Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1928, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.09.1928, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skölason. Framkuœmdastj.: Svavak Hjaltested. Aðalskrifstofa: Austurstr. 6, Heykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Osló: Anton Schjöthsgate 14. BlaðiS keraur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 20 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Sfíraóéaraþanfiar. „Þekkirðu landið?" Myndaflokkur, som bir.st hefir hjer í blaðinu með bessari fyrirsögn hefir vakið tals- verða athygli, og orðinu tvö, sem tylgdu honum eru a margra vörum. Er það vonandi, að eigi sje svo langt milli vara og skilningarvita t'ólks, áð orðin hafi ekki komist á rjettan stað og vakið menn til umhugsunar A ]>ví, hvort jjcir sjálfir gætu svarað þvi, sem að var spurt, og svöruðu ]>ví játandi eða neitandi. Því sannleikurinn er sá, að íslend- •ngar þekkja of litið sitt eigið land og sina eigin þjóð. Þess eru mörg dæmi um kaupstaðabúa, að þeir hafa varið sparifje sinu til þess að komast snögga ferð til útlanda, en hitt liafa ]>eir vanrækt að kynnast sínu eigin landi. Það eru margfalt fleiri Reyk- vikingar, sem hafa komið til Kaup- mannahafnar en upp á Esju. I>að er engan vegin láandi, þó menn vilji gjarna koma í annað land og sjá meiri verkmenningu en hjer er og aðra þjóð. En Iiitt er láandi, að fólk láti utanförina ganga á undan. Því svo best er gagn að utanför, að menn þekki sitt eigið land nokkurnvegin áð- »r en þeir fari utan. Og svo hest geta menn af viti talað um menn og mál- efni, náttúrufegurð og framtíðarskil- yrði eigin þjóðar, að þeir hafi sjeð eitthvað af þessu með eigin augum. „Islendingar viljuin vjer allir vera!“ Kn islendingur er enginn sá, sem ekki þekkir ísland. Æftjarðarást og þjóð- arþekking fæst aðeins með því að kynnast landinu og ]>jóðinni með eig- i» augum. Daglegá umhverfið er ekki »óg, því vaninn ræður svo miklu. að Hestir gerast glámskygnir og heyrnar- daufir og lieimskir á ]>að, sem ]>eir hafa haft fyrir augum eða eyrum frá Þarnæsku. Á síðasta velri var stofnað í Reykja- vik fjelag, sem á að greiða fyrir auk- inni viðkynningu milli íslendinga og — íslands. Það liafa oft verið stofnuð fjelög með fjarskyldara mark- miði. Því kynni þjóðarinnar á land- inu er undirstaða þess, að menn fái grun um hvað í landinu felst. Slíkur i.íelagsskapur er nauðsynlegur og gagnlegur ■ — ekki síst i því landi Evrópu, sem fjölbreyttast er að sköpun. Fallegur koss (Gloria Swanson og Lawrence Greg). Handkoss (Gloria Siuanson og l-.ugen O’lirien). Öðru hverju koma fram menn, sem segja kossuuum stríð á hendur og vilja útrýma þessu al- heimsináli mannkynsiiis, eins og rottum eða flugum. En þeir muna ekki að kossarnir eru vin- sælasta og fljótlærðasta mál í heimi, og tíðkast með öllum þjóðuin nema negrum, sem eru svo hreinlegir að þeir kySsa ekki, enda þótt þeir hafi þrosk- aðri kossavarir en nokkur þjóð- bálltur annar í veröldinni. Kossa-andstæðingarnir gripa á- valt til sama vopnsins gegn kossunum: að þeir sjeu óheil- næmir, og þeir kalla kossana ljótan ósið og rnargra manna hana. Sóttkveikjur og allskonar ótæti berist með þeim frá munni til munns. Sumir þeirra viður- kenna þó, að það sje gott að lnnilegur koss (Susi Vernon og Willy Friscli). kýssa, og heimurinn mundi fara mikillar ánægju á mis ef kossum væri útrýmt. Og þeir viðurkenna að ilt sje að útrýma þe.im, og að ennþá erfiðara mundi að koma í framkvæmd kossahanni en áfengisbanni. Þvi sjaldan eru kossar svo magnaðir að það svífi á inenn af þeim, og svo er eng- in lykt af þeim! Einn kossahatarinn he.fi r af mikilli hugvitssemi fundið á- hald, sem á að varna smitunar- hættu af kossum. Áhald þetta er líkast „tennisketscher“ í lög- un og smáriðið silkinet riðið í augað. í netið er borinn lögur, sem drepur sóttkveikjur. Og svo ]>egar kyssa skal hregðui' ung- irúin áhaldinu fyrir munn sjer, og svo má kyssa svo lengi sem hver vill, án þess að nokkur hætta stafi af!!! Og hugvitsmað- urinn segir að kossinn sje alveg jafn góður fyrir þessu. En það vill enginn trúa honum, og það er ekki láandi! Svo mikið er vist, að þegar nokkrar ungar stúlkur tóku u]>]> á því, að hera þetta á- hald á sjer og nota það morgun, kvöld og miðjan dag — því alt- af getur kossalöngunin komið yfir fólk — þá varð árangurinn sá, að piltarnir hættu að kyssa þær og fóru að kyssa aðrar. Og kossatólið varð orsök margra riftaðra trúlofana, kveinstafa, tára og iðrunar. Komi það ein- hverntíma hingað til lands, skal öllu ungu og laglegu fólki stranglega ráðið frá að nota það. Flestir sem til vits og ára eru komnir, munu kannast við sæt- leik fyrsta kossins. — Hjer er vitanlega ekki átt við kossa, sem kystir eru hugsunarlaust og fyrir (ó)siðasakir, en af þeim kossum er meira til hjer á landi en í noklcru öðru landi Norður- Evrópu. Við slíka kossa er gotl að nota kossatólið, sem áður var minst á, því þeir missa einskis í við það. - En það eru göðu kossarnir, sem hjer er átt við. Fyrsti kossinn er „Ijúffengastur" — það her öllum saman um, og í þvi tillili er öðruvísi ástatt um kossa en tóbak og brennivin. — Eftirfarandi lofgjörð um fyrsta kossinn er tekin úr dagbók ungrar stúlku: „Hinn 20. maí kysti Róhert mig í fyrsta sinn. Mjer fanst jeg liggja á rósabeði (það hafa víst verið þyrnalausar rósir!) sem var á floti í hafi, sem hlandað var úr hunangi, höfuð- vatm og kampavmi; það var eins og demantsfætur tritluðu eftir taugunum á mjer og smábátar uieð englum sigldu gegnum æð- ar mínar og segulmagnandi regn- bogaljós ljeku um mig alla“. Ja, hún kunni að Iýsa því, telpan sú! Maður einn, sem ekki var eins Sáttakoss (Olga Tschekowa og Ilarry Licdtke).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.