Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1929, Side 5

Fálkinn - 02.03.1929, Side 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. ,,l‘uí að Kristur leið líka eina sinni furir syndir, rjettlálur fijrir rangláta, til þess að hann mœlli leiða oss til Ouðs — 1. Brjef Pjcturs, 3, 18. Pistillinn, sem við hugleiðum i dag snertir liftaugina í trú vorri: friðþæginguna. Af óum- ræðilegri ást Guðs til syndugra inanna sendi hann son sinn ein- getinn til vor mannanna, ekki til að dæma oss heldur til að frelsa oss með því að fórna Hfi sínu fyrir oss. Spámaðurinn Jesaia sagði þetta fyrir með þess- Uin orðum: „Hann var særður ■vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegning- in sem vjer höfðum til unnið koni niður á honum og fyrir hans henjar urðuin vjer heil- hrigðir. Vjer fórum allir villir vegar sem sauðir, stefnduin hver sína leið, en Jahve Ijet mis- gjörð vor allra koma niður á honum. Hann var hrjáður en hann lítillætti sig og lauk ekki Upp munni sínum, eins og lamb, sem leitt er til slátrunar og eins <>g sauður þegir fyrir þeim, sem hlippa hann ....“. Þannig lýsir spámaðurinn friðþægingu Jesú Krist 700 árum fyrir fæðing hans. Guð gaf oss syndugum wiönnum son sinn, og sonurinn gaf líf sitt fyrir oss. Hlýtur ekki þessi fórn hins algóða föðurhjarta og hinn ó- Uiælanlegi kærleikur, sem er að haki þessu, að gagntaka hverja lifandi sál? Hámarki sínu nær Guðs eilífa miskunsemi með fórnardauðan- hm á krossinum. Mættum vjer aldrei, í orði eða verki þreytast á því að minnast krossins og hlóðs Krists, sem frelsaði oss fi'á allri synd. Mættum við öðl- ast kraft G,uðs náðar til þess að hfa krosslífinu í hverri stöðu sein við erum, undir tákninu seni gert var yfir enni okkar og hrjósti í heilagri skírn. Slíkt líf er farsælt líf, þótt oft mæti mót- læti og þjáningar. Og reynslan hefir þráfaldlega sýnt, að lífið í Kristi þarf ekki að verða sneytt Veraldarláni heldnr þvert á móti. fh'ottinn krefst hvorki meinlæta nje fátæktar heldur aðeins þess, að menn aldrei gleymi hvert að- minarkmið lífsins er, og að Hienn aldrei láti umhugsunina Uni veraldleg gæði blinda sig svo, að þeir missi sjónar á því eina nauðsynlega. ,,Gef keisar- anum það sem keisarans er og Guði hvað Guðs er“. Og fyrir hverja hefir Jesús Kristur liðið fórnardauða? spyr hú máske. — Fyrir synduga og rangláta, svarar textinn, — fyrir h'g og mig. Og þá vilt þú ef til vill segja, að Guð sje ekki rjett- hitllT, er hann veiti harðsnún- Hni syndurum hlutdeild í náðar- gjöf sinni. En þjer gleymist að huð vill að allir menn verði sáluhólpnir og lcomist til viður- henningar á sannleikanum. Og bnð geta þeir, ef þeir aðeins að hljúgum hug játa syndir sínar °g hafa einlægan hug á að betr- ast. Guð er elcki aðeins rjettlátur. Hann er lílca miskunnsamur. Og minnast má þess, að ræninginn á krossinum var sá fyrsti er var hjá Jesú í Paradís. Dómurinn, sem fullnægt var með fórnar- dauða hans var náðunardómur vor syndugra manna, Guð veiti oss náð sína til þess að öðlast hlutdeild í fórnargjöf- inni miklu og sanna og lifandi trú á hann, sem drakk bikar þjáninganna í botn, til þess að við skyldum hljóta eilíft líf. FRÁ LIÐINNI TÍÐ Frá fellinum 1882. Eftir Vigfús Guðmundsson. Lítum nú á Landsveit. Jón Bjarnason bóndi í Austvaðsholti segir í „ísafo!d“ (12. jan. 1882) frá afla og útkomu þar i sveit um liaust- ið. Ileyjast hafði alls á heimajörðun- um: Stóruvöllúm 30 hestar, Skarði 40 h., Klofa 15 h., Galtalæk 26 h., I.eirubakka 20 h., Hvammi 27 h. o. s. frv. — Ekkert á Fellsmúla. „Eigi gat lieitið sauðgróður um mitt sumar. Málnytjupeningur var því nær arðlaus, og stórgripir stóðu hungraðir á þess- ari liagleysu. —■ Þess munu dæmi, að kýr hafi verið skornar í þessar sveit næst liðið liaust, sein ekki voru mergjaðar, en þó án allra vanmeta“. Hestar megri en venjulega á vordög- um; og heyskap varð að sækja á sum- um hæjum „meira en þingmannaleið“. í öllum hálendum og þurlendum sveitum yfir höfuð, varð heyskapur miklu minni en í meðal ári. Vantaði sumstaðar helming eða meira alls, og á töðuna %—Vs. En nýting var ágæt til höfuðdags. Um Norður- og Austurland o. fl. hjeröð, var munurinn minni. Svo varð upp- gripa heyskapur við Safamýri, og á einstökum úrvalsstöðum. Fellis-aðdragandi. Svo sem nú er lýst á lökustu stöð- unum, var þannig undirhúningur und- ir fellirinn: Þrautarbeitilandið nærri graslaust, liey lítil (þó fyrningar hjálpuðu nokkuð víða), og sumt af húfjenu í vorholdum undir veturinn. Engin almenn fjársala syðra og „fóð- urbætir“ var ekki á boðstólum — heyrðist varla nefndur. Nema þá lielst matarúrgangur, dropalögg ef til var, hrís og skógarlim, og hrossaket. Ilrossum var slátrað sumstaðar, lil þess að lialda lífi í kindum. Veðurfar var hrakasamt á Suður- landi um veturinn, en aldrei mjög mikil liarðindi fyr en um vorið. Haustið var líka liralcasamt, og þvi illur und- irbúningur. Um fjallferðina var krapaslagvcðrið svo stórfelt, að f jallhestarnir sumir drógust varla til bjargar á eftir, og varð að farga mörgum þcirra. í Hvanngili — milli jökla, instu leit á Laufaleitum, afrjett Kangv. svifti veðrið tjaldi af fjallmönnum. Vöfðu þeir um sig slitrunum og urðu svo að sitja á skrínum sinum lioldvotir í slagveðrinu alla nóttina. Þrekaðir urðu þeir mjög við söfnunina á eftir, og komu heim blóðrisa um fætur og ölnliðu. Ekki varð komist fram með safnið á rjettum tinia, og varð því að fresta rjettum um einn dag.. Undirbúningurinn var slæmur og útlitið ilt, enda var bísna miklum fjenaði fargað og ljett af heyjum þá um liaustið. Vil sýnt þess dæmi. — Og leyfist kannske um leið, að geta um gömlu slátrunarsiðina, sem þá hjeldust enn sumstaðar á stórbúum Suöurlands. Slátrun. Ilversu mjög fjenaði var fækkað á Keldum, fyrir fellirinn, get jeg ekki sagt — og þvi siður á öðrum stöð- um. Hitt man jeg, að byrjað var að skera sauðfjeð um 1. rjett og haldið áfram í hverri viku fram um nýár, eftir því sem hægt var að koina í verk og matreiða jafnóðum, að þeirra tíma sið. Smalað var á mánudögum og skor- ið um kveldið, eða á þriðjudags- morgnum (sauðir fyrst, ær svo), líka á fimtu- eða föstudöguni (lömb). Blóðmör og slátur — með gulrófum — var soðið flest alla rúinhelga daga, og notið til kveldmatar —• soðið drukkið með. Gærur rakáðar á kveld- vökum, skinnin látin í ílát, ineð blá- steinsvatni, og siðan liengd á sköft og grindur i eldliúsi, uns nokkuð voru reykt, þá dregin á þveng, 10 í kippu liverri, og reykt betur. Mörinn var barinn og bræddur á miðviku- dögum. (Látinn 1 sauðarmör eða sem þvi svarar í ærskinn þurkað, og gerð- ur úr kyllir með fyrirbandi. — Á sama hátt var skyr flutt í nautshúð- um, frá scljum i fornöld. — Mörinn var svo barinn með sleggju á flötu fjalhöggi, uns hann varð lungamjúk- ur). Sviðin rökuð á föstud., sviðin á laugard., soðin og etin að nokkru á sunnudag. Ketið saltað á miðvikudög- um og laugardögum. Mikið reykt — og selt nokkuð — af sauðaketinu. Var og notað um allar hátíðir og tilhalds- daga, í ferðir og á engjar. Ekki var lambsfótur eða langi, lát- in fara til ónýtis. Sumarmálaneðrið milcla 1882. Eftir vondu fjallferðina var fremur gott liaust, en veturinn mjög hraka- samur. Eftir blota hljóp oft í útsuður með slæmum jeljum, og siðan i norð- ur með byl og gaddi, og rak að landi liafís inikinn. Vorbati var byrjaður, fjárdauði varla teljandi, og tiðarfar ekkert sjerlega óvanalegt fyr en veðr- ið mikla byrjaði 23. april. Stóð það í viku eða meira sumstaðar, með dæma- lausu ofsaroki af landnorðri, gaddi og snjóbyl á norðurlandi og til fjalla um alt laiid, en mvrkum sandbyl, því nær eingöngu, um Land og Rangárvelli. Svo var myrkur sandbylurinn á Keld- um, að varla var lesbjart meðan hæst var dagsins. Eklíi grilli í varpann úr bæjardyrum, en þeim lá við köfnun sem opnaði þær. Jón bróðir minn var þá kominn á þrítugsaldurinn, og eng- inn óvera eða örkvisi. Samt var það einn morgun, að hann sat klukku- stund á bekk í bæjardyrunum, áður en liann braust út til gegninganna. Moka varð sandinn frá sumum hús- dyrum, og eftir veðrið voru traðir við bæinn, á talsverðum lcafla, sljettfull- ar af sandi, li. u. b. tveggja álna djúpar. Skaflarnir urðu og á blettum jafn háir húsagarðinum, svo þar gátu allar skepnur gengið upp. — Lengi um vorið og lika um nokkur ár eftir þetta, mátti liópur karlmanna beygja liakið við það að hreinsa túnið og verja það algerðri eyðileggingu. Þeir, sem aldrei hafa komið út i þessu svipað veður, geta víst naumast trúað því, live satl það er „að súrna tekur i augum“, hve mikill sandur getur orðið fastur i nefi, munnviki o. s. frv., eða hversu moldin lemst inn í hvern hlut og lokuð húsin, svo þar má skrifa með fingri á hvern harðan hlut. í þessu veðri og upp úr því varð aðalfjárfellirinn víða um land, og þö allra lielst um Land og llangárvelli. Góður lcafli áður, og fjeð farið að leita nýgræðings við sandana. — Mörg pund af sandi lilóðust í ullina á þeim kindum, sem lagst liöfðu fyrir i gár- unum eða við þá, svo toglagðar einir tóku upp úr sandliellunni. Slíkur sandstakkur sligaði fjeð. Og fyrir kom það, að ekki sást nema annað liornið af kindinni uppúr sandskaflinum. Hraunborgir — er veila skyldu við- nám flækingsfje — fyltust sumar af sandi alveg upp í topp. Og má vel vera að þar liggi enn lieinagrindur undir. Á S K O R U N. Á næsta vori verður í sam- bandi við fermingu ungmenna hafin fj'ársöfnun um land alt til hjálpar bágstöddum börn- um. Munu prestar gangast fyr- ir henni hver í sínu prestakalli og ýmsir fleiri verða þeim til aðstoðar. Opinber skilagrein verður gjörð fyrir fje því, er safnast, og nánar skýrt frá því síðar, hvernig því verður varið. En markmiðið er að vinna að því, að bágstödd börn hjer á lándi megi eignast góð heimili. Þjóðin má ekkert mannsefni missa. Vjer, sem kosnir höfum verið í nefnd til þess að vinna að þessu máli, leyfum oss að heita á alla landsmenn að bregðast vel við fjársöfnun þessari og ininnast orða Krists: „Svo framarlega sem þjer hafið gjört þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá hafið þjer gjört mjer það“. í febrúarmánuði 1929. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, Reykjavik. Guðmundur Einarsson, prestur, Mosfelli. Iídlfdán Helgason, prestur, Mosfelli. Ólafur Magnússon, prófastur, Árnarbæli. Þorsteinn Briem, prestur, Akranesi. Ásmundur Guðmundsson, dósent, Reykjavík (ritari nefndarinnar). Máttur auglýsinganna. Á þingi í Detroit lijelt ameriskur auömaður nýlega fyrirlestur um mátt auglýsinganna. Sagði hann, að árið 1928 hefðu Ameríkumenn varið tveim miljörðum dollara til auglýsinga í blöðum og tímaritum. Nefndi liann ýms dæmi um áhrif auglýsinganna. Þannig hefði verslun ein, sem auglýsti mikið, aukið umsetningu sína um 300% á 8 árum og hefði getað fært niður vöruverðið. Önnur verslun hefði sparað sjer 30% af reksturskostnaði með auglýsingum. Þá mintist hann á slagorðið: „Segið það með blómum“, sem að 4500 blómaverslanir notuðu víðsvegar um heim. Hefði verslun fje- laganna í blóinasambandinu aukist uin 400% á siðustu 7 árum. Ganili Svíabær heitir þorp eitt í Ukraine við ána Dnjeper. Búa þar um 900 Sviar, afkomendur manna, sem fyrir 300 árum fluttust til Dagö í Eystrasalti, en voru fluttir þaðan að valdboði rússnesku stjórnarinnar suður til Ukraine árið 1728. Þeir halda enn siðum sínutn og tungu og eru Svíar í liúð og liár. Nú er hung- ursneyð mikil í Ukraine á þeim slóð- um er þeir búa, og hafa þeir þvi sent nefnd manna til Sviþjóðar til þess að fá leyfi til að flytjast þangað og setjast þar að. Þykir líklegt að þetta megi takast, því ýmsir sænskir álirifa- menn liafa heitt sjer fyrir því, m. a. Nathan Södcrblom erkibiskup i Upp- sölum. Frli.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.