Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 31.08.1929, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Texti: Mark. 1, 16—20. Rödd hrópandans í eyðimörku er þögnuð. Hún4 er kæfð niður milli dimmra og þröngra dýfl- issuveggja, og Jýðurinn í Gyð- ingalandi fær ekki framar að hlýða á hana. En þó hún væri þögnuð, þá hafði hún greitt drottni veg og gert brautir Jians beinni. Og nú Var hann í nánd, sem átti að slííra Gyðingaþjóðina með lieil- ögum anda og eldi. Texti vor dregur upp mynd af Jesú Kristi, þar sein haun er á gangi með fram Galíleuvatninu og Jrallar á postulana fjóra, ein- mitt þá postulana, sem voru honum handgengastir á úrslita- stundum lífs hans. 'Jesús er á gangi meðfram vatninu, sem er viðbrugðið fyrir fegurð. Hann elskaði náttúruna, blómin sem voru á vegi hans, fuglana, sem flögruðu kring um hann. í faðmi náttúrunnar, und- ir berum himni, i morgunkyrð- inni á fjöllum uppi, hafði hann heðið guð, himneska föðurinn, daglega frá því hann var barn. Blóm vallarins og fuglar him- insins voru vinir hans, sem hon- um Ijet svo vel að tala um í kenningu sinni. í hrifningu horfir hann yfir vatnið og þor])ið Kapernaum, sem blasir við skamt frá hon- um, — þorpið þar sem hann átti eftir að starfa svo mikið, og sem átti að verða vottur að mörgum kraftaverkum hans og kenningu. Skyldu ekki margar myndir hafa Jiðið fyrir sálar- sjónir hans, þegar hann leit yfir þorpið? Rjett við ströndina eru fiski- mennirnir að verki. Sumir gamlir og bognir í haki, þung- húnir og þreytulegir, en aðrir ungir, glaðir og gáskafullir. Jes- ús elskaði alþýðufólkið og gaf sjer tóm til þess að virða það fyrir sjer. Fiskimennirnir, sem lifðu í nánu samræmi við nátt- úruna voru Jesú að skapi. Rödd Jesú líður yfir vatnið, kröftug og þó yndisþýð:—Kom- ið og fylgið mjer, og mun jeg láta yður verða mannaveiðara. Hann talaði öðru vísi en aðrir. Hann talaði eins og sá sem vald- ið hafði. Hann talaði út írá eig- in hjarta. Hver gat hikað við að koma til Jesú þegar hann talaði? Og bræðurnir Símon og And- rjes og Jakob og Jóhannes yfir- gefa bátana, koma til hans og fara með honum, og þeir undruðust yndislegu orðin, sem út gengu af munni hans. Hvilík stund fyrir þá þegar Jesús þrýsti i-örid þeirra í fyrsta skifti, að finna kraftinn streyma frá hlýja handtakinu hans og horfa 1 blíðu en þó alvöruþungu aug- nn hans. — En starfsbræður og nánustu ættingjar þeirra sitja eftir í bátunum og horfa á þá halda burt með þessum ný- homna gesti: — Var hann ekki Sfimmur þessi nýji spámaður að höggva á in heilögu vináttu og íettarbönd ? Jesús bað og bauð lýðnum :,ð koma til sín, hann vissi að hann var sendur af guði lil þess að flytja nýjan hoðskap. Hann var sendur til þess að reka burt myrkrið og sigra dauðann, og verða heiminum líf og Ijós. Þess- vegna gat hann sagt með fullri djörfung: Komið til mín. Það komu margir til Jesú þá og hafa gert á öllum öldum, og einkum þó þeir, sem erfiði og þunga hala verið hlaðnir. Þegar enga hjálp er hjer að fá hjálparlausra líknin vert mjer hjá hefir stigið eins og andvarp frá brjósti margra manna. Þeir hafa stundum gleymt því að koma til Jesú meðan alt ljek í lyndi, en þegar alt snýr upp í móti andinn bugaður, holdið þjáð þá hafa þeir heyrt orðin: Kom- ið til min. En Jesús sagði ekki aðeins: Komið, heldur líka fylgið mjer. Að koma til Jesú, j)að hafa margir gert, en hitt eru íærri fúsir á að fylgja honum. Þeir hafa sjálfsagt ekki gert sjer grein fyrir því í fyrstu post- ularnir, sem Jesús kallaði, hvað það kostaði þá mikið að fylgja honum. Þeir urðu að þola hróp og háð hins slcilningssljóa lýðs, er þeir fluttu hoðskap meistara síns. Þeir urðu fyrir allskonar ofsóknum og ljetu að síðustu lífið fyrir gjálífum og grimmd- arfullum valdhöfum. Þeir tímar eru liðnir. En ennþá kostar það mikla fórn að fylgja Jesú, að bera krossinn fyrir Ivrist. Allir kann- ast við orð Jesú um þetta: Hver sem vill fylgja mjer, afneiti sjálfum sjer, taki minn kross á sig og fylgi mjer eftir. Ef þú kemur til Jesú og kapp- kostar að fylgja honum, þá máttu reiða þig á sem cþrosk- aður niaður að þú verður að af- neita svo ótal mörgu, sem hugur þinn girnist. Þú mátt eiga það á hættu að verða fyrir hrópi og háði margra, er verða á vegi þínum, sem reyna að telja þjer trú um að þú farir villur veg- ar, og að hegðun þín öll sje einkis nýt. Kristur kallaði ekki aðeins nokkra menn austur í Gyðinga- landi fyrir nokkrum öldum til þess að fylgja sjer, heldur alla þá, sein síðan hafa komið til hans og orðið snortnir af kenn- ingu hans. Hann kallar til allra, hvort heldur þeir eru ungir eða gamlir, konur eða karlar, að koma og fylgja sjer. Mundi ekki verða öðruvísi umhorfs í heiminum en er, ef allur fjöldi manna hefði komið til Jesú og fylgt honum? Mundi ekki bróðurkærleikurinn þá meiri en er og eigingirnisbar- áttan eitthvað vægari? Mundi þá ekki trúin skipa sæti trú- leysisins, vonin sæti kvíðans og kærleilcurinn koma í stað öfund- ar og haturs manna á milli? — Vjer viljum hiðja guð að gefa oss styrk til þess að vers sálmaskáldsins okkar góða megi verða einlæg játning vor: Krossferli að fylgja þínum fýsir mig Jesú kær, væg þú veikleika mínum, þótt verði eg álengdar fjær. Þá trú og þol vill þrotna, þrengir að neyðin vönd, reis þú við reyrinn hrotna og rjett mjer þína hönd. Amen. Fullkomnasta skip heimsins. Hinn 16. júlí í sumar lagði eim- skipið „Bremen" af stað frá Bremen- liafen í hina fyrstu ferð sina til New York. Er það stærsta skipið, sem nú siglir undir þýsku flaggi, en flest þau skip sem stærri eru hafa hjóðverjar lika hygt, þó nú sjeu þau eign ann- ara. Má þar á meðal telja „Beren- garia“, sem nú er eign Cunardfjelags- ins enska, en var tekið af Þjóðverjum eftir ófriðinn mikla. „Bremen“ er hraðskreiðasta far- þegaskip heimsins. Fyrstu ferð sina til New Yorlt fór það á 8 stundum skemri tíma en nokkurt skip liefir farið þá leið áður og öðlaðist fyrir þá ferð heiðursmerkið „Bláa bandið“, sem fylgir jafnan þvi skipi, sem liefir iirað- met í siglingum milli Evrópu og Ame- ríku, en fram að þessu hefir fylgt cnska skipinu „Mauretania". í íæynslu- förinni fór „Bremen“ 28,5 milur á vöku og munaði litlu að skipið hefði þann meðalhraða vestur. „Bremen“ er 925 ensk fet á lengd, 102 feta hreitt og ristir 32 fet og 8 þumlunga fullhlaðið. — Lögunin á skrokknum er talsvert önnur en á eldri skipum; voru gerðar margvis- legar tilraunir til þess að finna hvern- ig skipið skyldi vera í laginu til þess að ferðin yrði sem mest, án þess að vjelaorkan keyrði úr hófi. Ilefir þetta tckist vel. Ofan sjávar er skipið mjög frábrugðið öðrum skipum, yfirbygg- ingin ekki eins há og venja er til og reykliáfarnir lágir; er þetta gert til þess að mótvindar dragi síður úr ferð skipsins. Þá er stýrið af nýrri gerð og dregur minna úr ferð skipsins en önn- ur stýri og auk Jiess þarf Iielmingi minni orku til ]iess að hreyfa það. A „Bremen“ rúmast um 3200 nianns þegar fullskipað er. Skipshöfnin sjálf er um þúsund manns; á I. farrými rúmast 800, á II. 500 og á III. far- rými, sem er tvískift, 900. Útbúnaður farrýmanna er hin fullkomnasti og allir klefar á I. og II. farrými ofan þilja. A þriðja farrými eru aðeins 2 og 4 manna ldefar, en engir fyrir lleiri farþega, og rennándi vatn er í öllum klefuin á skipinu. Borðstofur og setustofur eru afar rúmgóðar og búnar allskonar þægindum. Auk venjulegra salakynna eru þarna veit- ingastofur, þar sem farþegar geta keypt sjer eina og eina máltið í senn, þegar þeir hafa matarlyst, og eru þeir því ekki bundnir við skyldufæði, cn liorga aðeins þann inat, sem þeir liorða. Þarna er sjerstakt þilfar til útiskemtana og leikja, þar er sund- liöll, leikfimissalur og sjerstakur klefi fyrir bifreiðar þeirra farþega, sem kjósa að flytja þær með sjer. — Frá- gangurinn á öllum salakynnum er afar vandaður og gerður eftir teikn- ingum frægra þýskra búsameistara og málara. Ekkert hefir verið sparað til þess að gera skipið örugt. Þvi er öllu skift í vatnsþjctt liólf, svo að það geti ekki sokkið, þó einhversstaðar komi gat á byrðinginn. Meira að segja er vjela- rúm skipsins hólfað þannig sundur, að )ió eitt vjelarúmið fyllist af sjó eiga hinar vjelarnar að geta starfað eigi að siður. Hefir skipið fjórar eim- túrhínur, hverja í sínum klefa og auk þess dieselhreyfil, sem knýr fram 2000 kilóvött rafmagns, eða meira en raf- stöðin við Elliðaárnar. Túrbinurnar eru kyntar með olíu. Skipinu fylgja 24 björgunarbátar, allir með hreyfli, og rúma ]>eir 145 manns liver. Það hefir allskonar tæki til að varast liættur sem á vegi þess kunna að verða, þar á meðal „dýpishlust“, sem segir jafnan til um, á hve miklu dýpi skipið sje, án ]iess að lóða þurfi. — Hvert af alikerum skipsins vegur 16 smálestir, og stálið í keðjuhlekkjunum er 4 þumlungar að þvermáli. í skrokk- inn á skipinu fóru 22.000 sniálestir af stáli. Allar hjálparvjelar eru reknar með rafmagni og rafmagn yfirleitt notað til alls um borð i skipinu. T. d. eru 116 loftdælur í skipinu, allar raf- knúðar og dæla þær 50 miljón rúm- metrum af hreinu lofti inn í skipið á hverri klukkustund. Akkerisvind- urnar og stýrisvjelin eru knúðar með rafmagni, eldbúsið er alt „rafmagn- að“, bæði suðuáhöld og annað, og vit- anlega er rafmagn notað til allra ljósa, þar á meðal skrautljósanna, er skipið sendir frá sjer þegar það er á siglingum i liafi úti. Skrúfurnar á skipinu eru fjórar og vegur hver þeirra 17 smálestir. Þá er „Bremen" fyrsta kaupfar Þjóðverja, sem hefir áliöld til að skjóta út flugvjelum. Er brautin mið- skipa, yfir efsta þilfari. A tuttugu metra færi er flugvjelinni skotið svo hratt af stað með þjettilofti, að liún nær nauðsynlegum flugbraða og lyft- ist upp af sleðanum, sem hún rennur á. Vjelin sem „Bremen" flytur, flýgur með 190 km. meðalliraða, og á að flytja áríðandi póst frá skipinu til hafnar, til þess að flýta för hans. Er gert ráð fyrir að liún fari frá skipinu, er það á 800 km. til lands. Izabella ’ biskup. í Plock i Póllandi var kvenmaður nýlega gerður að biskup, fyrsta kon- an, sem nokkru sinni hefir komist i slikt embætti. Hún var kjörin til em- bættisins innan þess flokks kaþólskra, sem nefna sig Mariavíta, en sá flokk- ur sagði sig úr rómversk-kaþólsku kirkjunni fvrir rúmum 20 árum. Æðsti maður þessa flokks cr erki- biskupinn í Utrecht i Hollandi. Merkilegt við þetta er líka það, að maður konunnar er biskup. En fyrir nokkrum áruin var hann dæmd- ur í 4 ára fangelsi fyrir ósiðsemi. Izabella biskup er hjer á myndinni í fullum skrúða. Rússneskur prófessor, sem lieitir Syndin, hefir nýlega smiðað flugvjel, sem liann fullyrðir að geti flogið upp i 25000 metra bæð, eða um hclmingi hærra en nokkur flugvjel hef'.r kom- ist til þessa, og þrisvar sinnum liærra cn liæsti fjallstindur á jörðinni er. Vjel þessari er ekki ætlað að flytja flugmann eða farþega, lieldur aðeins ýms sjálfvirk tæki til veðuratliuguna. Á vjelin að fljúga 1000 kílómetra á klukkustund, en með þeim hraða væri hægt að komast milli New York og París á 5 tímum. ----o----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.