Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1928, Blaðsíða 1

Fálkinn - 20.10.1928, Blaðsíða 1
16 síliir 16 m ■ v: v:;: illlll -\5v íM ; ; ''' WMœÍmá Wtí0ímIpwaffei t... ' .,... .i—...... j Þýska loftfarið „Graf Zeppelin“ kom lil Lakehurst nálægt New York síðdegis á mánudaginn var eftir 111 klukkustunda flug frá Þýskalandi. Hafði skipið fengið mjög slæmt veður og bilað á leiðinni, svo að það varð að halda kyrru fyrir um stund, meðan gert var við bilunina og eftir það gat það ekki farið fulla ferð. Hefir loftskipið sett nýtt met, því áður hefir ekkert loftfar verið svona lengi í lofti í einu. Var því fagnað mjög vel í New York. — „Graf Zeppelin“ er stærsta loftskip, sem nokkurn tíma hefir verið smíðað. Ep það 236,6 metrar á lengd, en belgurinn 30,5 melrar í þvermál þar sem liann er víðastur; rúmtak loflfarsins er 105,000 rúmmetrar. Má til samanburðar nefna, að loftförin „Norge“ og „ltalía“ voru ekki enma 19,500 rúmmetrar. Loftfarið hefir fimm Maybach-hreyfla, hvern 530 hestafla, og á að geta farið 128, km. á klukku- stund hraðast og geta flogið 10,000 kílómetra án þess að lenda. Hreyflarnir geta bæði brent bensíni og „blágasi“ — er það loftkent eldsneyti sem hefir þann kost að eðlisþyngd þess er hin sama og loftsins, svo að skipið Ijettist ekki við eldsneyt- isnotkunina. — Á myndinni sjest: I) „Graf Zeppelin“ á reynsluför yfir þýskum bæ. II) Lengd loftfarsins borin saman við 480 feta háan útvarpsturn í Berlin. III) Loftskipið er látið inn i skálann eflir fyrstu reynsluferðina. IV) Loftslcipið er dreg- ið inn. V) Farþega- og stýrimannabáturinn i skipinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.