Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1929, Side 2

Fálkinn - 02.03.1929, Side 2
2 F Á L K I N N GAMLA BfÓ Hvíta þrælasalan. Sjónleikur í 6 þáttum. Terra-Film — Berlín. Aðalhlutverk leika: Anita Dorris, Hans Mierendorff, Anton Pointer. Myndin er bönnuð fyrir börn, en að öðru leyti fyrirtaks efni. Skemti- leg, spennandi og vel leikin. MALTÖL Dajerskt ÖL PILSNER Best. Ódýrast. INNLENT ölgerðin Egili Skallagrímsson. | Hagfeld viðskifti 1 auka hagsæld í búi. I ss ° ® Gerið þess vegna innkaup yðaráréttum stað. m u Af hverju haldið þið að verslun okkar tvöfaldist árlega? Ef þjer hafið skift við okkur, þá mun yður vera ljós ástæðan, en ef þjer hafið ekki skift við okkur hingað til, þá skuluð þjer reyna viðskiftin, og þjer munuð eftirleiðis vita ástæðuna. Vörur sendar hvert á land sem er gegn eftirkröfu. Tímaritið »Plógur« er komið út og verður sent hverjum sem þess óskar endurgjaldslaust. — Hann inniheldur verð- lista yfir allar okkar vörur og söluskilmála. Virðingarfylst Mjólkurfjelag Reykjavíkur. m hZA Hinir margeftirspurðu myndarammar eru komnir aftur. Innrömmunarstofan, — mynda- og rammasala Skólavörðustíg 5. Geir Konráðsson. ----- NÝ]A BÍÓ —— Dörn byltingarinnar. Kvikmyndasjónleikur í 6 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Edith Jehanne, Uno Henning og Brigitte Helm. Myndin er bönnuð fyrir börn. Litla Ðílastöðin Lækjartorgi Bestir bílar. Besta afgreiðsla. Best verð. Sími 668 og 2368. Kvikmyndir. BÖRN BYLTÍXGANNA. Mynd sú, sem Nýja Bió sýnir uni helgina gerist suður á Krimsskaga uin ]>ær mundir, sem Bolsjevikar voru að ná völdunum í Rússlandi fvrir fult og alt. Voru ]iað áhrifamiklir atburð- ir sem gerðust í þá daga og var eng- inn öruggur um lif sitt. IJina leiðin undan hörmungunum var sú að reyna að flýja land og ]iað ráð tóku flestir útlendingar. Aðalpersónurnar í leikn- uin eru ung frönsk stúlka og stúdent einn rússneskur, sem er í flokki Bolsjevika. — Myndin er tekin af Ufa- fjelaginu þýska og er mjög áhrifa- mikil og prýðilega ieikin. Edith Je- hanne, Birgitte Helm og Uno Henn- ing leika helstu hlutverkin. ÍIVÍTA I’RÆLASALAN er málefni, sem jafnan er mikið tal- að um í hciminum. Mj'ndin sem Gamla llió sýnir á næstunni lýsir liet- ur en orð fá gert þessu ljótast glæpa- athæfi sem sagan þekkir. I’að er gatnla sagan um ungJingsstúlku, sem ]iráir að komast i stórborgarglauminn, sem endurtekur sig þarna og sögunni lýkur með ]>ví, að stúlkan er gint tii Rio de Janeiro. Alyndin er tekin af Terrafjelaginu í Berlín og eru leik- endur þýskir. Hefir myndin tekist af- bragðs vel og æfintýri stúlkunnar munaðarlausu er mjög áhrifamikið. Helstu hlutverkin leika Anita Dorris, Hans Mierendorff og Tlieodor Loos. Hún fann hringinn í fiskmaganum. Hinn illræmdi harðstjóri á Samos, Polykrates, sem fyrir nær tveim þús- undum ára varpaði dýrindis liring i sjóinn, sem fórn til guðanna, en sið- ar fann hann aftur í maga fiskjar, er ekki lengur einn um slíku hepni. Kona ein frakknesk, frú Rereit, týndi fyrir rúmu ári demantshring ó- venju fatlegum. Maður hennar hafði gefið henni Iiringinn og með því að sambúðin milli hjónanna ætið hefir verið og er liin ákjósanlegasta, var liún mjög leið yfir missinum. Hún leitaði alstaðar á heimilinu, en á- rangurslaust. En svo um daginn var vinnukonan að slægja fisk til matar i eldhúsinu. En hvað skeður? I maga fiskjarins finnur lnin hringinn, sem húsmóðirin hafði týnt. Menn skýra þetta á þann hátt, að stúlkan mun liafa kastað hringnum í þróna í eldliúsinu. I'aðan liafi liringurinn fiutst í holræsinu út í sjó og svo hafi fiskurinn gleypt hann. „LÍFTRYGGING". Augu manna eru farin að opnast fyrir því, hve nauðsynlegt ]>að er að auka sem l>est allar slysavarnir. Hvert mannslifið sem • sparast verður ekki metið til peninga. Örugt hjálpartæki gegn ilruknun virðist það vera vestið, sein lijer birt- ist mynd af. Er ætlast lil |iess að sjó- menn gangi að vinnu sinni í vestinu; er ]>að hlýtt og voðfelt, svo að menn venjast því fljótt. Ýmsir útgeíðármenn Iiafa lagt skipsliöfnum sínum til björgunarvesti, t. d. höfðu allir leið- angursmenn i Grænlandsleiðangri Helders í sumar ]>essi vesti og not- uðu þau. Læknir fararinnar, Tryggve í AUGU yðar finna áreiðanlega þau gleraugu sem er við yðar hæfi, bæði hvað gæði, gerð og verð snertir í glugganum á LAUGAVEG 2. Þar hjá sjerfræðingnum verða gleraugu mátuð nákvæmt og ókeypis. Engin útibú, þar eð sjerfræðingurinn sjálfur annast hverja afgreiðslu. Komið þess vegna aðeins á LAUGAVEG 2, þar hittið þjer HRUUN Sími 2222. I* Eng segir svo um vestin: „Auk þess. að þau voru vörn gegn slysum, eigi aðeins druknun heldur og árekstrum, hafa vestin heilhrigðislega þýðingu, því að ]>au eru hlý, svo að líkams- hitinn vex og blóðrásin örvast, en við það eykst veliíðan og mótstöðuorka likamans". Vesti ]iessi eru búin lil í Noregi og hefir Ellingscn kaupmaður ]>au lil sölu. I>au eru ódýr, rúmar lfi krónur, og virðast vera mjög sterk, og dúk- urinn í þeirn harklitaður til ]>ess að verjast fúa. Og flotmagn þeirra er þaulreynt. Þannig hefir ]>að kortiið í ijós við tilraunir lijer, að vestin hafa haldið 5 kg. af járni uppi í 50 klukku- stundir. Slysavarnafjelag íslands hefir athugað þessi vexti og veitt þeim með- mæii sín. Er mikið öryggi að slíkum gripum, og ætti þá ekki að vanta á nokkru skipi. Stór verksmiðja í Birmingliam hefir tekið upp þann sið, að láta alt starfs- fólk sitt safnast saman og syngja i hálftima áður en það byrjar vinnu á mánudagsmorgnum. Hefir þetta gefist vel, og sumir þeir, sem hafa verið „eftir sig“ eftir helgina ltáfa gleymt öilum óþægindum og komist í ljóni- andi skap við sönginn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.