Fálkinn - 19.05.1928, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
5krítlur.
ÓMÖGULEGT AÐ SLÍTA
SIG FRÁ HONUM.
Tannlæknirinn: — Jæja, þá er nú
tönnin favin.
Gesturinn: — Já, þakka yður fyrir.
En má jeg elcki lita sem snöggvast
á „Fálkann" aftur. I>að er hægðár-
teikur að láta siíta úr sjer tönn, á
móts við að slíta sig frá honum.
— Jeg frjetti einmitt núna, Ancler-
sen, að fjölskylda jnn hefði aukist um
tvíhura í nótt. Jeg samgleðst j>jer.
— l>að var ekki jeg sem eignaðist
tvíbura. I>að hýr annar Andersen hjer
í liúsinu.
— Jæja, þá samgleðst jeg þjer aftur.
Gömul „ungfrú“ (sem hefir látið
sýna sjer um GO pör af skóm): —
Þjer skiljið vist ekki ennþá, hvernig
skór ]>að eru, sem jeg vil fá?
Búðarmaðurinn: Jú, stórir að innan
en litlir að utan!
* * *
•—• Jeg held að við sjeum búnir að
hafa upp á tengdamóður j>inni, sem
livarf skyndilega um daginn.
— Og hvað sagði hún?
— Eklti eitt orð.
— I>að getur ekki hafa verið hún!
* ★ *
— Heyrðu, Soffía, hvernig fanst
]>jer jeg sóma mjer í nýja kjólnum
mínum i samkvæminu hjá bankastjór-
anum í gærkvöldi.
— Þú varst töfrandi. Jeg er viss um,
að það hefir ekki nema þriðji hver
maður þekt þig.
e
RoyalCrown
Mixture
er mjög vinsælt
REYKTÓBAK.
Selt í boxum á 100 gr. og
kostar að eins 2 kr. boxið.
FÆST ALSTAÐAR.
Konan: Hún dóttir okkar er dauð.
Maðurinn (sem heyrir illa): Ha,
sendi hún okkur sauð?
Konan: Hún dóttir okkar er önduð.
Maðurinn: Ha, sigldi hún suður með
ströndum?
Konan: Hún dóttir okkar er komin
til himnarikis!
Maðurinn: Ha, er hún komin í hina
víkina — hvaða bölvað ftakk cr á
henni!
Frænka: Á jeg að gefa J>jer svolit-
inn súkkulaðimola, Hans mirin?
Hans litli: Nei.
Frænka: En svolítinn kringlubita þá?
Hans litli: Nei.
Frænlca: Hvað viltu þá, drengur-
inn minn?
Hans litli: Jeg vil stóran bita.
— Heyrðu, .góða mín, hjerna i blað-
inu er verið að segja frá stúlku, sem
hefir sofið í tvo mánuði samfleytt.
Helduðu a<S það sje ekki sú sama sein
var hjá okkur árið sem leið.
* * *
Læknisfrúin: Jeg má til að fá nýj-
an vorkjól núna, það er óhjákvæmi-
legt.
Læknirinn: Jæja, jeg verð ]>á að
reyna að lita yfir sjúklingaskrána
mína, og athuga, hverjum jeg á helst
að skera úr botnlangann.
Danskt blað hcfir fundið ástæðuna til þess að Norðmenn þykj-
ast cndilcga verða að eignast Bouvet-eg — óbygðan smáhólma
suður í höfum, scm þeir eru að rífast um eignarrjettinn á, við
Englendinga. — Þeir þurfa sem sje að eignast einhvern stað þar
sem Ibsen geti fengið að vera í friði.
Sjónhverfingamaðurinn (við dreng-
inn sinn): — Þarna er jeg búinn að
galdra handa þjer farþegaskip, flug-
vjel, bifreið og járnbraut. Er það ekki
nóg lianda þjer í afmælisgjöf?
Maðurinn hennar Sigurlinu hefir
sjeð auglýst, að gasreikningurinn
lækki um helming, ef húsmóðirin noti
moðsuðukassa. Og af því að hann er
hagsýnn *kaupir hann kassa, og færir
frúnni.
Daginn eftir, þegar hann kemur
heim til að borða miðdegisverð, segir
frúin: Mikið hefir þú látið pretta þig
i gær, veslingurinn. Jeg setti fullan
pott af kartöflum i kassann undir eins
°2 Jeg fjekk hann í gær, og sem jef>
stend hjerna, þá hafa þær ekki volgn'
að nokkra lifandi vitund, hvað þá
liafi soðnað.
— Færð þú ákveðna upphæð á máU'
uði hjá manninum þínum, eða verðuí
þú að biðja hann um peninga i hvert
skifti sem þig vantar þá?
— Hvort tveggja.
„La BOHEME“ hjet saga, seni
Henri Murger skrifaði fyrir
mörgum árum um líf fátæki'3
listamanna í París og hina erf'
iðu baráttu þeirra fyrir lífinn-
Síðar gerði hið heimsfrseg3
italska tónskáld Puccini söng'
]eik útaf efni sögunnar og vat'ð
hann víðfrægur. Efnið hefir
verið notað til kvikmynda og nt;
a. hefir „Metro-Goldwyn-Mayei'
fjelagið gert ágæta mynd úr þvl-
Leika þau Lilian Gish og John
Gilbert aðalhlutverkin, Miini °ý
Rodolphe, en King Vidor he.fi1
stjórnað myndatökunni. — Á
myndum sem hjer fylgja sjást
tvö atriði úr kvikmyndinni. "A
Hún verður sýnd á GAMLA BÍy
innan skamms.
GGGi£myn c/i
'im
„Stúdenta-ástir“ er nafn á
þýskri kvikmynd sem vakið hef-
ir almenna athygli út í heimi,
vegna þess að hún táknar að
ýmsu leyti nýja stefnu í þýskri
kvikmyndagerð. Þjóðverjar hafa
einkum lagt stund á tvenskon-
ar myndir, annarsvegar hinar
kunnu sögulegu stórmyndir, sem
fi'ægar hafa orðið og svo hinar
realistisku og jafnvel órakendu
myndir, sem jafnframt taka
tískustefnurnar i list í þjónustu
sína. Leikstjórinn, Robert Land,
er einn þeirra manna, sem vill
sameina það besta úr þýskri og
ameríkanskri kvikmyndalist og er
myndin „Stúdenta-ástir“ árang-
ur af þeirri tilraun. Lýsir mynd-
in ást ungs og óþroskaðs skóla-
fólks og hvernig vegum ástar-
innar aldrei verður Jokað þrátt
fyrir „góðan vilja“ aðstandend-
anna, öðruvisi en slys hljótist af.
Meðal leikenda í þessari mynd,
sem sýnd verður í NÝJA BÍÓ
núna um helgina, er Martin
Herzberg, sem margir þekkja
hjer á landi úr ýmsum bestu
myndum „Nordisk Film“.