Fálkinn - 04.05.1929, Side 2
2
F Á L K I N N
1 GAMLA Bfó ..
S t o m u r i n n.
Metro Goldwyn kvikmynd í 7 þáttum
eftir skáldsögu
Dorothy Scharborough.
Leikstjóri:
Victor Sjöström.
Aðalhlutverkin leika:
Lillian Gish,
Lars Hanson.
— Verður sýnd bráðlega. —
PILSNER
Best. Ódýrast.
INNLENT
ölgerðin Egill Skallagrímsson.
PROTOS RYKSUGAN
Ljettið yður
vorhreingerningarnar
til muna, með því
að nota PROTOS.
Sýnd og reynd heima
hjá þeim er þess óska.
Faest hjá
raftækja-
sölum.
Telpu- og I
Unglinga- |
skófaínaður
alskonar, nýkominn.
|1 Lávus G. Lúðvígsson, Skóvevslun.
——’ NÝJA BfÓ ■—
„Tvær rauðar rósir“
cr mynd, sem allir þeir, sem nokkurn
tíma hafa komið í kvikmyndahús, ve'rða
að sjá. Hvers vegna? Vegna þess, að
sýndur er á mynd hinn ljóðrænasti
skáldskapur, sem hægt er að hugsa
sjer. Og vegna þess, að hjer samein-
ast snild hinna besfu leikara, sem
Evrópa getur sýnt í bili
Liane Haid og Oskar Marion.
Sýnd á næstunni.
Litla Bílastöðin
Lækjartorgi
Bestir bílar.
Besta afgreiðsla.
Best verð.
Sími 668 og 2368.
K vikm yndir.
„Tvær rauðar rósir“.
]>að licfir lengi verið almæli, að
Þjóðverjar mundu innan skamms
fara fram úr Bandaríkjamönnum i
kvikmyndagerð. Sá sem sjer myndina
„Tvær rauðar rósir“ sannfærist um,
að þýsk kvikmyndafjelög hafa hvort-
tveggja i senn: mikla „tekniska“ full-
komnun og góða listhneigð. Það er
býsna sjaldgæft að sjá mynd eins og
„Tvær rauðar rósir“ og sjerkennileg
er hún að því leyti, að manni finst
að hún gæti eltki verið tekin í Ame-
ríku. Hún cr ósvikið afkvæmi þýskrar
kvikmyndastarfsemi, komin fram eft-
ir að Þjóðverjar hafa lilaupið af sjer
hornin i ýmsum tilraunum til að vera
„futuristiskir" í kvikmyndum. Þýsk-
ar kvikmyndir eru altaf að batna, frá
Þjóðverjum koma ný og ný listaverk,
sem skara langt fram úr öðru. „Tvær
rauðar rósir“ eru liður i þeirri fram-
farakeðju — ef til vill einn af þeim
merkari. Myndin sjálf og leikur Liane
Haid í aðalhlutverkinu hlýtur að
verða ógleymanlegt öllum þeim, sem
hafa gainan af góðri kvikmynd. —
Myndin verður sýnd innan skamms
í Nýja Bio.
Stormurinn.
I.iklega hefir enginn kvikmynda-
leikstjóri mciri hylli njc almennari
hjer á iandi en Victor Sjöström.
Myndir ]>ær er hann gerði í Svíþjóð
forðum daga, eru mónnum ennþá í
fersku minni, því honum fókst að
gera liókmentir úr lifandi myndum,
og kunni tök á, að segja þannig frá
lilutunum, að það varð ógleymanlegt.
Sjöström hefir i engu aukið hróður
sinn vestra. Að visu eru lionum gefn-
ar frjálsari hendur um fjárbruðl en
áður var, cn þó liefir liann tæplega
skapað meiri snildarverk i þjónustu
sinui lijá Metro-Goldwyn-Mayer en
hann gerði fyrrum, þangað til að
hann fekk sænska leikara til hjálpar
sjer.
f myndinni „Stormurinn" leikur
Lilian Gish aðalhlutverkið og Lars
Hanson á móti henni, en af öðrum
leikendum má nefna Montagnue Lowe.
Myndin er gerð eftir skáldsögu eftir
Dorpthy Scarborough og gerist vestur
í Arizona.. Er merkilegt hve Sjöström
hefir tekist vel við þessa „wild west“
mynd. Hún Jiefir að geyina langtum
meira, en þær myndir, sem venjulega
eru látnar gerast í Jiví umhverfi. Og
leikur Lars Hanssons er ef til vill
betri en í nokkurri mynd áður. Þeg-
ar mynd þessi kemur á Gamla Bio
munu aðdáendur Victors Sjöströms,
Lilian Gish og Lars Hansons ekki
sitja sig úr færi að sjá hana.
Fyrir iiokkru kom ítalskur maður
til I.ondon með svo dýrmæta sending
að póstinum var ekki trúað fyrir
henni. Það voru tvær öskjur, önnur
úr gulli og í henni stór, hjartamynd-
aður, ljósrauður gimsteinn, en í hinni
var brjóstnál nxeð fjöldamörgum hril-
liöntum og smaragðsteini sem vegur
17 karat. Dýrgripi þessa átti Katrin
Rússadrotning einu sinni, en þeir
gengu í arf til Nikulásar stórfursta og
eru nú eign Anastasíu ekltju lians, en
hún er systir ítaladrotningar. Anast-
asía er nú orðin svo auralaus, að hún
verður að selja gripina, og hefir sent
þá til Locker Lampson þingmanns i
London, sem á að koma þeim í pen-
inga.
Nú ætla Frakkar að fara að leggja
járnbraut yfir Sahara, frá Miðjarðar-
hafi suður að ánni Niger. Sagt er að
framleiðsfa þeirra hjeraða sem braut-
in á að liggja til, sje um 5 miljón
smáiestir á ári og er gert ráð fyrir, að
lestin liafi nóg að gera og muni horga
sig vel. A smíðinni að vera lokið eftir
fjögur ár. Hingað til hafa úlfaldarnir
verið eina samgöngutækið á þessum
slóðum, þangað til alveg nýlega, að
6-hjóla bifreiðar hafa verið teknar til
notkunar.
áll
Tvíbura-vasahnífar, slípivjelar
fyrir rakvjelablöð, hitamælar fyrir
úfungunarvjelar (Fahrenheit),
LINDARPENNAR o. m. fl.
Best og ódýrast í
S(mi 2222.