir lifbu fengu það verkefni að halda
þjóðfrelsisflagginu á lofti. Par fór fremstur Eamon
de Valera sem varð leiðtogi Sinn Fein í
þingkosningunum 1918 þar sem samtökin unnu
glæstan sigur en sendu síðan fulltrúa sína ekki á
breska þingið heldur stofnuðu eigið þing
heimafyrir í Dublin. Slíkt var þegnum bresku
krúnunnar að sjálfsögðu ekki leyfilegt og voru þvi
sendar harðsnúnar herdeildir inní landið til að
berja á hinum óþægu Irum sem snérust til varnar.
I frelsisstríði Ira (1918-1921) var Michael Collins ómissandi hlekkur. Á
meðan de Valera fór með völd á sviðum stjórnmálanna skipulagði Collins
neðanjarðarstarfsemi samtakanna IRB (Irish Repubhcan Brotherhood) sem
síðar hlutu nafnið IRA. Hann stóð að baki afar mikilvægum gagnnjósnum því
stríö þetta var oftast háð í formi skæruhernaðar af hálfu Ira og þess vcgna
mikilvægt að geta komist á snoðir um hvað óvinurinn ætíaðist fyrir. Sem
stjórnandi lyðveldishersins fýrirskipaði Collins oft vægðarlausar aftökur og var
Bretum mjög umhugað að hafa hendur í hári hans.
Collins vissi hins vegar manna best að herstyrkur íranna var ekki
slíkur að þeir gætu lengi staðið uppi í hárinu á brcska heimsveldinu.
Þegar vopnahlé var samið 1921 til að reyna að berja í gegn samkomulag
var Collins einn af fúlltrúum Ira í viðræðum við breska forsætisráðherrann
Lloyd George og niðurstaðan varð sú að Irland varð fríríki en þurfti þó að
játast yfirráðum brcska samveldisins. Jafnframt var Irlandi skipt í tvennt og
Norður-írland var áfram innan konungdæmisins. Þetta samkomulag klauf
írska þjóðernissinna í tvennt enda sætti dc Valera sig ckki við neitt minna en
fúllt sjálfstæði handa öllu Irlandi. A eftir fylgdi Borgarastríð Ira
(1922-1923) þar sem fyrrum samherjar bárust á banaspjótum.
De Valera fór frá sem forseti þegar írska þingið hafði
samþykkt samkomulagið við Breta og gegndi Collins þá æ
viðameiri störfúm sem stjórnmálamaður þó að honum líkaði
slíkt vafstur frekar illa. Var hann einn valdamesti maður
stjórnarinnar uns hann var veginn úr launsátri þann 22. ágúst
1922. Slíka virðingu hafði Collins áunnið sér að jafnvel
andstæðingar hörmuðu þennan atburð.
HETJAN HUGPRÚÐA
Margir harma það hve ungur Colhns dó og hefðu viljað sjá
hann fá tækifæri til að vinna enn stærri og merkari afrck við
stjórnun hins nystofnaða ríkis. Collins varð aldrei þátttakandi
í argaþrasi dægurstjórnmála og kannski cr minning hans þess
vegna svo flekklaus, en jafnframt hulin dulúð, í hugum margra
Ira á meðan Eamon de Valera fær oft slæman vitnisburð í máli
manna enda varð hann síðar forsætisráðherra og forseti; sat nánast
samfleytt á valdastólum uns hann dó 1975.
Michael Collins er líka tákn þjóðernisstoltsins; í hugum manna cr
hann ncfnilega ein af hetjunum hugprúðu sem öfluðu Irlandi
sjálfstæðis frá Bretum. Collins var hrókur alls fagnaðar, þótti
skemmtilegur og heillandi og var hann stundum ncfndur „The Big
Fellow“. Þó að hann væri hávaxinn þá hlotnaðist honum viðurnefnið
frekar vegna þess að hann skaraði jafnan framúr, var sannkallaður risi
á tímum þegar þeirra var þörf. Þessi virðing barst reyndar víðar því
sagt er að Maó Tse-tung hafi kynnt sér vel skæruhernaðartækni
Collins auk þess sem Yitzak Shamir,
fyrrverandi forsætisráðhcrra Israels,
notaði dulnefnið „Micail“ á meðan á
frelsisstríði gyðinga stóð.
ÁST OG AFBRÝÐI
Liam Neeson leikur
Mickael Collins
Julia Roberts leikur
Kitty Kiernan
Kvikmyndin um Michael Collins
reyndar aðeins hafa þcssa sögu að baksviði
því Neil Jordan hefúr kosið að gera ástar-
samband Collins og stúlkunnar Kitty Kiernan
að megininntaki myndarinnar. Kitty var upp-
runalega kærasta Harry Bolands vinar Collins
en þegar hún kynntist Collins þá tók hún hann
fram yfir Boland. Brestir komu í vináttu
mannanna og Boland snérist síðar á sveif með de Valera í borgarastríðinu.
Boland var reyndar líka myrtur, örhtíu áður cn Michael Collins, og voru
þessar kringumstæður hinn mesti harmleikur. Sem sagt: kjörið efni í
biómynd. Kvikmyndin um Collins hefúr þcgar vakið miklar umræður á
Irlandi. Sjálfsagt eiga þær eftir að magnast þcgar líður að frumsyningu.
Afstaða manna til myndarinnar verður eflaust tilfinningaþrungin því að um
minningu Collins ríkir engin lognmolla.
MENNINGARVIÐTAL
Hvernig líst hinum nýja kennara í listasögu á
búi& sem hún hefur tekiS við og pað
kennslufyrirkomulag sem ríkjandi er í
listasögunni, að tvö námskeið eigi að sinna
yfirliti yfir almenna listasögu?
„Hönnun fyrirkomulagsins var fullkláruð áður
en ég kom til skjalanna. Þegar ég hóf kennslu
í listasögu (haustið 1993) hafbi hún verið
skorin niður úr 15 einingum í 10, þ.e.a.s. úr
þrcmur námskeiðum niður í tvö til
sparnaðar.“ Þar með segir Auður að kennslu í
íslenskri listasögu hafi verið fórnað. Þetta þyki
henni mjög miður þar sem fótunum hafi verið
kippt undan rannsóknargrundvclli fyrir
íslenska myndlist á háskólastigi. Hún scgist þó
reyna hvað hún getí til þess að gera sögu
íslenskrar myndlistar skil á þeim stutta tíma
sem listasögunni er ætlaður. Hún hefúr í því
sambandi beitt sér fyrir því að nemendur vinni
að rannsóknum á íslcnskri myndlist samhliða
hinni almennu listasögukcnnslu. Auk þess
hefúr hún verið dugleg að efna til hópferða á
listsýningar. Auður bætir við að mið verði að
taka af því við listasögukennslu í háskóla hér á
landi að grunnur nemenda er cnginn, þ.e. svo
til engin listasögukcnnsla fari fram á
framhaldsskólastigi. Þar mcð vcrði hlutverk
listasögukennslu í Háskólanum að veita
almennt inngangsyfirlit og þess vegna séu
hendurnar bundnar.
Kemur takmörkuð listasögukennsla ekki til með
að veikja stöðu íslenskra námsmanna þegar á
erlenda grund er komið?
„Takmörkuð listasögukennsla þarf ekki
endilega að draga úr möguleikum nemenda
sem brautskrást frá Háskólanum á að standa
sig í framhaldsnámi. Það veltur mikið á því
hvernig hver og einn hefur unnið í
námskeiðunum og ég held að það megi fá
heilmikið út úr þeim því cins og allt
háskólanám byggja þau fyrst og frcmst á
sjálfsnámi.“ Auður bætir því við að það hafi
enda sýnt sig að „íslenskir listfræðingar sem
Dreymir um að vægi
íslenskrar listasögu aukist
Vorið 1993 lét Björn Th. Björnsson af störfum
sem kennari í listasöjju við sagnfrÆskor
Háskóla Islands eftir áralangt starf
Auður Olafsdóttir listfr&ðingur var ráðin til að
feta ífótspor hans og er nú að hcfja priðja
kennsluár sitt við skólann.
Auður kenndi áður við Leiklistarskóla Islands,
Menntaskólann í Reykjavík og Myndlistar-og
handíðaskólann, auk þess sem hún sinnti
ritstörfum af ýmsu tagi. Menntun sína sótti
hún til Sorbonne háskóla í París, þar sem hún
lagði stund á framhaldsnám í listasögu eftir að
hafa lokið BA-námi í sagnfrÆ og
bókmenntasögu við Háskóla Islands með hraði.
allir eru menntaðir erlendis hafi í flcstum
tilfellum staðið sig mjög vel og alveg jafnfætis
útlendingum. Það er ennfremur augljóst að
þeir sem fara í framhaJdsnám í listasögu gcra
það ekki af hagnýtum ástæðum, heldur af
ástríðu og áhuga sem vegur upp forskot þeirra
erlendis frá.“
Hyggst þú halda uppi
i uppi kennsluaðferðum
forvera þíns eða brydda upp á nýjungum?
„Nýir siðir koma með nýjum mönnum. Þótt
námsáætlun hafi lítið breyst frá því þegar
Björn Th. kenndi listasögu þá cru nýjar og
breyttar áherslur, studdar nýjum hugmyndum,
óumflýjanlegar, segir Auður. Listasaga sem
hugmyndasaga mynda er sá áhersluflötur scm
Auður segist aðhyllast, „listin verður aldrci til
í sögulcgu tómi heldur er hún ávallt hluti af
hugmyndafræði hvers tíma.“ Hún
endurspeglar og endurspeglast í samfélaginu.
Vegna þessara beinu tengsla við sagnfræðina
og aðrar heimspekilegar og félagslegar greinar
telur Auður nauðsynlegt að listasögukennsla
og rannsóknir eigi sér stað samhliða þessum
fræðigreinum cn sé ekki aðskilin frá þeim cins
og t.d. í sérstökum listaháskóla. Þar gætu
fræðilcgar áherslur cnnfremur verið ólíkar
þeim sem notaðar eru í bcinum tengslum við
aðrar húmanískar greinar innan háskólans. I
því sambandi bendir Auður á þær ólíku
áherslur sem hún hefur notað við
listasögukennslu í Háskólanum annars vegar
og Myndlista- og handiðaskólanum hins vegar
þar sem fræðilegar forsendur ráða þeim fyrri
en hagnýtar forscndur þeim síðari. „Það hefúr
og sýnt sig að nemendur í listasögu koma víða
að, því að hún nýtist ncmcndum á ólíkum
sviðum á ólíkan hátt, allt eftir því hverju þeir
falast
eftir, gefa gaum. Þcss vegna á listasagan hcima
fyrst og fremst í háskólanum og á að búa þar
með öðrum fræðigreinum sem hún þarf á að
halda og þurfa jafnframt á henni að halda,
þannig að með tíð og tíma geti vegur hennar
vaxið.“
Hvernig felur þú að auka megi veg
lisfasögunnar innan Háskólans?
„Það væri vissulega gaman að sjá listasöguna fá
meira vægi með því þá að hún yrði að 30
eininga aukafagi, þar sem auk
yfirlitsnámskeiða sem þcgar eru kennd yrði í
boði aðferðafræðilegt inngangsnámskeið og
ýmis breytileg námskeið sem gerðu kleift að
kafa dýpra ofan í viðfangsefnin. Þar af leiðandi
gæfist nemendum í listasögu færi á því að
kynnast viðfangscfnum listasögunnar af meiri
dýpt en á sér stað í hinum yfirborðskcnndu
yfirlitsnámskciðum.“ Auður telur að þetta
myndi stórauka grundvöll fyrir
rannsóknarvinnu innan Háskólans á sviði
íslenskrar myndlistar sem hún segir að sé
engan veginn sinnt af nægum þrótti. „Mig
dreymir um að vægi íslcnsku listasögunnar
aukist og ég sé fyrir mér að nemendur sem
tækju listasögu sem aukagrein gætu unnið að
slíkum rannsóknum."
Eftir Skarphéðin Guðmundsson