Fálkinn - 02.03.1929, Síða 14
14
F A L K I N N
Lárje11.
1. fæðir. 6. skygn. 11. eldfjall. 12. á
sjó i golu. 13. nákomin persóna. 15.
búsáliald. 17. óhreinka. 19. titill. 20.
ástfólgin. 24. hreyfing. 25. l>urka út.
26. kveninannsnafn. 27. sudda. 28.
tónn 29. mannsnafn. 31. strangleg
pössun. 33. frumefni. 34. jmr. 35. end-
urtaka. 39. hryggur. 43. fornafn. 44.
þyngdareining. 45. svershögg. 46. tónn.
47. mælitæki. 48. liæna. 50. neitun. 51.
deig. 53. bænabókarfær. 54. j>rá. 55.
tolla. 58. kippa. 61. þættir. 62. um-
talsill.
L ó ð r j e 11.
1. áfreði. 2. upphrópun. 3. bókstafir.
4. úttekið. 5. skakkar. 6. hörð í horn
að taka. 7. mynt. 8. á skipi. 9. sam-
tenging. 10. samsafn. 14. snör. 16. fisk.
18. ganga. 20. fugl. 21. ríki. 22. væta.
23. dýr. 30. persóna i norrænni goða-
fræði. 32. lagabrot. 35. á íláti. 36.
fjallshryggur. .37. hijóð. 38. viðkom-
endur. 39. drykkur. 40. vafstur.
42. óstöðug. 49. lilýt. 52. gömul mæli-
eining. 54. áfjáð. 56. á fæti. 57. guð.
59. fóðra. 60. = 56.
Imð var Carnarvon lávarður, sem
lagið fram fjeð til að framkvæma
rannsóknina sem leiddi til þcss að
gröf Tutankamens fanst, árið 1922, við
i.uxor i Egyptalandi. Arið eftir dóu
tveir ])eirra manna, sem stjórnuðu
rannsóknunum, ]>eir Newberry pró-
fessor í London og Amerikumaðurinn
Davis með mjög dularfullum liætti
og skömmu síðar Carnarvon sjálfur,
sem dó af eiturflugubiti. Og nú er
ekkja lians nýlátin og varð eiturfluga
henni einnig að bana. Hafa þessir at-
burðir orðið til þess að rifja upp
gainlar sagnir um það, að „múmíurn-
ar“ liefndu sín.
Ljónateinjarinn Alplionse Stoneliouse
í Los Angelos er skilinn við konuna
sína, sem er eina villidýrið sem hann
liafið ekki í fullu trje við. í rjeltin-
um bar liann, að konan liefði einu
sinni barið sig svo með lceyri, að
liann hefið orðið að flýja undan
lienni inn í Ijónabúrið og liíma þar
lieila nótt hjá ljóninu sinu.
Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. Islenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
hún. — En hvað þú ert annars auðmannleg-
ur. Eru þetta 1000-franka seðlar, sem vas-
arnir þínir eru troðnir með, og ef svo er, get
jeg þá fengið hreysikattarskinnskápuna?
-— Já, jeg var að græða, svaraði hann
stuttlega. — Þú getur fengið kápuna, ef þig
langar til. Jeg skal bíða hjerna.
Hann rjetti henni seðlaböggul. Hún stökk
upp og æpti gleðióp, eins og krakki. Kinnar
hennar voru þegar orðnar rjóðar af tilhlökk-
un. —
— Þú ert indæll, sagði hún. — Joseph, þú
ert dásamlegur. Biddu mín hjerna, jeg verð
ekki meira en hálftíma.
Hún gleymdi alveg að kveðja unga mann-
inn, virtist alt í einu fara að standa algjör-
lega á sama um hann. Hún gekk gegn um
salinn með sínum vanalega yndisþokka, fög-
ur og ánægð, og án nokkurrar áhvggju í
heiminum. Varla var neinn þarna inni, sem
ekki liti hana aðdáunarauga. Brookes virtist
næstum agndofa. Hann starði á eftir henni
þangað til hún hvarf. — Systir Judith,
muldraði hann. — Ómögulegt!
— Og engu að síður satt, svaraði Londe
rólega. Jeg vildi gjarna gera yður afsökun
mina. Jeg er Sir Joseph Londe, og jeg er sá,
sem gerði á yður skurðinn, við Ypres.
— Það vissi jeg líka alt af fyrir víst, svar-
aði ungi maðurinn. — En hversvegna . . .. ?
— Bíðið við, tók Londe fram í. Jeg vil
spyrja yður spurningar. Hafið þjer sagt
nokkurri mannslcepnu hjer í Monte Carlo, að
þjer hafið hitt mig?
— Jeg hefi ekki talað við nokkra lifandi
sálu hjer, svaraði ungi maðurinn hreinskiln-
islega, — nema yður og konu yðar. Jeg þekki
hjer engan mann.
— Gott, svaraði Londe. Jeg hefi mínar á-
stæður til þess að vilja ekki láta neinn
þekkja mig. Þess vegna gekkst jeg ekki við
því, hver jeg væri, hjá Ciro.
— Herra minn, sagði Brookes og var fast-
mæltur, — það er engin hætta á, að jeg
gleymi því, að þjer björguðu lífi mínu. Þjer
þurfið ekki annað en tæpta á einhverri bón
við mig, þá er hún gerð. Jeg skal ekki nefna
það einu orði við nokkura lifandi sálu, að
jeg hafi sjeð yður, nje heldur, að jeg hafi
hugmynd um, hver þjer eruð.
— Ef svo er, sagði Londe, — er okkur
hjónunum — ja, þjer skiljið náttúrlega, að
jeg er giftur systur Judith — er okkur á-
nægja að endurnýja kunningsskapinn við
yður .... En, meðal annara orða, lofið mjer
að spyrja; hvernig stóð á því, að þjer þekkt-
uð mig aftur? Því jeg hefi þó sannarlega
breyst meir en lítið síðan þjer sáuð mig
seinast.
—■ Það var fyrir kraftaverk, svaraði ungi
maðurinn. — Systir Judith, — fyrirgefið, —
frú Londe, — var að spyrja yður einhvers,
og þjer hleyptuð brúnum. Þetta var svip-
brigði, sem jeg kannaðist við, — og svo mál-
róminn. Þegar þjer neituðuð, komst jeg að
þeirri niðurstöðu, að mjer hefði skjátlast. Ef
mjer leyfist að segja það, herra, þá hefir frú-
in yngst og fríkkað, svo undrum sætir.
— Það mun gleðja hana að heyra þá
skoðun yðar, sagði Londe hálf háðslega, ....
það er að segja, ef þjer hafið ekki þegar trú-
að henni fyrir því .... En, ef mig ekki mis-
minnir, voruð þjer ekki í fasta hernum?
hjelt hann áfram.
Brookes hristi höfuðið. — Nei, sagði liann,
— jeg er te- og gúmmiræktarmaður í smá-
um stíl. Jeg kom til Evrópu til þess að ganga
í herinn, og hef nú verið aftur tvö ár á
Ceylon. Jeg fór af farþegaskipinu í Mar-
seille lil þess að taka mjer liálfsmánaðar
leyfi hjer —- það fyrsta, sem jeg hef haft síð-
an á ófriðartímunum.
— Svo þjer eigið þá enga kunningja hjer?
spurði Londe enn.
— Enn sem komið er, hefi jeg ekki hitt
neinnn, sem jeg kannast við, svaraði ungi
maðurinn hálf dauflega.
— Jeg vona, að þjer gerið okkur þá á-
nægju að borða með okkur i kvöld, sagði
Londe. Við eigum lítið hús við Cap Martin,
og þangað er enga stund farið í vagni. Kom-
ið þjer til Villa Violelte kl. 9 í kvöld, ef það
er yður hentugt. Konan mín vill gjarnan
verða hjer til kl. 8.
— Það væri mjer sjerstök ánægja,. svaraði
ungi maðurinn hrifinn.
Londe labbaði burt og í áttina til spila-
hússins. Hann hafði fengið eitt óróleika og
leiðindakastið. Margar endurminningar
höfðu komð í huga hans er hann sá fyrver-
andi sjúkling sinn. Hann stansaði á brúninni
fyrir framan húsin — þar var enginn maður,
því veðrið var leiðinlegt — og leit til sjávar-
ins. Gamla útsýnið, með b.lóði og skelfingum,
sveif fyrir hugskotssjónum hans. Hann
heyrði vein hinna særðu, hin hásu óp sjúkra-
beranna og svo fallbyssudrunurnar í fjarska,
og hvellina í vjelbyssunum. — Svo kom röð
af sjúkrabörum, samanhangandi röð af ná-
fölum mönnum. Öðru hvoru fjekk sjúkraberi
uppköst og hneig niður, eða hjúkrunarkona
fjell í ómegin. Hann einn stóð hreyfingar-
laus, strangur á svip, en gæddur þeirri mann-
gæsku, sem dugandi læknar hafa oft til að
bera, og þoldi áreynslu sem ætla hefði mátt,
að menskum mönnum væri ofurefli. Einu
sinni sprakk jörðin rjett við fætur hans, og
óp særða hermannsins, sem tveir snöktandi
sjúkraberar höfðu lagt fyrir fætur honum,
gaf handlegg hans aftur máttinn. Á einmitt
þessum manni framdi hann kraftaverk ....
Dagur og nótt voru eitt, nema hvað nóttin
var ef til vill enn hræðilegri. Svona var alt-
arið, sem hann hafði fórnað á því, sem eftir
var æfinnar. Hann hallaði sjer út yfir brún-
ina og leit til sjávar. Eilthvað i honuin hafði
gengið úr lagi. Einhver tengsli milli líkama
og sálar liöfðu slitnað. Þetta var dýrt verð
Hann flýði undan rigningardembu inn í
spilasalinn. £ar ráfaði hann borð frá borði,
og fór frá hverju einstöku með dálitla
hrúgu af peningum og seðlum, staðnæmd-
ist hvergi svo lengi, að neitt verulegt væri
tekið eftir honum, en vann næstum undan-
tekningarlaust, og var jafn einmana og dap-
ur og áður. Klultkan 7 fór hann aftur í
Spilaklúbbinn. Judith var, aldrei þessu vön,
að spila og stór hrúga af peningum og seðl-
um var þegar komin fyrir framan hana.
Brookes sat við vinstri hlið hennar. Hann
hafði mjög lítið fje fyrir framan sig og á
andliti hans var þreytusvopur og órólegur
glampi í augum hans. Londe brosti. Hvernig
gengur? spurði hann, um leið og hann lagði
á nr. 29.
Brookes leit upp, vandræðalegur. — Bölv-
anlega, svaraði hann. — Jeg er hjer um bil
að ljúka við það fje, sem jeg hafði með mjer.
Hann sneri með skjálfandi fingrum upp á
yfirskeggið og lagði afganginn af því, sem
hann átti, á rautí. Hin tilbreytingarlausa
rödd spilastjórans rauf þá fárra sekúnda
dauðaþögn, sem varð eftir að kúlan small
niður á eina holuna: „Tuttugu og níu, svart
ójafnt“.
Londa rakaði að sjer vinninginn með ó-
bifanlegum svip. Ungi maðurinn sat kyrr
nokkur augnablik, og virtist stara út í blá-
inn. Síðan stóð hann snöggt upp og gekk til
dyranna. Londe leit á konu sína. Hún kink-
aði kolli, svo rjett aðeins mátti sjá það, safn-
aði saman gróða sínum og fór á eftir honum,
svífandi gegn um salinn eins og skrautlegt
fiðrildi, sem hristir af sjcr ilmefnin, sem