Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1930, Síða 3

Fálkinn - 06.09.1930, Síða 3
li F A L K T N N 3 VIRUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórnr: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdaslj.: Svavar lljaltested. AÖalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardng. ''skriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Sumir menn eru svo gerðir, að beir gleyma aldrei átthögunum, hvar sem þeir flækjast um veröldina. Þeir hafa ef til vill átt fremur illa daga f uppvextinum og hafa því lítils að sakna. Nema áhrifanna, sem um- hverfi átthaganna bljes þeim í brjóst, °g sem voru svo sterk, að þau máð- hst aldrei út úr meðvitundinni. Og tó að þau áhrif hafi ef til vill ekki verið þannig, að vænta mætti að Pau ljetu eftir góðar endurminning- Qr, þá verða þær góðar samt. Minningar bernsku og æskuár- Qnna verða að sjálfsögðu sterkari °n hinna síðari ára, því að á þcim tíma er maðurinn næmastur fyrir °g á þeim tíma blasir lifið við lion- hrn. Hann á þá þrótt og vonir hins verðandi manns, hefir eigi þreytst ó vonbrigðum, erfiðleikum og strit- Jnu fyrir lifinu. Þegar maðurinn er °rðinn eldri legst þvi einskonar njarmi yfir æskuárin, hann minnist Pnirra með hlýju og hjartað slær nrara þegar hann lætur hugann dvelja við bernskuminningarnar. Gamall maður verður iingur í ann- Qð sinn þegar hann hittir jafnaldra s*nn og bernskuvin og fer að tala við hann um það sein skeði þegar Þeir voru krakkar, hvort það voru prakkarapör þeirra eða annað, Sem taiið snýst um. Og gamall maður verður ungur , annað sinn þcgar hann eftir langa Plivist keimir á slóðirnar sem hann hcddist á. Hann gleymir löngum Jmfla úr æfi sinni, hann er kominn | námunda við æskuna, sleppir úr mgum ára og man svo margt frá ^skuárunum eins og það hefði skeð * gær. Þeir sem hafa átt því láni Qð fagna, að vitja fornra æskustöðva & gamals aldri hafa lifað upp aftur ^emtilegustu hlutana af æfi sinni. Einstakir menn gleyma æsku- stöðvunum eða reyna að gleyina Peiin, ýmist af þvi, að þeir eiga það- óþægilegar endurminningar eða einhverju öðru. Þeir eiga bágt. eir eru ræncjjr þeirri tifinningu, fern næst gengur ást barnsins til oreldranna og þá vantar undirstöð- ’la undir þeirri tilfinningu, sein j sl þykir um vert: ættjarðarást- nUi. Því að maður sem ekki er átt- 1>a8arækinn getur aldrei orðið þjóð- ækinn, fremur en blindur maður etur íært að lesa á bók. ;---X--- Eggert GuSmundsson. listmálari Ungir og framgjarnir menn spara það síst að halda afrekum sínum á lofti. Þó fór það undar- lega hljótt, er Eggert Guðmunds- son vann í haust sem leið til upptöku á listaháskólann í Miinehen, einn hinn fremsta í heimi, þann skóla, sem allir lista- menn vildu sótt hafa. Um upp- töku sóttu 140 nemendur. Var 60 þeirra levft að taka próf, og var Eggert í þeirra tölu. Aðeins 30 stóðust prófið. Engar einkunnir voru gefnar, en af meðmælum prófessoranna er þeir hafa gefið Eggert, má sjá, að liann munu þeir hafa metið einna hæst hinna yngstu nemenda skólans. Er Eggert og þeim er styrktu hann mikill vegur að þessu afreki. Er honum að prófi þessu loknu opin hin glæsilegasta leið til frama í list sinni, ef ekki hamlaði fjár- skortur, svo sem flestum ísl. námsmanna. Eggert opnar nú um helgina sýningu á teikning- um, málverkum og svarthst. Er þar í senn tækifæri fyrir unnend- ur að sannfærast um hæfileika hans og koma í veg fyrir að deyfð og áhugaleysi samlanda verði steinar í götu svo glæsilegra hæfileika. B. í Frakklandi hefir brauðneysla far- ið mjög minkandi siðustu árin. Bænd- ur sem korn rækta, kenna það þvi uppátæki kvenfólksins að megra sig sem mest. En brauð er, svo sem all- ir vita mjög fitandi. ----x----- í Taastrup i Danmörku bar það við um daginn að köttur kæfði lítið barn. Barnið lá i vöggu, í herbergi, en þegar móðir þess kom að, hafði kötturinn lagst á höfuð barnsins og kæft það. ----x----- Árleg kaffineysla á Norðurlönd- um er meiri i tiltölu við fólksfjölda, en í nokkrum öðrum löndum. Það fara 9 pund á hvert nef á Norður- löndum, en ekki nema tæpt pund t. d. í Bretlandi. ----x----- Skuldir Lundúnaborgar nema sam- tals 120 miljónum punda. ----x----- Vatnsæðar Lundúnaborgar éru samtals 7,202 enskar milur að lengd. lengd. Málverk eftir Eggert Guðmundsson. Ágúst Þórarinsson, verslunarstjóri í Stykkishólmi, og kona hans Ásgerður Arnfinnsdóttir, eiga fjörutíu ára hjúskaparafmæli i dag. Þjóðverji nokkur, Joseph Zinsheim að nafni hefir nú farið í mál við stórn Austurríkis út af því að á opinberum samkomustað hafi verið stolið af lion- um fjórum frímerkjum frá Mauritius, en þau frímerki eru meðal hinna sjaldgæfustu í lieiminum. Krefst hann þess að ríkissjóður bæti sjer skaða þann, sem liann hefir orðið fyrir við stuldinn, 900 þúsund mörk. Sjer- fróðir menn, sem kvaddir voru í rjett- inn hafa gcfið þá yfirlýsing, að þeim sje kunnugt um öll þau frimerki, sem til sjeu frá Mauritius af þessum teg- undum, og því sje það ómögulegt, að Zinsheim hafi átt eintök af þess- um frímerkjum, heldur hafi það að- eins verið eftir líkingar sem hann Iiafi haft i fórum sinum. Rjetturinn komst að sömu niðurstöðu cg Zins- heim fjekk engar skaðabætur og varð að greiða ógrynni fjár í máiskostnað. Síra Ólafur Olafsson fríkirkjuprestur og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir eiga gullbrúðkaup á morgun.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.