Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1928, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.09.1928, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N KONUR! Lítið til karlmannanna, hve mjög þeir líftryggja sig. — Eruð þjer eigi jafn verðmætar þeim? „Andvaka“ — Sími 1250. Húsmæður! Gold Dust þvottaefni og Gold Dust skúringar - duft hreinsa best. Sturlaugur Jónsson & Co. Heiðruðu húsmæður! Notið eingöngu langbesta skóáburðinn. Fæst í skóbúðum og verslunum. Fyrir kvenfólkið. Til sölu Þetta er mynd af ensku stúlkunni, sem um daginn auglýsti i viðlesnu blaði, að hún vildi giftast liverjum manni, sem borgaði henni 30,000 sterlingspund. Ástœðan til ]iess að hún bauð sig til sölu var sú, að hún ætl- aði að tryggja veikri móður sinni góða afkomu i cllinni. Hún fjekk fjölda tilboða, meðal annars eitt frá ind- verskum fursta. Störf húsmóðurinnar. „Sjerkunnátta er nauðsynleg í hverju starfi, ef ]>að á að hepnast“. Og eigi á þetta hvað sist við urn liúsmæðra- störfin. Það er húsmóðirin sem stjórnar heimilinu og húsmæðrastjett- in er mikilverðust og fjölmennust allra stjelta í veröldinni. En þegar ungu mennirnir eru að velja sjer konu, er sjaldnast á ]>að litið, hversu hæft konuefnið sje til að stjórna heimili. Ástfangnir menn eru svo sem ekki að hugsa um ]>á smá- muni. En hversu oft liefir sundurlyndi bjóna ekki byrjað með söngum graut, götugum sokk eða þessháttar lítilræði. Lífsgleði flestra er háð því, að heimilið sje notalegt og þrifaleg um- gengnin, afkoma flestra undirþvikom- in, að húsmóðirin sje ráðdeildarsöm og kunni að spara. Það er að vísu svo, að sumir húsfeður gera konunni — ýmist sjálfrátt eða ósjálfrátt — ó- kleyft að halda heimiliinu i liorfi, hversu duganrli og hirðusöm sem liún er. En þau licimilin eru ]>ó flciri, þar sem það er á húsmóðurinnar valdi, hvort heimilið dafnar eða ekki. — Skemtilegasta heimilisprýðin er sú, sem ber það með sjer að liún er gerð af litlum efnum. Hjá flestu efnalitiu fólki er það húsmóðirin, sem fer með meiri lilut- ann af tekjum heimilisins. Það er því ekki smáræðisupphæð, sem liáð cr ráðsmensku þeirra i hverju ]>jóðfje- lagi. Svo mikið er þetta fjc, að segja má, að afkoma þjóðfjelagsins sje að miklu leyti komin undir lragsýni hús- mæðrastjettarinnar. í sænsku blaði er nýlega sagt frá rannsókn, sem „social“-ráðuneytið liefir látið gera á útgjöldum ýmsra húsmæðra þar i landi, til heimilis- þarfa. Reikningar einnar liúsmóður- innar vöktu mikla athygli nefndarinn- ar. Árstckjur f jölslcyldunnar voru 4500 krónur og var þrent i heimili, lijónin og sonur þeirra, 10 ára. Hús- móðirin hafði komist af með 800 krónur i fæði handa heimilinu um ár- ið (þar með talið eldsneyti) og þann- ig ekki notað nema 17.8% af tekjum fjölskyldunnar i fæði. Nefndin hað konu ]>essa um mataruppskriftir fyrir nokkrar vikur, ]>ví hún leit svo á, að fjölskyldan hlyti að hafa verið of spart lialdin i mat. Matseðlarnir komu og voru rannsakaðir af sjerfræðing- um, sem komust að þeirri niðurstöðu, að fjölskyldan fengi nægan mat og hollan og góðan. Húsmóðirin segir frá ýmsu viðvíkj- andi hússtjórn sinni, í svarbrjefi til nefndarinnar. Hún kaupir alt gegn greiðslu út í liönd. Bakar alt brauð lieima. Kaupir að svo miklu leyti sem unt er mat til allrar vikunnar í einu. Semur inatseðla sína ávalt fyrirfram fyrir cina viku i senn og hagar þeim með tilliti til þess, livaða matvörur sjeu ódýrastar á þeim tíma árs. (AIl- ar vörur eru ódýrastar um það leyti sem mest er framleitt af þeim). Hún notar ckki kjötmat til miðdegisverð- ar nenia 1—2 sinnum i viku. Kaupir sjaldan eða aldrei álag í búðuin eða niðursoðinn mat. Notar mikið mjólk- urmat. Kaupir rófur og kartöflur til ársins í einu lagi. — Og lælur aldrci neitt ætilegl fara til spillis eða skem mast. En sinn cr siður í landi hverju, og eigi á alstaðar liið sama við. En mál þetta er þess vert, að kvenfjelög hjer á landi tæki ]>að betur til ihugunar en gert hefir verið. Konur scm stjórna vcl búi með litlum efnum eru þess verðar, að nafni þeirra sje á lofti lialdið og að fordæmi þeirra sje tek- ið til fyrirmyndar. Engin kærði sig um manninn sinn. Prófcssor Frederich Woellner hjelt nýlega fyrirlestur i kvenfjelagi einu, l'yrir um 800 konur. Og í lok fyrirlest- ursins lagði hann fyrir áheyrendurna þessar fjórar spurningar, sem allar voru látnar svara: — Setjum svo að þjer liðuð skip- brot og kæmust lífs af upp í eyði- hólina. Ifvaða manneskju munduð þjer |>á ltjósa að hafa með yður. hvaða snyrtigagn, hvaða eldhúsgagn og livaða bók? Allar ógiftu stúlkurnar kusu að hafa hjá sjer unnustann sinn — en engin af giftu konunum kusu mann- inn sinn! Sex hundruð kusu sápu og mciri hlutinn skaftpott. Flestar kusu annaðhvort heimspekilega bók eða bækur trúarlegs efnis. Húsráð. Ef fólk viil forðast að láta pönnu- egg (spelegg) verða brún að neðan ]>egar þau eru steikt, er það óbrigð- ult ráð, að láta eina matskeið af vatni saman við smjörið, sem eggið er steikt i. WMse. hyggin húsmóðir lítur í pyngju sína áður en hún lætur tvo- peninga fyrir einn. Af bestu dósamjólkinni jafngildir t mjólkurdós 1 lítra nýmjólkur. — Hvaða vit er þá í því að kai.pa mjólkurdósina mikið hærra verði heldur en nýmjólkur- líterinn. Ekki er það af því að hún sje betri. Verið hagsýn, kastiö ekki peningunum' frá yður og það að mestu út úr landinu. Hugsið um velferð barnanna. Gefið þeim mikla nýmjólk. Notið mjólkurmat í hverja máltíö, það verða áreiðanlega ódýrustu matarkaupin. En kaupið hana hjá: MJÓLKURFJELAGI REYKJAVÍ KUR r,:.....-------------~=^\ „Sirius“ súkkulaði og kakaóduft nota allir sem vit hafa á. Gætið vörumerkisins. Vandlátar húsfreyjur kaupa Hjartaás- smjörlíkið. Keillier’s County Caramels eru mest eftirspurðu og bestu karamellurnar. í heildsölu hjá Tóbaksverslun íslands h.f. Einkasalar á íslandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.