Fálkinn - 31.05.1930, Blaðsíða 8
8
F Á L K I N N
1 ár halda Grikkir hálíðlegt 100 ára afmæli hins endurfengna sjálfstæðis síns. Eftir frelsisstrtð Grikkja kom stárveldunum sam-
an um það á fundi í London, að viðurkenna Grikkland sjálfstætt ríki og i apríl 1930 urðu Tyrkir að viðurkenna þessa ákvörðun.
Minning þessa atburðar var haldin hátíðleg um alt land, en mest var þó um dýrðir í Aþenu. Þar var lialdin þjóðhátíð á Akropolis
og stór íþróttamót og sýningar voru opnaðar almenningi. Hinn 15. maí var lokið við aðgerð á ýmsum merkum fornum bygging-
um, svo sem Parthenon, við Propylæ og Ereichteon, svo að þessi fornu mannvirki frá gullöld Forngrikkja eru nú i betra ástandi
en þau hafa verið í margar aldir. Við liofið í Delfi voru einnig haldnar miklar samkomur. — Hjer á myndunum sjest: efst til
vinstr: grískir bændur á Parthenon, efst til hægri: Akropolis með blómlegum skrautgörðum í framsýn að neðan t. v.: mynd úr
smábæ í Grikklandi, í miðju: rústir Apollomusterisins og vjefrjettarinnar í Delfi og að neðan til hægri: bóndi i Suðurgrikk-
landi með æki sitt.
Myndin hjer að ofan sýnir gamlan nýjárssið frá Devonshire í
Englandi. Er hann í þvi fólginn, að liúsbóndinn á heimilinu
og alt heimilisfólkið vopnar sig gömlum byssuhólkum og föiu
með eplavíni og hleypa af byssunum allir í einu, til þess að
þrfeða illa anda á burt.
Iíið fræga málverk Tizians af vinum Krists, er þeir taka W
Krists af krossinum og leggja það í gröfina. Andlitin á þesSíl
málverki hafa menn í Oberammergau haft til hliðsjónar er þelí
hafa verið að velja fólk í píslarsöguleikina frægu.