Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 27
FERÐALOG
27
aö myndast á tæpu ári.
I Jórvíkurskíri er ekki veður á sumrin, að
minnsta kosti ekki það sem Islendingar kalla
veður, í ráðstefnuvikunni er stöðugur 25-30
stiga hiti og sjaldan gola, aldrei sá séríslenski
vindur sem heitir „næðingur". I’etta hefur
þau jákvæðu áhrif að aldrei þarf að hafa
áhyggjur af veðrinu og því er hægt að
einbeita sér að afturhvarfi til
umferðarskólans, riíja upp gömlu regluna um
að líta tvisvar sinnum í báðar áttir áður en
gengið er yfir götu. Sumir láta eins og
óverulegur munur sé á vinstri- og
hægriumferð en þeir sem velta málinu fyrir
sér skilja að vinstriumferð hefur í för með sér
annan hugsunarhátt og aðra heimsmynd en
hægriumferð. Ferð til Bretiandseyja er því
forsenda skilnings á þeim róttæku
breytingum sem hafa orðið á íslensku þjóðlífi
síðan 1968. A Bretlandi verða aldrei róttækar
breytingar á hugsunarhætti og þjóðlífi.
4
landabúarnir. Við höfúm blöndunartæki og
hjá okkur eru flestar konur á þingi, miklu
fleiri en á Bretlandi. I’egar um víðsýni og
framfarir er að ræða erum við mestir í
heiminum. Og á Bretlandi erum við
Islendingar Norðurlandabúar, hluti af
þessum víðsýna og framfarasinnaða hópi,
hærri og ljóshærðari en Bretar, sjáum lengra,
hugsum hátt. Þannig er hægt að hugsa þegar
engir Islendingar eru nálægt tii að afsanna
kenninguna. En Bretar eru kurteisasta þjóð í
heimi og ekki jafn rúmfrekir og ónefndir
eyjarskeggjar. Breskir járnbrautarstarfsmenn
svara án þess að góna á mann með ertufáviti-
svipnum sem allir kannast við sem hafa spurt
tíl vegar á Islandi og starfsfólk í verslunum er
merkilega þolinmótt andspænis útlendingum
sem enn hafa ekki áttað sig á að tíu pens eru
stærri en tuttugu en minni en fimmtíu, fimrn
eru minni en eitt og svo koll af kolli, það
hjálpar manni einfaldlega að telja fram þá
upphæð sem við á. Svona er gott að vera
ferðamaður. Ferðamenn eru frjálsasta tegund
í heimi.
I Frúarkirkju
5
Powell, Kristján
og Björk
I’ar sem ég sit á bekk í stærstu borg N-
Englands, Leeds, og virði fýrir mér
mannlífið, er eins og hulu sé svipt af augum
mér. I’etta er þriðja pílagrímsferð mín í það
sem heimamenn kalla ennþá „stóra“
Breltand en ég hef verið blindur. Þaö er fýrst
nú að ég sé að allar breskar konur yfir finun-
tugt hafa herðakistil. Skyndilega sit ég og
horfi á mörghundruð útgáfúr af ónefndum
hringjara. Þarna eru háar konur og lágar,
feitar og mjóar, en ekki nema örfáar gamlar
konur án herðakistils. Samt fara þær allra
ferða sinna eins og ekkert sé sjálfsagðara þó
að þær virðist bera heimsveldi á herðum sér.
Beinkröm, hugsa ég. Mataræðið. Ekki nógu
mikið D-vítamín, var það ekki? En ég hugsa
líka: Hvernig er heimsmynd þjóðar þar sem
allar eldri konur hafa herðakistil, sjálfar
ömmurnar sem ala upp börnin? Þær sjá varla
nema götuna. Kannski er það þess vegna sem
Bretar hafa ekki blöndunartæki.
Kannski er það þess vegna, kannski ekki. Ef
til vill er aðeins ein kona sem á þar hlut að
máli, þessi eina sem brosir
ísköldu brosi úr öllum
bókabúðargluggum. Mér
er sagt að í Norður-
Englandi nefni menn
aldrei þessa konu sem einu
sinni réö ein yfir öllu
landinu, valdamesta kona á
þessari eyju fyrr og síðar.
Þeir segja aðeins: That evil
woman. A hinn bóginn er
engum illa við eftirmann
hennar, menn hlæja bara
að honum. Ef til vill ættu
þeir að leyfa fleiri konum
að komast að þarna, hugsa ég, þá jafna þeir
sig ef til vill á þessari einu. I annarri bókabúö
rekst ég á bók sem geymir alls kyns
staðreyndir um heiminn og mannfólkið. Þar
kemur meðal annars fram að Islendingar eru
einna duglegastir í heiminum við að kjósa
konur á þing, eru í 5. sætí. Eg verð steinhissa,
í mörg ár hef ég fýlgst með því hvað konum
fjölgar hægt á þingi hér á landi. En löndin
fýrir ofan okkar reynast vera Svíþjóð,
Finnland, Noregur og Danmörk og þau eru
langt á undan. Aftur á móti kemur Kúba
skammt á eftir okkur. Island suðursins.
Svona erum við, hugsa ég
drýstíndalega, Norður-
Áflugvöllum öðlast
hinri wlmenni horg-
ari stöðu gninaðs
manns, hann jj£ti
veriö þjóðfelagsm ein,
honum er ekki
treystandi.
Já, það er gott að vera ferðamaður í ríki
hennar hátignar. Allir eru boðnir og búnir að
hjálpa ferðamönnum, ekki síst þeim sem
líkjast leikurum í nýlegum sjónvarpsþætti um
hitlerjúgend. Eg ábyrgist ekki hvaða
móttökur þeir kynþættir sem hétu negrar og
mongólítar í kennslubókinni sem ég lærði í
barnaskóla fá í þessu fýrrverandi heimsveldi.
Glaðbeittur og málgefmn leigubílstjóri
upplýsir mig og ferðafélaga mína, sem báðir
hefðu verið teknir inn í SS ef eingöngu var
farið eftir útlitinu, um hvaða hverfi
Leedsborgar beri að forðast. Það er eitt
hverfi sem engir leigubílstjórar fara í, þar eru
eiturlyfjaneytendur og innflytjendur, það er
víst nokkurn veginn sami hluturinn
samkvæmt honum, sem vinna aldrei, ekki
vegna atvinnuleysis, það er bara plat,
staðreyndin er einfaldlega sú að glæpir borga
sig betur. Þetta segir bílstjórinn stoltur viö
ljóshærðu villidýrin sem hann er stoltur yfir
að keyra, veit ekki að þetta eru
bara sveitalubbar, og bætir við
að framsýnn stjórnmálamaður í
Bretlandi hafi varað við því að
þetta kynni að gerast ef of
mörgum innflytjendum af
ónefndum kynþáttum yrði
hleypt inn í Bretland. Glæpir,
fátækt, atvinnuleysi.
Enoch Powell hét hann, sá
framsýni maður, segir leigu-
bílstjórinn. Eg kannast við
nafnið, hann var ráðherra
Ihaldsflokksins á 6. og 7.
áratugnum en klauf sig úr
honum vegna aumingjaskapar og vinstri-
mennsku flokksins. Andúð hans á inn-
flutningi annarra kynþátta setti hann út í
horn í breskum stjórnmálum, nú á hann sér
greinilega marga stuðningsmenn. Stjórnmál
eru jafn óútreiknanleg og veðrið. Samt
gremst mér að þessi ágæti leigubílstjóri skuli
taka því sem gefnu að við séum sömu
skoðunar og þeir Enoch Powell og tek ekki
undir þó að ég mótmæli ekki heidur, þaö er
dónaskapur að setja ofan í við gestgjafann.
En á dögum heimsfrægra Islendinga
njótum við í norðrinu fleiri forréttinda en að
vera talin vinir þeirra sem óttast
„kynþáttavandamálið.“ I Leedsborg miðri
rekur söngvin ítölsk kona veitíngahús þar
sem hún selur svöngum pizzur og pasta á
milli þess sem hún trallar fyrir gesti. Þar fá
landar Kristjáns Jóhannssonar afslátt og á
vegg má sjá áritaða mynd af Kristjáni sem
einhver hefúr ritað á „best ricards", sem ég
hef þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir enn ekki
fengið merkingu í, og fleiri sannanir geymir
hann um að sú söngelska
kona sé ekki ein í aðdáun
sinni á ítölskum óperum. I
Glasgow er hins vegar annar
kunnur Islendingur nýfarinn
hjá og þjónn á krá, sem á
eítir að verða „Islandsvinur“
ef hann öðlast ffægð því að
hann hefúr uppfyllt hitt
skilyrðið og komið til
Islands, sýnir okkur íslensk-
um ferðalöngum mynd af
„Bjork“ þar sem hún er,
með hans orðurn, eins og
hún sé nýsloppin af
geðsjúkrahúsi. Sem sýnir
mönnum finnst um „Bjork“ leynir sér ekki að
hún er orðin bindiefni milli Islands og Stóra-
Bretlands, við getum hrifist eða hneykslast á
henni í sameiningu ef okkur sýnist svo.
Hvarvetna í heiminum gildir sama reglan,
það sem hét „íbítö
cc
jjöjjnunum reynist
vera eins konar
eftirmynd af
fangelsum í
alr&ðisríkjum
að hvað sem
6
Heilagir
► staðir
þeir sem vilja komast í snertíngu við menn-
ingararf heimamanna fara í kirkju. I
Jórvíkurskíri hef ég komið í kirkju sem hefúr
nákvæmlega þennan tilgang, dómkirkjuna í
Jórvík. Hún er gömul og virðuleg, gæti sem
best verið langamma íslenskra sveitakirkna,
og stórvaxin mjög, stærðin ein vekur lotn-
ingu hjá þeim sem vanir eru smávöxnum
húsum, þar rekur sig enginn upp undir. Því
miður er hún einnig fúll af öðrum túrhestum
og á köflum eins og hvert annað tívolí, þó að
stórbrotin sé, og hver einastí ferðamaður
þráir í hjarta sínu að losna við alla hina og fá
að vera einn með þessu stórkostlega
mannvirki til þess að geta uppgötvað
leyndardóm þess. Því að þrátt fyrir fjöldann
nær ekki að myndast skvaldur í kirkjunni,
ferðamennirnir eru þöglir og andaktugir.
I breskum lestarstöðvum ríkir sams konar
andakt, ekki síst í Jórvík þar sem lestarstöðin
er yfirbyggð og minnir óneitanlega talsvert á
kirkju, er trúlega frá öldinni sem leið þegar
lestarstöðvar gegndu sama hlutverki og
kirkjur á miðöldum. Og til að auka á líkind-
in tónar ómþýð kvenmannsrödd fyrir
pílagríma af ýmsum þjóðernum upplýsingar
um lestarferðir hingað og þangað, vera má að
kaflar úr Genesis og Exodus slægist þó með,
þessar tilkynningar minna á englasöng og í
hálftíma stöndum við ferðafélagarnir sem
steini runnir og
hlustum á þessa
rödd af himnum. Yfir þessari lestarstöð er
helgi, öfugt við kauphallir flugvallanna.
Það er ekki margt sem kemur á óvart á
~J Menni ngarsj okk
ferðalagi í nágrannalandi. Skemmtanaglaðir
Islendingar eiga þó erfitt með að átta sig á
þeirri sérvisku heimamanna að loka krám um
ellefúleytið, þegar íslendingar eru fyrst að
fara á stjá, og jafnvel harðsvíruðustu dans-
staðir hanga ekki lengur opnir en til eitt.
Föstudagar og laugardagar
virðast engin áhrif hafa á
þetta. Þeir hörðustu munu
þó ævinlega finna þennan
eina eða þessa tvo sem eru
opnir lengur. Annað einkenni
breskra skemmtistaða eru
sérkennilegar kröfur um
klæðaburð sem veldur því að
flestír úr hópnum lenda í því
einhversstaðar að falla ekki í
krantið nema að þeir sem eru
í íslenskum lopapeysum vaöa
alstaðar inn (hér með er út-
flutningsaðiluin leyft að
greina frá þessu í auglýsingum). Almennt
ríkir minna frjálsræði í skennntanalífi í ríki
hennar hátignar en á Islandi sem sést vel á
hræðslu heimamanna við auð dansgólf sem
afkomendur víkinga eru fljótir að leggja
undir sig af sömu áfergju og klaustrin áður.
Það er mun einfaldara að telja þeim
sem sjá þessi dansfífl trú um að hér sé á ferð
hljómsveitin WetWetWet með fylgdarliði en
að segja satt og viðurkenna að hópurinn séu
fræðimenn sem sækja miðaldaþing á daginn
og dansstaði á kvöldin. A Islandi ber auðvit-
að enginn virðingu fyrir ffæðimönnum en á
Bretlandseyjum lifir enn í glæðum þeirrar
hugmyndar að fræðimaðurinn sé ofúrmenni,
eins konar súpermann í svartri skikkju sem
umgengst ekki sauðsvartan almúgann og er
ekki í gallabuxum. Og kannski eru það bara
Islendingar sem hafa
misskilið tilgang lífsins
rétt eina ferðina og
halda að sami
maðurinn geti gert
allt saman.