Fálkinn - 02.03.1929, Síða 10
10
F Á L K I N N
Solinpillur
eru framleiddar úr hreinum
jurtaefnum, þær hafa engin
skaðleg áhrif á líkamann, en
góð og styrkjandi áhrif á melt-
ingarfærin. — Sólinpillur
hreinsa skaðleg efni úr blóð-
inu. Sólínpillur hjálpa við
vanlíðan er stafar af óreglu-
legum hægðum og hægðaleysi.
— Notkunarfyrirsögn fylgir
hverri dós.
Verð aðeins kr. 1.25 — Fæst
hjá hjeraðslæknum og
öllum lyfjabúðum.
Slmi 249. Reykjavlk.
Okkar viðurkendu
niðursuðuvörur:
Kjöt........í 1 kg. lh kg. dóum
Kæfa........- 1 — V2 — —
Fiskabollur . - 1 — V2 — —
Lax.........- ‘/2 — —
fást í flestum verslunum.
Kaupið þessar íslensku vörur, met
því gætið þjer eigin- og alþjóðar-
hagsmuna.
Silfurplettvörur:
Matskeiðar, Desertskeiðar,
Hnífar, Gafflar, Teskeiðar,
— Kökugaflar, Kökuspaðar,
Compotskeiðar, Sósuskeiðar,
Rjómaskeiðar, Strausykurs-
skeiðar, Konfektskálar, Avaxta-
skálar, Blómsturvasar.
Ódýrast í bænum.
Versl. GOÐAFOSS,
Sími 436. Laugaveg 5.
Altaf er leið kvenna í hjónaband-
ið að vcrða ógreiðari og þyrnum stráð-
ari, eins og sjá má af þessari aug-
lýsingu um lijúskap, sem maður einn
birti nýlega j „Vegetarische Warte“:
„Umbótamður á fertugsaldri vill
gjarnan kynnast mentaðri þýskri
stúlku í hjúskapartilgangi. Skilmál-
ar: Aldur 17—22 ár, ætterni arislct-
germanskt, ljóst hár, langt höfuðlag,
foreldrarnir verða að hafa lifað á
jurtafæðu eingöngu og vera á lífi enn-
þá. Stúlkan verður að hafa nærst á
móðurbrjósti og síðan eingöngu lifað
á jurtafæðu. Hún verður að vera alin
upp í umbótaanda. Svar ásamt þrem-
ur almyndum, framan frá, aftan frá
og á hlið, sendist afgreiðslu þessa
blaðs“.
Viktoria Soíadmtning hefir i mörg ár
veriS bjáS af tangvinnu heilsuleysi og
samkvæmt lœknisráði orðið að dvelja
langvistum suður við Miðjarðarhaf til
þess að vera í sólriku og htýju loft-
slagi. En í vetnr hafa kuldarnir verið
svo miklir ]>ar syðra, að heilsu drotn-
ingarinnar hefir stórhrakað. Eru nú
snjór og kuldar í ítaliu, ]>ar sem hún
dvelur.
Konur í þjónustu
kirkjunnar,
Við kvöldsöng í Vasakirkjúnni i
Stokkhólmi síðastliöið gamlárskvöld
steig kona í stólinn, frú Ester Lutte-
mann, kandidat í guðfræði. Svíar eru
ekki eins kreddufastir i þeim efnuin
eins og sumar aðrar þjóðir, t. d. las
leikarinn de Wahl upp Ijóð og grein-
ar, uppbyggilegs efnis i einni kirkj-
unni í Stokkhólmi nýlega, en er söfn-
uður í Osló baðst leyfis til að láta
sama manninn lesa upp þessi sömu
ljóð í kirkju sinni í höfuðborg Nor-
egs, var því neitað. Er ekki talinn
vafi á því, að það sje fyrir tilstilli
hins mikla andlega trúmálahöfðingja
Svía, Söderbloms erkibiskups, að
sænska þjóðkirkjan hefir reynst ó-
venju frjálslynd í þessum efnum hin
siðari árin.
En það var ekki i fyrsta sinn á
gamlárskvöld, sein frú Luttemann
stóð í ræðustól. 1 síðastliðin 20 ár
hefir hún starfað ósleitilega að kirkj-
unnar málum í trúmálafjelögum og á
mannfundujn. Hún hefir haldið guðs-
þjónustur i samkomuhúsum hjer og
hvar í Svíþjóð og öðrum löndum, og
sumir Svíar segja, að cnginn maður
ineð sænsku guðfræðiprófi eigi stærri
söfnuð en hún. Hún liefir líka talað
í sveitakirkjum áður, með leyfi við-
komandi prests, en ávalt úr kórdyrum.
Frú Luttemann er af gömlum
prestaættum og er ekkja eftir mjög
góðan og áhugasaman prest. Starfaði
hún ötullega að kirkjunnar málum
meðan lians naut við, en guðfræðis-
próf tók hún ekki fyr en árið 1024.
Arið eftir var hún skipuð ritari
„Diakoniese“-stofnunarinnar og sjer-
staklega falið að starfa meðal kvenna.
Blaðamaður við „Svenska Dagblad-
ed“ spurði hana nýlega hvort hún
liefði trú á að kónur gæti látið til
sín taka í kirkjumálum. llún svaraði
þvi til, að það væri ekki aðalatriðið
í þvi máli, hvort persónan væri karl
eða kona, heldur liitt, hvort áhugi
væri fyrir starfinu hjá einstaklingnum.
En hitt vildi hún leiða hjá sjer, livort
karlmenn eða konur alment væri betri
sálusorgarar. „En jeg vildi óska“,
bætti hún við, „að kirkjustjórnin vildi
taka málið til athugunar; þá gæti vel
verið að lnin gæti fengið fjölda af á-
hugasömu fólki úr mínum flokki". Frú
I.uttemann Iiætti því við, að starf
kvenna sem sálusorgara ætti einkum
að vera það, að tala við fólk í ein-
rúmi og hugga það. Konurnar liafa
yfirleitt miklu hetri skilyrði til að
tala við fólk undir fjögur augu, en
karlmennirnir mættu gjarnan halda á-
fram að hafa yfirráðin yfir prjedik-
unarstólunuin. Ennfremur benti hún
á, að sífelt færi fjölgandi kvenfólki
sem tæki emhættispróf i guðfræði, og
að kirkjumálastjórnin gæti notað sjer
aðstoð jiess á ýmsan liátt, enda þótt
hún vildi ekki veita því prestvígslu.
ENSKT GLÓALDINAMAUK
( marmelade).
Mörgum jiykir marmelade gott, en
það tckur á hudduna að kaupa það í
glösum i búðunum. Hjer er uppskrift
að besta ensku inauki, og sú liúsmóð-
ir sem reynir liana mun komast að
raun um að þessi góði bragðbætir er
ekki dýr.
4 ósúr glóaldin og 12 súr eru skor-
in í þunnar sneiðar, eftir að aldinið
liefir verið skorið í tvent og pressað á
sitrónupressu. Kjarnarnir eru týndir
úr og lágðir á skál fyrir sig. Gegn
hverju pundi af sneiðunum er tekið
1% liter af vatni, V2 líter af vatninu
er soðinn og lielt sjóðheitum yfir
kjarnana til þess að draga úr þeim
sterkjuna. Stendur vatnið á þeim sól-
arliring, en er siðan lielt saman við
vatnið á sneiðunum og alt soðið í 3
tíma. Kjarnarnir eiga að fylgj,a með.
Svo er alt látið standa sólarhring.
Fyrir hvert pund í pottinum er látið
eitt pund af sykri saman við og eftir
að sykurinn er kotninn í, er alt soðið
við mjög hægan eld í 1% tima. Síð-
asta stundarfjórðunginn er rjett að
snerpa dálitið á eldinum. Maukinu
er helt lieitu á krukkur, helst sem
smæstar, en ekki má binda yfir þær
fyr en það er orðið kalt.
„I>EIR IiAFA IIAUP Á KONUM
EINS OG HROSSUM ....“.
Tvær konur, sein háðar liöfðu sótt
um hjónaslcilnað hafa nú liaft eigin-
mannaskifti. Frú Lissy Heidelberger
40 ára er flutt til WiIIiam Brown með
börnin sín sex, en frú Brown, líka
fertug, er flutt til Edward Heidel-
berger með þrjú börn.
Frú Brown segir svo frá, að einn
morgun liafi maðurinn sinn komið til
sín og sagt, að frú Heidelberger ætl-
aði að flytja til sín með börnin sin
£3£3ö£)08€3£3£30£3£!c3S3C3£3£3S3C 0(30000
O
O
o
o
o
o
o
£3
O
O
o
o
o
o
Q
O
O
O
Veggfóður
09
Linoleum
er best að kaupa hjá
P. J. Þorleifsson,
Vatnsst. 3.
Sími 1406.
o
0000000000 000 00000000000
Vandlátar húsfreyjur
kaupa
Hjartaás-
smjörlíkið.
Húsmæður!
Gold Dust
þvottaefni og
Gold Dust
skúringar-duft
hreinsa best.
Sturlaugur Jónsson & Co.
og taka við hústjórn. Frú Brown gæti
gert eins og hún vildi, en líklega væri
það best að liún flytti af heimilinu.
Það gerði liún. En þegar hún var í
dyrunum mætti liún Heidelberger og
sagði honum livernig komið var og þá
var hann fljótur til og spurði, hvort
hún vildi ]>á elcki ltoina til sin og taka
drengina sína með sjer. Húsbændurn-
ir hjálpuðust að við flutningana. Kon-
unum kemur háðum saman um, að
þær sjeu hamingjusamari nú en
nokkru sinni fyr, og hin besta vin-
átta er á milli fjölskyldnanna eins
og áður. Iíonurnar höfðu líka skifti
á trúlofunarhringum.
íQOOOOQOQQQQQQOQOQ