Fálkinn


Fálkinn - 28.07.1928, Side 5

Fálkinn - 28.07.1928, Side 5
F A L K I N N 5 Eyvindur Árnason Laufásveg 52 Sími 485. Tilbbúnar líkkisfur af öllum gerðum, hvítar, svartar og eikar- málaðar, með og án zinkkisfu. — Fóðraðar og ófóðraðar. — Líkkisfuskraut. — Útvegar Iegsteina. — Smíðar allskonar húsgögn. — Sunnudagshugleiðing. Eftir próf. Siijf. P. Sivertsen. 1. Kor. 3, 9.: „Guffts* samverkamenn crum vjer“. Athugum hve fögur mnnnlifs- Imgsjón felst hak við ])essi um- mæli Páls postula. Mennirnir eiga að vera sam- verkamenn guðs í starfi hans lil að hjálpa og frelsa og leiða fram á leið til þróunar, eiga að vera samverkamenn hans, sem elskar mennina að fyrrabragði og með föðurhjarta. Sje áherslan lögð á almætti guðs og algjörleika, verður erf- itt að skilja, að hann þarfnist nokkurra samv.erkamanna. Hví skyldi almáttugur og alfullkom- inn guð þarfnasl aðstoðar frá ófullkomnum verum til þess að koma áformum sínum í fram- kvæmd? Skyldi hann ekki ein- fær um slíkt? En sje áherslan lögð á toður- eðli guðs og föðurlegan kær- leika, víkur þessu öðruvísi við. Þá fer oss betur að skiljast, að sambandi guðs og mannanna sje líkt farið og sambandi jarð- nesks föður og barnsins hans. Allir vita, að jarðneskur faðir i uppeldi og umönnun á barni sinu, þarfnast samverknaðar barnsins sjálfs. Jarðneski faðir- inn getur aldrei uppalið barnið sitt með nauðung og valdi, hversu voldugur sem hann er. Barnið verður sjálft að vilja það sem faðirinn vill, vilja þiggja gjafir hans, vilja hlýðn- ast ráðum hans og leiðbeining- um — þá fyrst nýtur það þess góða, sem þvi er í tje látið, og þá fyrst uppelur það sig sjálft að vilja föðursins. í föðureðli guðs felst, að þessu sje líkt farið með uppeldi hans og af- skifti af mönnunum. G,uð beitir ekki nauðung til þess að koma fram vilja sinum; hann laðar og leiðir barnið sítt til þess að það verði samverkamaður hans. Guð hefir gefið manninum valfrelsi, cn af því leiðir, að hann AÚll að mennirnir gangi í lið með sjer. Það er djarft að segja, að guð þarfnist þess til þess að koma markmiði sínu í framkvæmd, en þó hefir einn af dulspekingum miðaldanna látið slíkar skoðan- ir í Ijós. Hann kemst svo að orði: ,,Guð getur engu frernur án vor verið, en vjer hans“ (Meistari Eckhart). Þetta eru djörf orð og geta misskilist, en í þeim felst sá sannleikur, að guð þarfnist samverknaðar mannsins, ekki sjálfs sín vegna eða vegna þess að hann bresti mátt, íieldur vegna markmiðs síns, vegna barnanna sinna, seni ekki gela orðið sæl fyrir nauð- ung, heldur eingöngu með þvi að ganga hinu góða á hond af frjáJsum vilja. Merkustu heimspekingar vorra tima hafa mikið fengist við lík- ar hugmyndir þessum. Þeir tala um framhald sköpunar heims- ins og eru að' leitast við að gjöra sjer þess grein, hvernig hún eigi sjer stað. Einn af þjóð- kunnustu heimspekingum Vest- urheims (W. James), hjelt því fram, að maðurinn væri með- ■<--------------------------------------->■ - • Hafið þjer smakkað brúnað fransk- brauð? Kaupið Therma brauðrist og brúnið brauðið á borðinu hjá yður. Þjer munuð aldrei borða óbrúnað brauð eftir það. Júlíus Björnsson. Raftækjaverslun. Austurstræti 12. - r X ---------------------------------------- skapandi heimsins. Guð væri ekki einn um að skapa, þvi síð- ur væri maðurinn einn um það, heldur væri guð sífelt að skapa — og frjálsræði gæddar verur með honum. Ákvörðun manns- ins væri þvi sú, að betra heiin- inn, að því ætti öll viðleitni mannsins að stefna. Hver mað- ur bæri þar ábyrgð á sínu hlut- verki, því að ef hann gerði ekki skyldu sína og inti sitt hlutverk af hendi, yrði það með öllu ó- gjört, sem honum hefði verið ætl- að að gjöra. Frægasti núlifandi heimspek- ingur Frakklands, Bergson, tal- ar einnig mikið um skapandi vilja, sem sje bak við alla þró- un. Hann talar um mátt mann- legs vilja til að ráða yfir efninu og um áhrif mannsins á þróun- ina, á áframhaldandi sköpun. Og það sem vilji mannsins skapi, sje bæði sjálfur hann og heiinurinn fyrir utan hann. Sála hvers manns sje sífelt að skapa sjálfa sig og umhverfi sitt. En ef spurt sje uin, hvaðan sálin fái mátt sinn, sitt skapandi afl, þá verði að leita til lífsorkunn- ar, lifsaflsins, sem til sje á und- an öllu þvi, sem er og' verður. Það sein þarna er klætt i heimspekilegan búning, er líkt því sem Páll postuli g'jörir ráð fyrir, þegar bann talar um sig og aðra kristna menn sem sam- verkamenn guðs. Lifshugsjónin, sem bak við þau orð felst, er sú, að hver einasti maður eigi að álíla það skyldu sína að ganga i lið með guði og hinu góða, að vera ávalt guðs mcgin i baráttu lífsins. Iin vilji guðs er hið. góða, fagra og fullkomna. Getum vjer hugsað oss háleit- ari lifshugsjón en þessa? Að vera kallaður til þess að cfla hið góða, fagra og fullkomna, hver i sínuin verkahring, og verða með því samverkamaður æðstu ver- unnar. Að ganga i lið með föð- urnum himneska í því að skapa sjálfan sig og umhverfi silt, laga vilja sinn í samræmi við vilja guðs, eins og vjer þekkjum hann fyrir opinberun guðs elskaða sonar, drottins vors Jesú Krists. Spyrji einhver um, á hvern liátt þetta megi verða, hvernig hann geli orðið samverkamaður guðs i sínuin verkahring, þá er því fljótsvarað. Það gjörir hver maður með því að hugsa gott, með göfugu tali, með verkum þeim, er til gagns og góðs leiða á einhvern hátt, og með bænum sínum. Móðirin, sem með kær- leika annast barnið sitl og hugsar til þess með kærleika og biður fyrir því, er samverkainað- ur guðs að því að skapa góðan og nýtan mann: Faðirinn, sein vinnur fyrir heimili sínu og reynir í öllu að göfga, fegra og fullkomna lifið þar, er sam- verkamaður guðs í því starfi. Bóndinn, sem vinnur að því að fegra og fullkomna býli sitt, í þeim tilgangi að vera til gagns og láta gott af sjer leiða, er einnig að skapa með guði. Hið sama gjörir hjúið, sem er að þjóna öðrum með alúð og trú- mensku. Læknirinn, sem er að líkna og hjálpa, presturinn, sem er að lilynna að andlegu lifi safnaða sinna, —allir, undan- tekningárlaust allir, sem vinna að einhverri þjónustu með ein- lægu geði og með löngun til að láta gott af sjer leiða. Vjer trú- uin því, að fyrir guði sje ekki undir því komið, hvað unnið er, heldur undir því hvernig jiað er unnið, með hvaða huga og af hvaða hvötum. Hið gleðiríka er, að mega trúa því, að allir þeir, sem vilja verða samverkamenn guðs, mega verða jiað, hvort sem um heill mannsins sjálfs er að ræða, eða um þjónustu öðrum til heilla. Hvílík lífshugsjón fyrir oss öll. Hvers getum vjer fremur óskað sjálfum oss og öðrum, en að komast inn á þessa braut. En gæturn þess, að frumskil- yrðið fyrir því, að vjer getum orðið samverkamenn guðs, er að vjer trúum á möguleika þess, að slikt geti átt sjer stað. Því að jiað er staðreynd, að sá sem trúir á göfgi og góðlcika, hjálp- ar til að skapa hann. Amen. U M VÍÐA VEROLD. SKARPSKY GNI LEYNILÖG- REGLUM ÁNNSINS. Sherlock Holmes er nú orðinn allgamall maður. Hann notar gleraugu, en um daginn týndi hann þeim. Þá sagði hann við sjálfan sig: Það er ólíklegt að nokkur, sem þarfnást gleraugna, hafi stolið þeim, því maður verður að ganga út frá því, að hver sem jiarf á gleraugum að lialda, eigi gleraugu. En maður getur held- ur eig'i búist við að þeim hafi verið stolið af manni, sem ekki brúkar gleraugu. Hvað ætti hann að gera við þau? Maður verður þó að ganga út frá því, að þeim hafi verið stolið af einhverjum, sem brúkar gleraugu, en er bú- inn að týna þeim — eða t. d. manni, sem hefir ýtt gleraugun- um sínum upp á ennið, en man ekki að j)au eru þar. Hvar á maður að leita að svo viðutan manni? Það skyldi þó aldrei vera ........ Og svo greip hann hendinni úm ennið. Álveg rjett .Þar voru gleraugun! ! BLINDUR ÞINGMAÐUR. Þessi blindi maður er l’or- maður í fjelagi þeirra Frakka sem mistu sjónina í heimsstyrj- öldinni. Hann heitir Scapini og var nýlega kosinn á l>ing með mikluin meirihluta atkvæða í kjördæminu. GtáD

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.