Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1929, Síða 3

Fálkinn - 02.03.1929, Síða 3
F Á J, X í N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavaii Hjaltested. Aðatskrifstofa: Austurstr. 6, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Osló: Anton Schjöthsgate 14. Blaðið kemur út hvern iaugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Ali.ah áskriftir greiðist fyrirfram. AuglýsingaverS: 20 aura millimeter. Phentsmiðjan Gutenrerg ^lmfíugsunarvarí ~! Fyrir búnaðarþinginu liggur mál eitt, sem í raun rjettri eru margfalt merkilegri og umfangsmeira, en al- menningur vill vera láta. Það er fræðsla húsmæðra. Nefnd, sem í það var skipuð í fyrra hefir skilað ítar- legu áliti og gerir tillögur um gagn- gerða breytingu á húsmæðrafræðslunni i landinu. Ná þær fram að ganga? Tiilögurnar eru sein sje sömu anmörkum bundn- ar eins og svo margar aðrar — þær kosta mikið fje. Er málið þess vert, að þjóðin leggi á sig gjaldabyrðar til þess að koma því i framkvæmd? Það er atriði, sem vert er að íhuga nú, meðan málið er á döfinni. Það má lengi um það deila, livort islenskar húsmæður sjeu yfirleitt starfi sínu vaxnar eða ekki. Úr þeirri deilu verður ekki skorið, því sjónar- miðin eru svo ólik og kröfurnar sem menn gera svo misjafnar. En um liitt verður ekki deilt, að mikill meiri hluti islenskra húsmæðra rækir ekki störf sin svo vel, að ekki væri hægt að gera það mildu bctur. Og ein aðalástæðan iil þessa er vitanlega vöntunin á kunnáttu. Húsmóðirin er að jafnaði ráðsmað- úr yfir mestum liluta af tekjum fjöl- skyldunnar, og dæmin eru deginum Ijósari um það, að sú ráðsmenska fer misjafnlega úr hendi. Tvær hús- mæður með sömu tekjur og álíka l>unga fjölskyldu eru stundum svo mishæfar, að annað heimilið ber svip auðnuleysis og fátæktar en liitt snyrti- mensku og ánægju. Að vísu verður al- drei reist rönd við þvi, liversu góð sem húsmæðrafrœðslan yrði, að eigi yrðu innan um liúsmæður sem illa væri starfi sínu vaxnar, því persónu- lcgt atgjörfi ræður jafnan mildu. En víst er um hitt, að með aukinni fræðslu mundi duglegu liúsmæðrunum fjölga að miklum mun, og með auk- inni kunnáttu mundi húsmæðrastjett- in spara þjóðarheildinni fje, sem telja mætti j miljónum eftir hvert cinasta ár. Fje sem sparaðist við uukna hagnýting alls þess scm til heimilis er lagt, fæðis og klæða. En svo kemur annað til greina. ^knavísindunum hefir fleygt stór- ^e8a fram á síðustu áratugum og er l>a<5 sannað af þeim vísindum, að lík- uinleg lieilbrigði er fyrst og fremst komin undir því, að ákveðnum reglum sJe hlýtt, að þvi er snertir húsakynni, *æðaburð og mataræði. Og þetta verð- Ur, a‘ð lærast. Undir góðri mentun liús- móðurjnnar er komin heimilisánægja, , ÍQUia og lieilbrigði þeirra, sem hún a íyrir að sjá. EINKENNILEG LÍKAMSRÆKT Hörundflúrari við vinnu sína á strœli í Kairo. Á töflunum sjúst mgndir, sem skiftavinirnir gela valið til fgrirmyndar. ur fyrir framan spegilinn sinn og iðkar máJaralist á andlitinu á sjer áður en hún fer á dans- Ilörundskuröir á svcrtingja í Austur-Afriku. Það er langt síðan menn fóru að hugsa um útliðið sitt. Gamla fólkinu finst, þegar það talar um kvenfóllcið, sem farðar sig í kinnunum, málar á sjer varirn- ar og dregur strik í augnahárin á sjer eða litar á sjer hárið, eins og alt þetta sje einhver nýtísku goðgá sem eigi hafi þekst í heiminum áður. En sannleikur- inn er sá, að eins langt aftur í tímann og heimildir ná, má finna þess órælc merki, að fólk liafi notað allskonar hrögð til þess að hreyta útliti sínu þannig, að það þætti fallegra. í gröfum Egypta hafa fundist alskonar fegurðarsmyrsl og meira að segja leiðarvísirar í allskonar andlits- og líkamsfegrun. Og þessi sama tilhneiging gerir engu síður vart við sig hjá þjóðum á allra lægsta menning- arstigi en hjá hinum svoncfndu menningarþjóðum. Það er sama tilhneigingin, sem ræður gjörð- um villimannsins þegar hann stingur prjón gegnum miðnesið á sjer og stúlkunnar, sem stend hugmyndirnar um hvað sje fag- urt og hvað Ijótt býsna ólíkar. Villimennirnir halda mikið upp á sterka liti og ýmislegt það, sem menningarþ jóðirnar kalla afkáralegt. Okkur finst t. d. ekki fallegt að sjá mann með stór ör i andlitinu, en villimönn- um þykir það prýði, — svo mik- il prýði, að þeir gera sjer stund- um sjá'.fir áverka til þess að fá örið. Og mest þykir í það varið, að örið sje þannig að það sýni einhverja mynd eða teikn. Það eru villimennirnir sem hafa fundið upp tattoveringung svokölluðu. Einfaldasta tattover- ingin er sú, að skera með hníf inn úr hörundinu myndina sem maður vill láta sjást á sjer og hera svo lit í skurðinn. Þegar hann grær verður liturinn eftir og sjest í gegnum hörundið. Þessi aðferð er ennþá mikið not- uð af villimönnum í Afríku og Ástralíu. En miklu algengari er depla- tattóveringin. Villimenn nota oft- ast nær þyrna eða beinnál eða einskonar kamb við hana. Dýfa þeir oddinum í litarefni og stinga svo inn í hörundið; ,,Drotning nœturinnar“ óafmáanlega ,,innprentuð“ á enskt sjómannsbak. leikinn. En smekkurinn er óneit- anlega nokkuð mismunandi, llörundflúr á sjómannshandleggjum. Ilörundflúr með litum. Mynd af drcka.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.