Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 31
STUDENTAR
31
Nötdur
í þessum dálki gefst stúdentum einstakt tækifæri að nöldra að yfirlögSu ráði.
Örn Úlfar Sævarsson nöldrar
Frá fyrsta degi hefixr Háskóli
íslands notið sérstakrar,
nálægt því óttablandinnar,
virðingar íslendinga. hann hefiir
verið tákn sjálfstæðis þjóðarinnar;
getu hennar til að standa á eigin
fótum. Við hann hafa verið
bundnar geysilegar vonir og
væntingar sem menn geta deilt
um hvort hann hafi staðið undir.
Hlutverk hans hefiir þó verið að
veita efnilegum íslenskum ung-
mennum æðri menntun óháð
efnahag. Þetta nöldur í mér á
ekki að vera þetta dæmigerða
háskólapólitíska orðagjálfur um
jafnrétti til náms og svo langt
framvegis. I’essar hugleiðingar
mínar hnitast heldur um ákveðna
mótsögn um Háskóla Islands
sem datt mér í hug þegar ég sá að
enn voru hafnar steinsteypu-
viðgerðir og Aðalbyggingin leit
út eins og málverk eftir Christo.
Komum að því síðar. Megin-
þema þessa nöldur míns er sú
þversögn í þjóðarvitundinni að
Háskólinn skipi þar sérstakt önd-
vegi meðan áberandi
virðingarleysi þjóðarinnar og
þeirra sem henni stjórna sé
hlutskipti starfsmanna Háskólans
og stúdenta sem reka og mynda í
raun Háskóla íslands. Athugum
nokkrar staðreyndir um þetta.
Háskóhnn er einn stærsti hlut-
hafinn í hryggjarstykki Kolkrabb-
ans, Eimskipafélagi Islands. I’ó er
því þannig háttað að háskóla-
yfirvöldum er sýnt það virðingar-
leysi að þau hafa ekki neitt að
segja um meðferð eignarhlutans
og fá ekki greiddan eðlilegan arð.
Erlendis þykir sjálfsagt að veita
stúdentum fyrirgreiðslu í formi
verulegra afslátta á mörgum
sviðum. Allt of sjaldan gata
íslenskra stúdenta greidd með
þeim hætti. Að vísu var gerð
merkileg tilraun með samstarfi
Stúdentaráðs og íþrótta- og
tómstundaráðs um ódýr
sundkort en hvar eru þau nú?
Stúdentar eiga fýrirtæki sem
kallast Félagsstofnun. Það þjónar
meðal annars þeim tilgangi að
útvega stúdentum ódýrt leigu-
húsnæði. Því stingur lokun
húsnæðisins í Gamla garði í
augun nú á síðustu og verstu
tímum frávísana umsókna. Miklu
hefði það breytt til hins betra
fýrir stúdenta, eigendur
fýrirtækisins, að þessum
viðgerðum sem eru ástæða
Iokunarinnar hefði verið sinnt í
sumar. Sumum hefði það þótt
sjálfsögð virðing við stúdenta auk
þess sem það hefði verið í betra
samræmi við upphafleg markmið
þeirra sem stofnuðu fýrirtækið á
sínum tíma.
Ekki er langt um liðið síðan hér
var kosið til Alþingis. Þá var
mörgu lofað og enn hefur ekki
gefist tími til að svíkja það allt.
Ekki kæmi mér þó á óvart að
menn sætu allt kjörtímabilið í
sama heygarðshorninu og
boruðu í nefið. Þá hefði ég þó
dregið einhvern lærdóm af
sögunni því sú saga er sönn að
vilji til eflingar menntunar hefur
alltaf bara verið til í ræðum fýrir
síðustu kosningar. (Ekki má
gleyma góðu fréttunum um
nýgerðan kjarasamning háskóla-
kennara. Hann færir þá spönn
nær kjörum starfsbræðra þeirra í
framhaldsskólunum. Húrra,
húrra, húrra!)
Þannig birtist virðingarleysi
stjórnvalda sem þó hafa foreldra-
legum skyldum að gegna við
þetta sitt óskabarn. Eða hefur
kannski óskabarnið alltaf verið
hálfbróðir okkar, Eimskip?
Nú standa yfir steinsteypuvið-
gerðir á aðalbyggingu Háskólans.
Er ekki eitthvað til í því að menn
hafi síðustu árin ekki verið að
gera neitt nema gera við? Menn
hafa verið að sletta steypu hér og
þar án þess að vera í raun að gera
annað. Ofannefnd þversögn lifir
góðu lífi en er ekki kominn tími
til að við gerum eitthvað í
málinu? Þessi tilviljanakenndu
dæmi hér að ofan ættu að sýna
hvað ég á í raun við þegar ég tala
um virðingarleysi gagnvart
menntun í þessu landi. Meðan
við höfum verið fullvalda þjóð
hefur Háskóli Islands verið
sannkallað óskabarn þjóðarinnar
en hver er sá á meðal yðar sem
gefur barni sínu stein þegar það
biður um brauð?
Flæktur í vefinn
Internet-adib virðist engan endi
titla. að taka ojj þess vegna sér
Stúdentablaðið sér ekki annað fiert
en að bjóða upp tí Internet dálk,
enda virðist Internet-Æð engan
endi £tla að taka. Eins og jjlöjjgir
lesendur taka efitir þá munu sum
atriði verða endurtekin til að
undirstrika mikilvœgi þeirra. Eins
og jjlöjjgir lesendur taka efitir þá
munu sum atriði verða endurtekin
til að undirstrika mikilvœjji þeirra.
Tilganjjur þessa dálks er fiyrst og
fremst að upplýsa lesendur blaðsins
um upplýsinjjabyltinguna. Hug-
myndin er sú að dálkurinn verði
stuttur og eyði þannij) sem minnst-
um tíma upptekinna haskola-
borgara. Hins vegar munu upplýs-
ingarnar sem í honum leynastfiela i
sér botnlausan brunn tímasóunar.
Jæja, þannig hljóðar
inngangurinn. Það er kannski
viðeigandi að rita líka örlítinn
inngang um Internetið. Internetið
var upprunalega rannsóknar-
verkefni innan veggja Pentagon og
gekk þá undir nafninu „The ARPA
Project“. Sumir vilja meina að hér
sé komin skýringin á áhuga hins
herskáa menntamálaráðherra á
Internetinu. Tvennt var lagt til
grundvallar við hönnun netsins.
Það átti að geta séð fýrir
samskiptum á ófriðatímum og
hlerun átti að vera nær ómöguleg.
Af þessum sökum var ákveðið að
slíta allar sendingar niður í
svokallaða pakka og hver pakki
mátti fara þá leið sem hentugast
væri hverju sinni. Þetta þýðir til
dæmis að tölvupóstur frá
Bandaríkjunum berst til okkar í
nokkrum hlutum og hlutarnir geta
allir verið að koma hver úr sinni
áttinni! Hjá Pentagon þótti þetta
mikill kostur þar sem tryggt væri að
boð frá Los Angeles til Washington
kæmust á leiðarenda þó að t.d.
símstöðin í Nebraska yrði fýrir árás.
Tölvunetið sæi til þess að boðin
væru send eftir öðrum leiðum þar
til þau kæmust á áfangastað. Þetta
þýðir auk þess að það er ansi
tilgangslaust að hlera Internet-línu.
Framhjá þjóta þúsundir pakka sem
hafa lítil tengsl innbyrðis og í raun
mynda pakkarnir runu af 1 og 0.
Þetta er einn helsti höfuðverkur
símfýrirtækja um þessar mundir.
Þar sem ekki er hægt að
eyrnamerkja pakkana þá er ekki
hægt að rukka einstaklinga fýrir
símalínunotkun. Það er m.ö.o. ekki
hægt að senda símreikninginn með
skrefum og öðru fíneríi á
joi@einhversstaðar.is. Þess vegna
hefur verið farin sú leið að stofnanir
og stærri fýrirtæki leigja símalínur
milli útstöðva Netsins og bjóða
síðan smærri aðilum aögang að
línunni gegn gjaldi. Það er eðlilegt
að spyrja sig hvers vegna Netið
slapp út úr Pentagon en svarið er í
raun augljóst. Internetið er sífellt
betra tæki eftir því sem það er
stærra og þéttara. Það var því hagur
hersins að útbreiðsla þess yrði sem
mest. Langt er liðið síðan
Pentagon sleppti hendinni af
Internetinu og nú er Netið eins
konar almenningseign. Það er engu
að síður ljóst að það er eitt
öflugasta samskiptatæki nútímans,
hvort sem er í stríði eða friði.
Þessi dálkur er farinn að minna á
dýralífsþátt í þýðingu Veturliða
Guðnasonar. Nær væri að kíkja á
http: //nbn .com/youcan/questio
nlist.html. Þar má finna svör við
spurningum sem skjóta eðlilega
upp kollinum í hversdagslegu
amstri. Hér á eftir fýlgja nokkur
dæmi:
Where do farts come from? Why
do I hear vveird sounds at night?
Why does a steel nail sink while a
steel boat floats?? What is macaroni
made out of?
Er þetta ekki sönnun þess að
Internetið geymir svör við næstum
því öllum spurningum?
Unknown@rhi.hi.is
Styrkir til háskóla-
náms í Þýskalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórn-
völdum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslending-
um til náms og rannsóknastarfa í Þýskalandi á námsárinu
1996-97.
a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lok-
ið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1996.
Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskóla-
námi og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einn-
ig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rann-
sóknastarfa um allt að sex mánaða skeið.
Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og með-
mælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Sérstök um-
sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið, 22. september 1995
DAGMÆÐUR
Dagmæður með langa og góða starfsreynslu.
Tökum börn í gæslu fró fimm mónaða aldri.
Möguleiki ó pössun umfram venjulegan
dagtíma.
Laus pláss!
Ath! Ef báðir foreldrar eru námsmenn þá kostar heilsdagsgæsla
ca. 9 þús. pr. mán.
RAUÐA TORGIÐ
905-2121
kr. 66.50 mínútan
Ævintýri, spenna, erótík...
Þú hringir í síma 588-5884 til að láta skrá þig
og nýtur að sjálfsögðu nafn- og raddleyndar
AMOR
vönduð kynningarþjónusta
905-2000
kr. 66.50 mínútan
Fyrir varanleg sambönd...
Þú hringir í síma 588-2442 til að láta skrá þig
og nýtur að sjálfsögðu nai'n- og raddleyndar