Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 31.05.1930, Blaðsíða 7
FALKINN 7 Altaf á öndverðum meiði. Eflir BöSvar frá Hnífsdal Dansleikur i sjóþorpi vestanlands Un? jeturnæturnar.------ t'ólkið ruddist inn í sífellu. Sjó- ínenn, nýkomnir af síldveiðum, með ullar hendur fjár og fulla vasa Panarvíns, verkamenn með sumar- aupið i veskinu, og verslunarmenn e , gullydda vindlinga í munninum g útgerðardrauma í höfðinu. Vinnu- °nur, sem virtust hafa legið í ódýr- ni ilmvatnspækli árum saman, fisk- , ’°ttarstúlkur með rauðar og þrútn- r hendur, sildarstúlkur með liðleg- r nreyfingar og ljótt orðbragð, versl- narmeyjar svo óhóflega dyftar, að ngu var líkara en þær hefðu dottið nn i hveititunnu á leiðinni. Þrengsl- voru svo mikil, að danssvæðið rúm- 1 ekki nema fjögur til fimm pör, . n nuðvitað dönsuðu þar eitthvað um ... usu. Leðjan að utan barst við- u unulaust inn, þórnaði og rykaðist t Við þetta bættist svo reykur ó- Jandi vindla .og vindlinga, varð og ukkurinn svo þykkur, að ljósin líkt- þst niest lungli, er veður i skýjum. ®rn.a inn í skýstrokknum dönsuðu uð°nn’ -Sern <)‘5tr væru’ rákust á, stjök- 1 u iná sjer, stigu hver á annars tær, 0nej’ttu ókvæðisorðum á báða bóga 8 skutust út með dansmeyjar sinar unnað veifið. s er laglegt háttalag á þjer! bp8?* BerSur, sem stóð út í horni, (j.Sar ,Ari kom til hans, heitur af n.s'nuni, og þurkaði sjer um ennið. Ur Crt aBat a® dansa við stúlk- i ’ seni eru í m.jög litlu áliti meðal *ira fólksins Íijer. (.{.T- ®>ær dansa betur en hinar, svar- 1 Vri stuttlega. jJV7~ Lansa betur! Já, en gáðú að (u *’ a® l30er eru brennimerktar í aug- j 1 almennings og þú leggur álit þitt meS þvi að leggja lag þitt Meiri menn mjer hafa orðið fyriji harðinu á almenningsálitinu fyrir k0nr ' a® umgangast bersyndugar P «Sem en ekki sem hunda. seil) n Parf ekki að umgangast þær Veji, nnnda fyrir þvi, þó þeim sje minni eftirtekt en hinum, sem 6ma er i varið. n>eir' BerSur minn, í hverjar er ha>na vai’ið? Almenningsálitið er alt e1)?-1 mæilkvarði, því það dæmir Ultl :lr efninu — alt eflir stundleg- ittnr- horhun- Ba® dænlir ekki hin hfösi SB<il‘, Þegar það talar t. d. um hekl;'n’ ^a hugsar það ekki um Bað m^una’ sem fæsl af hrösuninni. ttiejfg1 .gar eiíki> að maður lærir aldré' 3 hv' a® re“ka sig oft á en keuu?’ • a<5 ógæfan er tíðum betri á önf,ri en gæfan. — Þú ert nú altaf BerR..Ver®um nieiði við afera, sagði Verg r Sramur. — Já, jeg er á önd- bað-i.. meiði, og jeg skal sýna þjer sem f,J?Sara- Ef jeg leita að stúlku, jeg jJ(Utnvað er spunnið í, þá leita bú þ mra Byhlausl meðal þeirra, er jeg hj11 lr s,leinum að áðan, en leiti lifsre SVegar aS stúlku, sem á enga br°sk,.nSu’ mjög lítinn andlegan sóttuie'j °S Baria ósjálfstæðan per- ilUttv j a’ lla íeita jeg hennar á heim- Jl°rgarn SSara viðurstyggilegu odd- Wtisin ’ SCm Pykjast lifa lifi rjett- °g aj ’, eins og farísearnir forðum, eóðuttj :Ílrn Slu upp i guðsótta og kóðu .f'pmn. Hverjir eru svo þessir jega við V' '■ ila®’ :|ð brosa fyrirlit- PUrfa {'eim kynsystrum sinum, er 'ð Uteð qnf.a iifinu og geta ekki geng- úúum n?UU króna tófuskinn á öxl- Uvern n8r keyPt nýjan kjól annan- eig yfirKS’ hrosa, gáfulega og vaða v'ð tnem °*ðsilekli;in8ar’ ef þær tala latiega fj meun, — að brosa góð- °S hasaH truarhragðahræsnaranna • Hvenna, og siðast eu eltld síst að flíka öllu fögru og greiða haglega snörur sínar, þegar foreldr- arnir finna einhvern glitrandi gull- kálf, sem einhver matur er í fyrir tc-ngdason. Þá er að athuga guðsóttann. Hann er fullnæging kvenlegra mik- ilmenskuduttlunga og annað ekki. Þetta fólk leikur hinn miskunnsama Samverja með þvi að gefa fátækling- um ónýta fatagarma og matarleyfar, til þess svo að geta glaðst yfir þvi í hjarta sínu að vera á þeirri hillu i lífinu að geta látið aðra finna til þess. Þetta eru ölmusugjafir með bá- súnublæstri. — Þú talar eins og rauð- asti bolsi, ansaði Bergur. — Jeg tala ekki frá sjónarmiði neinskonar múlbundinna flokksverja í dægurþrasi stjórnmálanna, svaraði Ari snúðugt. — Jeg lýsi aðeins hlut- unum eins og þeir koma mjer fyrir sjónir, og dreg elcert undan. — Mjer virðist þú nú stundum fyr- irlíta lægri stjettirnar, sagði Bergur. — Misskilningur, svaraði hinn ró- lega. — Allar stjettir eru mjer jafn- kærar. Allar stjettir skapast af fjölda einstaklinga, og innan hverrar stjett- ar er fjöldi einstaklinga, sem auk stjettareinkennanna hefir sín sjerein- kenni. Einni stjett manna má likja við eina tegund bókmenta, einstak- ling hennar við yfirgripsmikla skáld- sögu af þeirri tegund. Sljettir manna og einstaklinga eru mjer eins og bækurnar. Jeg les, og reyni að skilja. Það gengur auðvitað misjafnlega, en þegar jeg er búinn að lesa eina bók tek jeg mjer aðra í hönd, og þegar jeg hefi lesið nægju mína af einni tegund bókmenta sný jeg' mjer að annari. Það er þetta, sem liefir vilt þjer sýn. Nú varð þögn um stund. — Við hva'ð lieldur þú að jeg skemti mjer hjerna á dansleiknum? hjelt Ari áfram, þegar Bergur gcrði sig líklegan til að ganga i burtil. — Við dansinn, hljóðfærasláttinn og kvenfólkið, auðvitað. — Að nokru leyti rangt. Það þyrfti t. d. öllu hrifnæmari mann mjer til þess að komast á loft yfir þessum hljóðfæraslætti. Þegar ölvaður maður, sem þar að auki er viðvaningur; ham- ast á ramfölsku draggargani eins og mannýgt naut á móhlaða, þá langar mig einna helst til þess að troða baðmull í eyrun. Dans er skemtilegur, þegar hann er iðkaður sem íþrótt eða list, en þessi dans erlivorugt.Hjer sjer maður og skilur orsök þeirrar óbeit- ar, sem roskið fólk hefir á dansi, þvi hvernig verða þau álirif, sem svona samkomur skilja eftir i sálum ung- linganna. — Til hvers ertu þá að koma hing- að? spurði Bergur óþolinmóður. — Til þess að læra. Jeg skemti mjer við að athuga fólkið og reyna að geta mjer til, hvað liann eða hún sje að gera liingað o. s. frv. Jeg horfi á kvenfólkið, sem liefir varið sumar- kaupinu sínu i glæsilegan búning.ytra og innra, og nýtur æskunnar og augnabliksins. Hvernig verða þær eft- ir fimm eða tíu ár? Ef til vill verður þá sú, sem ljómar mest af í kvöld, orðin margra barna móðir, gömul fyrir timann af skorti og ófrelsi, — ef lil vill verður hún hamingjusöm þrált fyrir alt baslið og bágindin, því að hamingjan fer ekki i manngrein- arálit. Hin sanna hamingja byggist á þroskun innri verðmæta, er gera men óháðari ytri aðstæðum .... Ef til vill verður lmn lika blaktandi skar, brákaður reyr, skekinn af vindi al- menningsálitsins, konan, sem gaf al- eigu sina og var grýlt i staðinn, — Jeg horfi á sjómanninn,ungan,hraust- an og óheflaðan. í nótt drekkur hann vín fyrir þá peninga, sem liann á- vann sjer með viku eða hálfsmán- aðar erfiði. Hvað verður hann, þeg- ar árin líða? Ef til vill ofdrykkju- maður, andlegúr og líkamlegur ræfill, ef til vill eiginmaður, sem eyðileggur lieimili sitt og skýtur eiturörvum úr- kynjunar í brjóst komandi kynslóða. vargur i vjeum þjóðfjelagsins, fyrir- lilinn af öðrum í þessu lífi, dæmdur af sjálfum sjer til óslökkvandi þorsta og kvalar í öðru lífi. En alt getur þetta farið á annan veg. Maðurinn og konan geta lært það af fyrstu bylt- unum að vara sig á hálkunni. Ferða- maðurinn leggur ekki( á hliðhallar svellbungurnar án þess að festa á sig mannbrodda, þá er honum óhætt. En hver veit nema hann, einhverntima i ofurkappi æskunnar, hafi hlaupið þær járnalaus, fengið byltu og meitt sig? Hálka mannlífsins er freistingin að taka hið stundlega fram yfir liið ei- lífa, að elta vafurlog dægurgullsins, en gleyma vitunum, ér sýnir rjetta leið. Járnsporarnir er siðferðilegt þrek og trúin á hinn skapandi og göfgandi algóða mátt tilverunnar. — Þetta cr nú elcki vitlaust hjá þjer að sumu leyti, svaraði Bergur, — en það hæfir hvorki stað nje stund, og nú fer jeg að dansa aftur. —- Það ætla jeg líka að gera. En rjett í því, að Bergur ætlaði að ná sjer í dansmær, var komið við liandlegg hans og sagt i klökkva- þrungnum kvenrómi. •— Bergur! Ó, jeg þarf að tala við þig! Þetta var frænka hans Valný. Hún var 18 ára og hafði altaf verið í for- eldrahúsum. Fyrir skömmu hafði hún farið ttð vera með' ungum manni, sem kom úr Reykjavík, umboðssala eða einhverju jjess hátlar. Bergur hafði komið þeim sainan, sem kallað er, en nagaði sig brátt i liandarbökin, því að umboðssalinn neytti víns og kvenna livaðan, sem það kom og Val- ný dansaði dauðadans æskuvona sinna og framtiðardrauma á glóðheit- um spjótsoddum afbrýðinnar_______Já, jeg skal koma undir eins, sagði Bergur. Svo gengu þau bæði út. Tíminn leið og ekki kom Bergur aftur. Sjómennirnir fóru að verða um- svifameiri eftir því, sem þeir drukku meira. Við og við ruku þeir saman, börðust, duttu og ruddu öðrum með sjer í fallinu, sein svo aftur bættust i áflogaliópinn. Ari tók yfirhöfn sina og fór heim. Þeir Bergur bjuggu saman í lierbergi, en hann var ókominn þegar Ari kom. Ari kveikti ljós og fór að lesa. Þegar hann hafði lesið á að giska klukkustund koin Bergur inn. — Valný segist vera trúlofuð, sagði hann mæðulega og kastað hattinum á stól. — Það er gleðilegt, svaraði Ari. Við verðum að senda henni skeyti. — Hún er trúlofuð umboðssalan- um — ekki opinberlega þó — skil- urðu mig ekki? — Skárra væri það nú ef jeg skildi þig ekki. Frá sjónarmiði nútíina- mannsins virðist trúlofun vera samn- ingur tveggja aðila um ótakmarkaða heimild til líkamlegra hlunninga. — Valný elskar hann út af lífinu. — Hugarástand ungra elskenda er hliðstætt hugarástandi barnanna, sem dansa kringum stórt jólatrje, ljósum prýtt og sælgæti hlaðið. Meðan leikið er umhverfis það horfir livert og eitt á það löngunaraugum og því finst það eiga það alt. Svo kemur til skiftanna. Hvert barn fær eitt epli, eina appel- sínu, poka með brjóstsykri og súkkú- legi eða þvi um lilct. Barnið sest við að borða þetta og lýkur því von bráð- ar. Þá verður því lilið upp til jóla- trjesins. Nú er það bert og nakið, engin ljós, eugir ávextir, cngar körí- ur, engir pokar. Hrygt í huga fer barnið að sofa. Næstu daga moðar það jólakökur og kleinur og þykir gott, og ef þetta er almúgabarn þá ganga kökurnar til þurðar, er jólin líða. Barnið verður að fara að’borða rúgbrauð og má þaklca fyrir ef það fær nóg áf því. — Þú ert nú altaf svo öndverður, sagði Bergur hálfreiður. — Það er • aldrei hægt að lala við jiig um nokk- urn skapaðan hlut án þess að þú komir mcð einhverja vafninga. Þjer væri nær að leggja mjer einhver ráð. Jeg veit að þesi trúlofun Valnýjar varir skamma stund og endar með skelfingu. — Hvi þá það? —- Af þvi að hann elskar hana ekki en hefir algert vald á henni. — Þú veist ekkert um hvort hann elskar hana eða ekki. Jeg skal játa það, að umboðssalanum virðist ekki trúandi fyrir ungri stúlku, en i þess- um málum skiftist oft veður i lotfi á skammri stundu. Þú skalt láta hliit- ina rása. Hver veit og á hinn bóginn hversu langvinn ást Valnýjar reyn- ist? Ást þesara ungu stúlkna, sem varla eru af gelgjuskeiði, er óbund- inn og ótaminn kraftur, sem brýst út eins og eldgos og hverfuf oft jafn snögglega. Jeg hefi þekt stúlkur, sem elskuðu heitar en nokkur orð fá lýst. Kossar þeirra voru eins og eldibrand- ar, faðmlög þeirra föst og voldug eins og vestfirskt hauslbrim, í afbrýði sinni voru þær grimmar eins og solt- in tigrisdýr, tilfinningar þeirra virt- ust dýpri en úthöfin og hamingja jieirra Ömælanleg eins og hfmin- geimurinn. Þessar stúlkur voru orðn- aiv, rólyndar vmur unnustanna að mánuði liðnuin, eftir tvo mánuði voru þær horfnar úr sýn, — horfnar í mannfjöldann, ef til vill orðnar að {jjósandi Etnum annarsstaðar. Og únnustarnir tíndu upp nýjar stjörn- ur á lejð sinni um himinhvolf nautn- anna. — Það er óskandi, að svo verði um Valnýju, sagði Bergur. — Þó var það nú ekki að sjá i kvöld, þvi að hún var grátandi út af því, að hann var i boði þar, sem margt væri um fallegar stúlkur. — Það er ofur skiljanlegt ástand eins og sakir standa, ansaði Ari. — Ilitt er álitamál, hvort það er ósk- andi, að tilfinningar hennar fuðri sem flugeldar og slokkni á sama hátt, þvi að líklega er varanleg ást á manni eða málefni dýrasta hnossið í þessum heimi og haldbestur arin- eldur í kulda lífsins. Það fer raunar minna fyrir slikri ást en hinni, sem jeg var að tala um áðan. Farðu út á viðavang með fullan poka af trjeT spónum og heltu í þá steinoliu og kveiktu svo i. í öðrum stað skaltu kynda bál með kolum. Á hverju ber meira, til að sjá? En hvert verður langærra og gefur meiri hita? — Kolabálið auðvitað, svaraði Bergur, —en það cr líka erfiðara að kveikja i kolum en trjespónum. — Það veit jeg vel, svaraði Ari. — Þvi meira, sem fyrir einhverju er haft, því meira gildi hefir það, þegar því er náð. — Erfiðleikar geta kipt úr þroska mannsins, staðhæfði Bergur. — Það eru ekki erfiðleikarnir, sem skapa vanþroskann, andmælti Ari, öllu fremur er það vanþroski mannanna, sem skapár erfiðleikana, Þeir hættu nú samtalinu og fóru að hátta. —- Undarlegúr maður Ari, hugs- aði Bergur og sneri sjer í rúminu, — hann er besti drengur, ef á reyn- ir, en hann er öðruvísi en fólk er flest, — hann er altaf á öndverðum meiði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.