Fálkinn - 06.07.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N
5
Sunnudagshugleiðing.
„JEC, BIÐ ÞIG AFSAKA M1G!“
'J'extinn: Lvilí. 14, 16—24.
Þegar Guð vill sýna okkur
hugrenningar sjálfra vor og að-
stöðu vora til kenningar sinnar
bregður hann upp mynd þeirri,
sem. sjest í dæmisögunni um
hina miklu kvöldmáltíð. Þar er
sýnt hvernig mönnunum ferst
þegar þeim er hoðað Guðs orð,
boðið að taka þátt í fögnuði
Guðs riltis. Þeir eru látnir segja:
„Jeg hið jjig hafa mig afsakað-
an!“ Með því að nota þessi orð,
er gefið í skyn, að veislu-
gestirnir hafi haft hugboð um
að það var gott, sem þeir voru
að hafna, því annars hefðu þeir
ekki beðið um að hafa sig af-
sakaða heldur neitað boðinu um-
svifalaust. En orðin gefa ein-
mitt í skyn, að það góða, sem
mönnunum var hoðið, hafi ekki
gagntekið svo sál þeirra, að þeir
ljetu alt annað sitja á hakan-
nm til þess að höndla það.
Dæmisagan um hina miklu
kvöldmáltíð heldur fullu gildi
enn þann dag í dag. Enn í dag
eru flestir með því markinu
brendir, — þeir sem kristnir
vilja kallast — að þeir viður-
kenna kristindóm, þeir eru trú-
hneigðir í raun og veru, en þó
meiri veraldarmenn. Þeir vilja
þjóna tveimur herrum, en þeg-
ar velja skal á míilli þeirra, þá
kjósa þeir Mammon. Veraldlegu
störfin og haráttan fyrir verald-
legu gæðunum sitja í fyrirrúmi.
Fyrst þegap sálin hefir lifað ver-
aldarlífinu og brotið það til
mergjar, og komist að raun um,
að það veitir ekki gleði og lífs-
yndi — fyrst þegar mennirnir
eru orðnir, eins og Jesús lýsti
því, volaðir, haltir og blindir,
eða orðnir heimilislausir í öllu
því veraldlega, eins og þeir sem
Hfa á „strætum og gatnamót-
um“ — fyrst þá verður sálin
fús lil að hlýða kallinu og taka
boðinu góða skilyrðislaust og
með fögnuði.
Hver og einn getur reynt sál-
arástand sitt á Jjessu. Drottinn
þekkir oss og veit, að þau orð
eru rjett, sem boðsgestunum eru
lögð í mun í dæmisögunni. Ef
vjer veltum þessum orðum:
>,Jeg bið þig afsaka mig“, fyr-
ri oss og spyrjum, hvernig vjer
svörum þeim, ])á verðum við
Hest að játa, að okkur mundi
fara eins og mönnunum, sem
voru svo önnum kafnir í verald-
legum efnum, að þeir báðust
Undan að koma. Við sjáum þá
sjálf, hve ósönn við erum í oss,
°H hve fjarri við erum því, að
vilja jnissa nokkurs í af hinu
veraldlega, fyrir Guðs ríki.
En J)að er fleira, sem vert er
að gela gætur, í sambandi við
læssi afsökunarorð. Þeir sem
hafna boði Drottins — ef til vill
1 voninni um, að Jjeir geti not-
sjer boðið í annað skifíi, þeg-
ar betur standi á, verða að vera
þess minnugir, að sál þeirra
stendur ekki í stað. Við það að
hafna boðinu, jafnvel Jíótt J)að
sje gert með fullri sainúð með
l)erin sem býður, verður sálin
veikari fyrir, og þeim mun
nægra á hún með að hafna í
annað skifti og þriðja. Og þeim
sem þannig er háttað, er hætta
búin, því um J)á segir í guð-
spjallinu: „Því jeg segi yður, að
enginn af mönnum þeim, er
boðnir voru, skal smakka kvöld-
máltíð mína“. Þessi orð eru að
vísu töluð til ísraelsþjóðar. En
])að hyggist á lögmáli, sálnalög-
máli, að hugur mannsins og inn-
ræti verður sljóara og kærulaus-
ara í hvert J)að skifti, sem við
sneiðum hjá því, að lriggja boðið
og biðjum um að hafa okkur af-
sakaða. Því fylgir ávalt ábyrgð,
að kjósa og hafna. Og því fylg-
ir þó mest ábyrgðin að velja vel,
þegar valið er milli þess ei-
lífa og þess jarðneska.
U IVÍ V í Ð A
V E R Ö L D .
HEIMILISLA VS DRO TNING.
Aö niargar drotningar á þessum síð-
nstu og verstu timum hafa livorki
konungsriki nje kórónu, er alþekt.
Líka er ]>að og kunnugt, að ínargar
þeirra verða að láta sjer nægja bú-
slaði, sein tæplega mundu hafa ]>ótl
hoðlegir svo tignu fólki áður fyrr. En
að krýnd drotning, kjörin af öilu
fólkinu, verði að láta sjer nægja að
búa í dimrnu bakherbergi ásamt móð-
ur sinni, ]>að þykir tíðindum sæta.
En svo er því samt varið í Póilandi.
Þar býr hin kjörna fegurSardrolning
í ofurlitlu bakherbergi.
Hún heitir Vladislava Kostak. Þeg-
ar liún hafði verið kjörinn fegurð-
ardrotning, í samkepni við margar
aðrar konur, komust blöðin í War-
sehau að þvi, að hún l>jó i bakher-
bergi í fátækrahverfi borgarinnar og
gat bvergi fengið annað húsrúm vegna
húsnæðiseklunnar. Ilún og móðir
hennar bjuggu í einu herbergi, sem
var svo lítið að l>ar komst ekki inn
nema eitt rúm, borð og tveir stólar.
Þær sváfu saman, mæðgurnar. En nú
kröfðust blöðin ]>ess að henni yrði
útvegað annað húsrúm, sem sæmdi
fegurstu konu Póllands. Greinar l>lað-
anna liöfðu þau áhrif, að borgarstjór-
inn skarst í leikinn og bauð henni
íbúð í cinu af húsum bæjarins.
Skömmu áður en hún átti að flytja
i nýju ibúðina veiktist hún og var
flutt á sjúkrahús. Þar fjeltk liún
nokkru siðar brjef frá hjónum ný-
giftuin, sem skoruðu á hana að gefa
eftir þessa ibúð, því borgarstjórinn
hefði lofað þeim henni áður.
Hún svaraði um hæl að þau gætu
tekið ibúðina úr ]>ví ]>eiiri hafi verið
lofað henni — og flutti svo af
sjúkrahúsinu i herbergiskompuna til
móður sinnar.
— Við þetta varð hróður liennar enn
meiri en áður. Hlöðin stofnuðu til
samskota í ]>ví skyni að kaupa handa
henni hús. Peningagjafirnar streymdu
inn til blaðanna — og nú er fegursta
kona Póllands að flvtja í hið prýði-
lega liús sein þjóðin gaf ]>essari
frægu drotningu hins konungslausa
lands,
APINN_„SUSr‘
Hjer er myrid af apanum „Susi“,
sem var með loftfarinu „Graf Zeppe-
lin“, er ]>að um daginn ætlaði að
fljúga til Ameríku, en svo sem kunn-
ugl er, varð að snúa við skamt fvrir
vestan Spán. Nú heldur hjátrúarfult
fólk, að apinn eigi sök á óhappinu,
þvi ólieill stafi af þvi að flytja apa
á skipum og loftförum. En hvað sem
því liður virðist „Susi“ ekki taka ]>að
mjög nærri sjer livað fólk álitur. Að
minsta kosti hefir lnin ekki inist mat-
arlystina.
GRÆNT HÁR
Ung stúlka i New York varð fvrir
þvi núna á dögunum, að liár hennar
varð algrænt á einni nóttu, eins og
lilaðvarpi á vori. Hún var á skrifstofu
1 húsi einu, þar sem vildi svo óheppi-
lega til, að saltsýran heltist niður og
lak niður um gólfið og ofan í hárið
á stúlkunni, þar sem liún var að
Fyrirliggjandi:
Vimuifalnaður alskonar,
Olíufatnaðiir, gulur og
suartur,
Ferðafatnaður alskonar,
Nœrfatnaður, fjölda teg.
Rcgnkápur,
Rykfrakkar,
Gúminíkápur, fjölda litir,
Gúmmíslígvjel,
Gúmmískór,
Sportskyrtur, fjölda leg.
Ullarteppi,
Vattteppi,
Raðmullarteppi,
o. m. m. fl.
Veiðarfæraverslunin
„GEYS1R“.
s
Líftryggið yður í stærsia
líftryggingarfjelagi á
Norðurlöndum:
Stokkhólmi.
Við árslok 1927 líftryggingar
í gildi fyrir
yfir kr. 658,500,000.
H Af ársarði 1927 fá hinir líftrygðu
S endurgreitt
f kr. 3,624,048,00,
^ en hluthafar aðeins kr. 30,000
S og fá aldrei meira.
@ Aðalumboðsm. fyrir ísland:
S
i A. V. Tulinius, Sími 254.
skrifa, svo hárið varð rennblautt. Og
næstu nótt varð liárið grænt! Hún fór
undir eins i ofboði á lrárgreiðslustofu,
en þar þótti liturinn svo fallegur að
forstöðukonan Ijet litljósmynda stúlk-
una og sýndi svo þetta fyrirbrigði i
glugganum lijá sjer.
Mvndin vakti athygli, stúlkan hafði
ekki frið fyrir ljósmyndurum og
blaðamönnum og varð fræg um alt
land í einu vettfangi. Og brátt komst
fólk að þeirri niðurstöðu, að grænt
hár vicri í raun og veru afar fallegt
og tískudrósirnar fóru að láta lita
hárið á sjer grænt. Unga stúlkan
fjekk stöðu i frægu tiskuverslunarhúsi
og var látin sýna á sjer græna hárið.
— Vegir forsjónarinnar eru órann-
sakanlegir.
Enska frúin Elisabetli Greenfield
var nýlega fyrir rjetti, ákærð fyrir að
liafa stolið silfurborðbúnaði frá Bayn-
bam höfuðsmanni, sem hún liefir
verið ráðskona hjá síðastliðið ár.
Hafði þýfið fundist og var lagt fram
í rjettinum. Þar á meðal var lítil te-
kanna, sem Napoleon mikli hafði átt
og notað dags daglega meðan liann
var i útlegðinni á St. Helena. Var
]>etta einna óásjálegasti gripurinn sem
þarna var, eu samt var hann metinn
hærra verði en alt hitt þýfið til sam-
ans.