Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1929, Blaðsíða 13

Fálkinn - 29.06.1929, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. Mfnanuof Reykjavík. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. Sjön- j®sps'*’W|!a aukar, hallamælar og púnhtal- gleraugnagler fáið þjer best í Gleraugnabúðinni,Laugav.2 Sfmi 2222. ♦ ♦ * * * 1/ /N>N/ Vörur Við Vægu Verði. súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. crál/iinn Z V.Vn er víðlesnasta btaðið. heimilisblaðið. Notið Chandler bílinn. n n a u r a I El SÍaldmælisbif- reiðar á v a 11 W W til leigu hjá Kristinn og Gunnar. Símar 847 og 1214. Notið þjer teikniblýantinn ,ÓÐINN“? j Ávalt fjðlbreyttar birgðir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÚÐIN. Maðurinn minn - SKÁLDSAGA EFTIR FLORENCE KILPATRICK. Frænka reyndi að ganga í milli hjónanna og sagði: — Þetta fer að verða nokkuð róstusamt hjá ykkur, börnin góð, en það er ykkur báðum að kenna. William er að vísu óþarflega harður í horn að taka, en þú hefir heldur ekki stilt þig nægilega, Virginia. Þú mátt heldur ekki vera svona uppstöklc við hann William. Virginia sókti í sig veðrið, og sneri sjer náföl að þeim. — Jeg hefi lofað að vera Billy undirgefin, sagði hún og dró giftingarhring- inn af fingri sjer, — en nú ætla jeg ekki lengur að látast vera gift honum. Hún þeytti frá sjer hringnum og hann valt eftir ábreið- unni og lenti á eikargólfinu glymjandi. — Virginia, ertu gengin af göflunum, sagði Hemingway. Við frænku sagði hann: — Frænka, viltu ekki lofa okkur að vera i einrúmi dálitla stund, svo jeg geti komið fyrir hana vitinu? — Jeg blygðast min fyrir þig, Virginia, og ef maðurinn þinn hefir verið of harður við þig, þá er það eingöngu mín sök. — Já, einmitt. Þú getur beint ásökunum þínum til min. William hagar sjer eins og eiginmanni sæmir. Umtal þitt um skilnað er elcki annað en þvaður. Frænka gekk út úr stofunni með reigingssvip. Vii-gina fleygði sjer niður á stól. — Jæja, svo þið hafið þá tekið saman ráð ykkar gegn nijer, sagði hún. Fyrir skömmu ráðlagðir þú mjer a'ð segja frænku upp alla söguna. Hversvegna vildir þú þá ekki leyfa mjer það í dag? -— Af því, að jeg ber dálitla virðingu fyrir tilfihningum frænku þinnar, svaraði hann ál- vörugefin. Ef hún á að fá að vita það, er best að það verði með dálitlu minna brauki °g bramli. Það væri ónærgætnislegt að opin- bera leyndarmálið á þann hátt. Virginia sárskammaðist sín fyrir hegðun sma, með sjálfri sjer, því hún hlaut að játa, í þessu máli hafði hann sýnt meiri sóma- blfinningu en hún. Hún leit á hann, um leið og hún hljóp til og tók hringinn upp. — Settu hann upp, skipaði hann, án þess að mynda sig til að setja hann á fingur henni, eins og forðum. — Og svo skulum við komast að efninu. Þú ert víst fús að játa, að þessi aðferð þín varð árangurslaus? Hún svaraði ekki. — Nú muntu vera búin að spila siðasta spilinu af hendinni, hjelt hann áfram. — Nei, svaraði hún loks, — enn er ein leið eftir óreynd. — Mig langar ekkert til að taka að mjer fleiri hlutverk. Og jeg er heldur ekki viss um, að þeim sje mjer sanngjarnlega úthlutað, bætti hann við í háðskum tón. — Jeg get hvort sem er ekki reitt mig á mótleikand- ann. Þú hafðir nærri gloprað öllu saman út úr þjer áðan, án þess að vara mig við áður. — Þú getur huggað þig við það, að í næsta þætti hefir þú ekki annað að gera en sitja hjá. Eins og nú standa sakir, er frænka á þínu bandi, og samþykkir ekki skilnað, af því hún álítur að sökin sje hjá mjer. — Jeg ætla að blanda Joyce Etherington inn í málið, hjelt hún áfram, næstum feimn- islega. Hún hefir lofað að hjálpa mjer. Þú getur látist vera að draga þig eftir henni þeg- ar frænka er viðstödd. Og frænku, með sína skoðanir frá Viktoríutimabilinu, hryllir auð- vitað við því, að ungur giftur maður sje að draga sig eftir fjörugri ekkju. — Fjandinn hafi það, ef jeg er ekki alveg á sama máli og gamla konan, svaraði Hem- ingway. -—- Þegar jeg minnist þess, að frænka ætl- aði alveg að ganga af göflunum þegar hún sá ykkur saman í vagninum um daginn, þá get jeg ekki öðru trúað, en þetta gangi alt að óskum. Mjer hefði bara átt að detta það i hug strax. Jeg ætla að hringja til Joyce nú þegar og biðja hana að heimsækja mig á morgun. Hún dró að sjer símatólið. — Ertu fús til að reyna þetta með mjer, ef Joyce er tilleiðan- leg? —- Aðeins með því skilyrði, að hvort sem þetta tekst eða ekki, sje jeg laus allra mála á eftir. — Finst þjer þetta þá orðið svona óbæri- legt spurði hún hugsandi. — Óbærilegra en þú heldur, sagði hann og leit fast á hana. Hún varð vandræðaleg, en tólc simatólið og bað um samband. Hann stóð kyrr og horfði á hana meðan hún var að tala. Þegar því var lokið sagði hann: — Jeg vona, að þú getir bjargað þjer á sundi, Virginia, .... því nú leggjum við út á djúpið. VIII. — Nú sjerðu hvernig öllu málinu er hátt- að, Joyce, og þú lofar að hjálpa mjer — er það ekki? sagði Virginia næsta dag, er hún hafði lokið við að skýra málið fyrir Joyce. — Auðvitað geturðu reitt þig á mína að- stoð, svaraði hún í huggunartón, .... þótt aldrei neina þetta sje að ýmsu leyti leiðinda- mál. — Það er það ekki ef þú tekur það sem gaman. Það gerir Billy. Stundarkorni síðar kom Hemingway. Vir- ginia brosti fegin, er hún sá hann. Hún hafði beðið hann að koma snemma til þess að ræða málið við Joyce. Joyce heilsaði honum hæ- versklega, en gat ekki stilt sig um að setja upp glettnisvip er hún sagði: — Virginia hefir sagt mjer af þessu vandasama hlut- verki, sem við eigum að leika. Haldið þjer, að við komumst sómasamlega í gegn um þau? Hann settist brosandi við hlið hennar. — Áreiðanlega, sagði hann. Ef þjer bara getið staðist ástleitni mína. Það verður áreiðan- lega áhrifamikill leikur þegar Jane frænlca er viðstödd. Jane frænka kom með seinna móti frá málfærslumanni sínum, sem hún heimsótti afar oft þessa dagana. Joyce hóf þegar hlut- verk sitt, hálf-óróleg, gaf William auga og var svo áleitin við hann, að Virginiu gat ekki annað fundist en hún gerði fullmikið úr hlutverki sínu. Þegar Joyce fór, gekk Hem- ingway með henni til dyra og sagðist ætla út að ná í vagn handa henni. — Jeg býst eins vel við, að hann komi ekki aftur fyrsta klukkutímann, sagði Virginia reið, þegar þau voru horfin út úr dyrunum, — finst þjer það ekki skammarlegt hvernig Billy lætur við Joyce? — Mjer fanst hún aðallega standa fyrir þeim látum, sagði frænka rólega. Þú skalt ekki taka þjer það nærri. Vinkona þín er á- reiðanlega ekki hættuleg, þó hún láti svona. — Annað fanst mjer þú segja fyrir skemstu. — Skoðun mín á William hefir breytst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.