Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1930, Page 4

Fálkinn - 05.04.1930, Page 4
4 F A L K I N N 400 ára minning prentlistarinnar á íslandi. Stjórn Fjelags ísl. prentsmiðjueigenda. Frá vlnstri: Guöbjörn Guð- mundsson, IlerberCM. Sigmundsson, (formaöur), Steindór Gunnarsson, Þorvarðnr Þorvarösson og Ágúst Sigurðsson. Stjórn ísl. prentarafjelagsins. Frá vinstri: Sveinbjörn Oddsson, Óskar Guðnason, Björn Jónsson (formaöur), Guðmundur Ilalldórsson og Þórður Björnsson. Á hinu merka ári íslenskrar ríkisstofnunar á sú stjett manna, sem merkan þátt á í sögu huerr- ar þjáðar, WO ára afmæli. Það eru prentlistarmenn, hvort held- ur þeir eru yfirboðarar eða vinnumenn. 1 ár eru, eftir því sem næst verður komist, liðin W0 ár frá því, að prentsmiðja var stofnuð á Hólum í Hjalta- dal af Jóni biskupi Arasyni, sú sem síðar fluttist að Breiða- bólstað í Vesturhópi, er fyrsti prentari á íslandi gerðist prest- ur þar. — Því það er eftirtekt- arvert við prentlist hjer á landi, að jafnan hefir þess verið kraf- ist, að liana stunduðu l ær ð ir menn. Rithöfundar krefjast þess af prenturum, sem ekki verður með sanngirni krafist, að leysl sje af hendi svo vel sje, af öðrum en þeim, sem eignast hafa víðari sjóndeildarhring en venjulegir iðnaðarmenn. Og prentstofnanirnar hafa orðið við kröfunum. Prentarastjett landsins hefir orðið úrvalsstjett og prentararnir lærðir menn, upp á sína vísu, eins og braut- ryðjandi þeirra, Jón prestur Matthíasson hinn sænski, sem var prestur og gegndi prestsem- bætti hjer á landi, jafnframt stjórn þeirrar prentsmiðju, sem Frú Ingigerður Jónsdóttir, Berg- staðastr. 13, er sjötug 7. þ. m. hann var bæði forstjóri fyrir og setjari og prentvjelamaður í. Frá síðari tímum höfum vjer að vísu ekki dæmi til, að slíkt hafi gerst aftur, en liitt er víst, að einn eða jafnvel tveir af mestu gáfumönnum íslenskrar kirkju fyrir rúmum mannsaldri voru prentarar og unnu að prenlverki fram undir það að þeir tóku prestvígslu. Islensk prentlist hefir ávalt verið sú iðn, sem mest hefir kveðið að í landinu. Islending- ar hafa orð á sjer fyrir, að kunna lítt skil á öllu því, sem að iðn lýtur, og lxafa sýnt það í verki. En frá þessu hefir prentlistin verið lieiðarleg und- antekning. Hún er knúð fram hjer í kynslóðinni af liug allra þeirra, sem höfðu varið allri æfi sinni til þess að afrita bæk- ur, ekki tvisvar heldur tuttugu sinnum og meir. Það sama upp aftur og aftur. Það voru „prent- arar“ þeirrar tíðar og þessu hlutverki áitti prentlistin að taka við, þegar hún komst hingað til lands. Og hún komst snemma. Gut- enberg fann upp á því, að nota lausa stafi, sem mætti raða í orð, árið íköh. Þetta gjörbreytti veröldinni þá þegar svo mjög, að það fór þegar að hafa áhrif á heimsviðburðina. Prentlistin var miklu stærri uppgötvun á sinni tíð, en uppgötvun út- varps og firðsjár er nú á tím- um. Því máitur þess skrifaða orðs endist meðan mannkynið kann að lesa og hann gerir góð- um rithöfundi kleyft að lifaeftir dauðann. Það gera uppgötvanir nútímans á þesu svíði eklci. Þær eru fyrir líðandi stund en ekki fyrir eilífðina. Orðin — hið tal- aða mál — gleymast, en bók- stafurinn stendur meðan papp- írinn grotnar ekki. Og Island fjekk prentlisiina löngu á und- an móðurlandinu, Noregi. Þar er fyrsta bókin, sem menn vita um prentuð 16h3. Eitt öruggasta dæmi um menningarstig þjóðanna er út- lit og frágangur þeirra bóka, sem þær gefa út. Erlendis gefa menn út „Iuxus“-útgáfur af ýmsum verkum, — hjer á landi geta menn ekki gert það nema sjaldan. Útgefandinn verður að ráða því, hve miklu liann vill verja iil kostnaðar. En sönnu næst mun það, að hvergi í heimi muni vera gefnar út jafnaðar- lega jafn snyrlilegar bækur — og margar bækur — af litlum efnum og á íslandi. ísland hefir þá sjerstöðu meðal menningar- þjóðanna, að gefa út bækur fyr- ir aðeins hundrað þúsunda þjóð. Og Island hefir þá sjerstöðu að gefa út fleiri bækur að tiltöla við fólksfjölda, en nokkur önn- ur þjóð veraldar. Það liggur nærri að ætla, að þetta sje sprottið af gömlum arfi frá þeim kynslóðum, sem vildu lesa og þurftu að lesa — áður en prenilistin var til. Eins og söguritarar okkar fyrstu alda varðveittu arf þess, sem gerðist á blómatíð íslands fyrrum,svo hafa prenllistamenn varðveitt þennan arf áfram. Oý þeir hafa rækt verk sitt vel. Þeir lmfa verið dugandi menn fyr á tímum, meðan sami maðurinn vann alt — frá handritinu til bókarinnar. Og þeir eru — síð- an meiri verkaskifting komst á — samir við sitt. Islensk prent- list fylgist altaf með tímanum, er altaf síung og ný og rjett- borinn arftaki þeirrar rótar, sem hún spratt af: íslenskra söguritara. Og þau fjögur hundruð ár, sem liðin eru af sögu prentlist- arinnar gefa manni fulla ástæðu til að ælla, að ávalt muni liún standa framarlega. Jóhannes Nordal, íshússtjóri, verður 80 ára 8. þ. m. Ásgeir G. Stefánss. byggingarm. i H.firði varð fertugur 28. f. m. Fálkinn fæst eftirleiðis keyptur í tóbakssölunni í Hótel Borfl. Ferða- Skáta- og Þingvallatjöld í öllum stærðum, en aðeins 1. flokks efni, vinna og frágangur. Komið og skoðið eða skrifið strax 2 Laugaveg 2. Sími 2222.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.