Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.11.1929, Blaðsíða 14
14 F A L K 1 N M L á r j e 11. 1 prýði, 7 kjötmeti, 13 senna, 14 reikar, 16 væra, 18 kvikmyndafjelag, 20 mannsnafn, 22 skrautlegt, 23 trje, 25 skelin, 26 fornafn, 27 þjóð i Er- rópu, 29 beita, 30 naglfesta, 31 upp- hrópun, 32 dula, 33 líkamshluti, 35 tónn, 36 skriðdýr, 39 lierbergið, 41 auðlært, 42 hegna, 43 heimilisföst, 46 húsdýr, 49 smákorn, 50 natríum, 51 blunda, 53 nikkel, 54 ullarhnoðrar, 55 stía, 57 bók, 60 eyja i Eystrasalti, 61 át, 63 skrifa, 64 skemdir, 65 ábati, 67 flik, 68 gátu, 69 meinsemin, 71 hermdi eftir, 73 vella, 75 brauð. Lóðrjett. 2 blómsveigur, 3 í eldfærum, 4 for- setning, 6 nöldrar, 7 skrimta, 8 trygg- ing, 9 bókstafur, 10 verslun, 11 þjappa, 12 bæxlagangur, 15 steinninn, 17 hrossameðal, 19 listamaður, 21 sarga, 23 titill, 24 guö, 27 kgl. embættismenn, 28 skriffæri, 31 liðamótin, 34 fýsn, 37 = 60 lárjett, 38 egnt saman, 39 brotleg, 40 ílát, 43 ilt urntal, 44 band- rusl, 45 hæfa, 47 afurð sauðfjár, 48 óeirðir, 51 átt, 52 móðgaðar, 56 manns- nafn, 58 = 33 lárjett, 59 frumefni, <0 efni, 62 eiga í pokahorninu, 64 nöldra, 66 konuefni, 68 örðug ganga, 70 nefnilega, 72 aðferð til að vcrma. KROSSOÁTA nr. 36. HREINAR LÉREFTSTUSKUR kaupirháuverði næstu daga — PRENTSMIÐJAN GUTENBERG Allir þeir, sem nokkuð þekkja til bifreiða, kannast við bifreiðategund- ina Rolls-Royee, sem Jiykir einna full- komnust allra bifreiða i heiminum, enda er þessi vagn margfalt dýrari en venjulegar bifreiðategundir. Hinsvegar þekkja fáir til mannanna, sem stofn- uðu þetta fyrirtæki, þeirra Rolls og Royce. C. H. Rolls var fjórði maður- inn í röðinni af þeim sem fekk bif- reiðaökuleyfi i Englandi. í þá daga máttu bifreiðar ekki aka liraðar en sem svaraði 10 km. á klukkustund. Hann heyrði eitt sinn talað um mann, sem hjeti F. II. Royce og væri verkfræðingur og liefði hann lagt stund á að smíða bifreiðar. Nokkru seinna hittust þessir tveir menn og rjeðu þá með sjer að stofna bifreiðasmiðju. Og bún lijet Rolls-Royce Co. Þetta var árið 1904. Sex árum síðar fórst Rolls, við fyrsta flugslysið sem varð i Eng- landi, en fjelagi lians hjelt verksmiðj- unni áfram og rak hana með svo miklum dugnaði, að nii er Rolls-Royce vagninn talinn fullkomnasta bifreiðin á heimsmarkaðinum. hann, voru þá á skipinu í Marseille. Jeg kom náttúrlega á staðinn á rjettum tíma og hitti þig. En jeg hafði skipun um að koma með hann i klúbbinn, hver, sem hann væri, til þess að hægt væri að þekkja hann aftur. Jeg varð strax sannfærð um, að saga Sylvíu væri sönn og sannfærði aftur Forseta, en hann var hræddur um, að þú værir annaðhvort að einhverju leyti sök í hvarfi Sylvíu, eða þá sendimaður einhvers útlends ríkis, sem væri að grafast fyrir þessa uppfundingu hans, eða hvað það nú er. Hugh, sem hafði hlustað á þessa frá- sögn með vaxandi undrun, reyndi í huga sín- um að finna einhverja sennilega ástæður til þessara hvarfa Sylvíu. — Hver getur ástæðan verið, Eunice? spurði hann. — Jeg veit ekki, svaraði hún. — Hver get- ur fundið ástæður konu til eins og annars? Þetta gæti verið gamall elskhugi hennar, sem hún er að hitta öðru hvoru. Um leið og hún sagði þessi síðustu orð, brosti hún ertnislega til Hugh, og honum virtist liða illa, þótt ekki segði hann neitt. — Jæja, það er framorðið, sagði hún, og stóð upp geispandi. — Taktu eftir ráðum mínum, og slepptu úr huga þjer öllu óþægi- legu og Ieiðinlegu, og farðu í rúmið og sofðu vel. Góða nótt Hugh, sagði hún og gekk út. Hann sat uppi langt fram eftir nóttinni, og hugsaði fram og aftur um þessa ljótu sögu, sem Eunice hafði sagt honum. Hann velti sjer fram og aftur í rúminu, eftir að hann kom þangað, en gat ekki sofið, alt þangað til morg- unbirtan tók að sjást gegn um niðurdregin gluggatjöldin. Þá sofnaði hann vært og vakn- aði ekki fyrr en klukkan tíu. Hann varð hissa á hvað framorðið var og flýtti sjer upp á þil- farið til Eunice, sem var lcomin J)angað á undan honum, meðan verið var að búa til morgunverðinn. Hún þóttist vita, að hann mundi sofa illa og hafði bannað Jjjóninum að vekja hann á vanalegum tíma, en kom nú á moti honum brosandi með skeyti i annari hendi. — Jeg hafði ásett mjer, hvað sem þetta skeyti hefði inni að halda, að ónáða þig ekki, sagði hún. — Þú hefir vonandi ekki verið að syi’fíja yfir ])ví, sem jeg sagði þjer i gær- kvöldi? Nei, J)að gengur ekkert að mjer, ]>akka þjer fyrir, svaraði hann og tók skeytið, og síðan gengu þau saman til morgunverðar. Skeytið hljóðaði þannig: „Flýtið ykkur hvað af tekur til Alexandríu. Þaðan til Shep- herds í Cairo. Forseti ykkar“. Nú er eitthvað á seiði, sagði Eunice. Við verðum að hlýða, hvað sem það kann að vera, svaraði Hugh. Hann hringdi og skipaði þjóninum að ná í skipstjórann. Hugh sagði honum frá skeytinu og Hamer skip- stjóri ljet ekki á sjer standa að framkvæma íyrirskipanirnar. Brátt jókst hraði skipsins um allan helming, og stefnið þeytti frá sjer hvítfyssandi löðrinu- Þegar Hugh og Eunice voru komin til Alex- andríu, ljetu þau ekki lengi dragast að halda áfram til Cairo. Skipið var skilið eftir með gufu í kötlum, með því að Hugh vissi ekki nema Foíseti myndi þurfa að nota það fyrir- varalaust, og skipstjóra var skipað að gefa ekki skipsmönnum nema stutt landgönguleyfi, og ekki nema fáum mönnum í einu, alt þang- að til öðruvísi yrði fyrirskipað. Allur sá fjöldi af sölufólki í Cairo, sem vanur er að hrella l'erðafólkið, hjelt að Hugh og Eunice væru ung hjón á brúðkaupsíerð og ljet ekki hjá líða að bjóða þeim vörur sínar. Þannig bauð eldgamall Arabi, sem hafði áreiðanlega stundað verslun sína í ein 70 ár, „hinni ynd- islegu og fögru frú“ tordýfil, sem var tilbú- inn í Birmingham, og hann sagði, að hefði verið signdur af helguin manni, sem hefði farið tuttugu pílagrímsferðir til Mekka, og sagði henni, að bæri hún hann á sjer myndi eiginmaður hennar ætíð reynast henni eins trúr og nú, og aldrei líta á neina aðra konu, þótt hún svo væri fögur sem Paradisannær. Hún keypti þegar einn og greiddi andvirðið í snatri, en blessunaróskum gamla prangar- ans rigndi yfir hana eins og stórrigning. Hún brosti til Hugh um leið og hún nældi vernd- argripnum í klæði sín. Er þau komu til Shepherds, fengu þau sjer þegar herbergi, og er Hugh spurði eftir For- seta, var honum sagt, að hans væri vænst á hverri stundu í flugvjel, og herbergi hans væru þegar tilbúin. Hugh settist í forstofunni og tók að glugga í nýlegt blað. Hann flelti blöðunum við og rak þá alt i einu augun í mynd, sem gerði það að verkum, að liann tók andann á lofti, því myndin var af Sylvíu Peyton. Myndinni fylgdi grein. þar sem sagt var aftur frá morð- inu í Regent Street og leit lögreglunnar að stúlkunni um alla Evrópu, og sá hann af lýs- ingunni, að hjer var ekkert jjm að villast- Lögreglan um svo að segja allan heim var að leita að Sylvíu i sambandi við hið ægilega morð, sem var þegar orðið illræmt sökum þess hve hroðalegt það var. Hugh var að lesa greinina i annað sinn, og hver andlitsdráttur hans lýsti hinni megn- ustu skelfingu, er hann heyrði rödd við lilið sjer, er sagði: — Jæja þá, Valentroyd. Hugh leit upp og sá þá hið göfugmannlega andlit Forsetans, sem stóð hjá honum og rjetti honum höndina, og skein ánægja og góðmennska út úr svip hans. Hugli stóð upp og tók í hönd honum og tautaði einhver kveðjuorð. En Forseti, sem sá hina augsýnilegu hugarkvöl hans, tók undir handlegg hans og leiddi hann út í yzta horn forstofunnar, kallaði þar á þjón og bað um kaffi og konjak: — Jæja Valentroyd, hvað í ósköpunum gengur að yður? Hugh rjetti honum þegjandi blaðið og For- seti Jeið á það: Hvað er þetta, sagði hann með þrumuraust, — þjer ætlið þó ekki að fara að l'árast út úr svona bulli. Jeg hjelt þjer væruð meira karlmenni en svo. Hlustið þjer nú á mig og reynið að koma því inn i yðar brenglaða höfuð, að þessi stúlka er undir minni vernd og því fullkomlega örugg. Skiljið þjer það? Þótt jeg nái ekki til hennar með hendi minni rjett sem stendur, er hún engu að síður örugg. Þótt hún svo yrði tekin föst, hef jeg tuttugu valinkunn vitni, þar af helm- inginn aðalsmenn, einn biskup og einn nafn- kunnan lækni, sem geta svarið fjarveru henn- ar. Því hefi jeg sjeð fyrir. En látið mig aldrei oftar sjá yður í þessu liugarástandi. Hvernig sem veltist, veitir klúbbnum okkar alt al' bet- ur. Það er víst ekki Overtley gamli, sein hefir ruglað yður i höfðinu? Blessaður, reynið að hressa yður upp, með einu glasi af þessu konjaki. Það virðist ekki eins eitrað og jeg hjelt. Forseti hafði aðeins þefað úr flöskunni,. sem cgipski þjónninn liafði komið með, en hann vissi hve göfugur gesturinn var og hafði verið á nálum, en brosti nú ánægjulega er hann lieyrði orð gestsins, um leið og hann helti í glas handa Ilugh. Hin dáleiðandi fram- koma Forseta hafði náð tilgangi sínum, því Hugh varð þegar miklu rólegri. Framtíðar- horfurnar virtust bjartari en þær höfðu verið nokkrum mínútum áður, svo mikill kraftur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.