Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1930, Side 6

Fálkinn - 06.09.1930, Side 6
6 F A L K I N N Minningarspjaldið um Alexander Selkirk í nánd við höfnina á Juan Fernandes. eins og Robinson i sögunni. Þetta gerir talsverðan mismun. En auðvitað var einbúalíf Selkirks æfintýralegt á margan hátt og var gott efni í skemtilega sögu, en í höndum Defoes, sem hafði sjerkennilegan, sannfærandi stíl og ríka ímyndunargáfu, urðu þessir atburðir efni í óviðjafnan- lega sígilda sögu, sem í augum harnanna er óyggjandi sannleik- ur frá upphafi til enda. Saga Rohinsons verður hjá Defoe saga þess, hvernig mannkynið hefir náð að komast fram á við frá villimensku til menningar, hvern- ig það hefir smám saman lært af reynslunni að gera sjer betri og hentugri tæki og bjarga sjer með vaxandi viti og þelckingu í baráttunni fyrir tilverunni. Á vorum dögum eru Juan Femandes eyjarnar ekki óbygð- ar. Þær eru allar myndaðar við eldgos, en þótt jarðvegurinn sje þvi grýttur, er gróðurinn þar samt mikill. Á eyjunum eru nú reknar humraveiðar i allstórum stíl, og á sjálfri Juan Fernandes eyjunni, eyju Robinsons, er stór verksmiðja þar sem humar er niðursoðinn og sendur á heims- markaðinn. Hinar smáeyjarnar hafa nokkur hundruð íbúa, sem lifa einnig á fiskiveiðum. Dýra- líf nokkurt er á Juan Fernandes eyjunni; húsdýr, svo sem naut- gripir, svín, geitur og hestar, hafa verið þar í margar aldir. Voru þau flutt þangað af spönsk- um sægarpi sem fann eyjuna ár- ið 1569 og hún ber nafn af. Minning Robinsons Crusó er i lieiðri höfð á eyjunni. Árið 1869 reistu menn minningar- spjald, sem segir frá sjómann- inum Alexander Selkirk, sem átti lieima á eynni í 4 ár og 4 mánuði, uns hann var fluttur þaðan af ensku orustuskipi. Hann dó sem foringi í enska sjóliðinu árið 1723, 47 ára gamall og lifði það að sjá „Robinson Crusó“ verða frægan. Minningarspjaldið er sett á þann stað, þar sem Sel- kirk sat oftast i einveru sinni og horfði út á hafið; það var hjá hinum svonefnda Cumberland firði, sem myndar af sjálfu sjer höfn eyjunnar. Og ferðamenn, sem koma til eyjunnar geta ætíð fengið aðgang að helhnum lians Robinsons, en fyrir munnann hefir verið slegið upp hjálkum, til þess að hindra óboðna gesti að komast i liellinn. Júðasögur. Rothschild ríki er á feröalagi á Spáni undir dulnefni. Hann kemur þar inn í kirkju og djákninn sýnir honum Maríulíkneski, og segir hon- um að þessi Guðsmóðir geri krafta- verk. „I hverju er það nú fólgið?“ spyr Rothschild. — Hún grætur þeg- ar hún sjer Gyðing“, svarar djákn- inn. Rothschild stendur stundarkorn fyrir framan likncskið og býst nú við að sjú þetta kraftaverk þá og þcg- ar. En þetta bregst, — engin breyt- ing verður á andliti líkneskisins. Um leið og Rothschild fer út úr kirkj- unni víkur hann sjer að djáknanum, stingur að lionum pening og segir um leið: „Heyrðu, djákni góður! Jeg get sagt þjer það, að þetta er alt tóm lýgi um kraítaverkið, — bara tóm svik, las’m. Hún grjet alls ekki þegar hún sá mig, og jeg er þó sannarlega Gyðingur". Þá segir djákninn: „Bless- aður hafðu ekki hátt um það, jeg cr lika Gyðingur". ----x---- Blum mætir Levy á götu og segir við hann: „Nú, það liggur bærilega á þjer i dag! Hvaða happ hefir þjer nú viljað til?“ „Já, jeg er nú lieldur en ekki á- nægður! Hugsaðu þjer bara, Jeg var rjett núna að vátryggja fyrir elds- voða og hagli“. Blum verður forviða allra-snöggv- ast, en svo segir liann: „Já, jeg slcil nú vel vátrygginguna gagnvart elds- voða, en hvernig ætlarðu að fara að láta koma haglskúr?“ ----x---- Gamall Júði lætur í ljós undrun sína yfir símtali, og spyr hvernig í dauðanum menn fari að tala saman svona langt liver frá öðrum. „Það er ósköp einfalt", svarar sá sem spurður var. „Þú heldur á heyrn- artólinu með vinstri hendinni en með hinni heldur þú á áhaldinu sem þú talar inn í“. „Nú, hvað er þetta? Á jcg að liafa báðar hendur fastar? Hvernig i ó- sköpunum á jeg þá að geta talað?“ , ----x---- Rabinovitch, gamall Júði, er ú ferð með júrnbrautarlest og er ú 1. far- rými. í sama klefanum situr liðsfor- ingi, andspænis Júðanum. — Júðann langar til að fá liðsforingjan á tal við sig og gerir ítrekaðar tilraunir til þess, en það vill ekki lánast; liðsfor- inginn læst ekki sjá Júðann og vill ekkcrt við liann tala. En Júðinn heldur áfram að ávarpa liðsforingj- ann, hvað eftir annað. Loksins verður liðsforinginn reiður og segir: „Ætlarðu aldrei að hætta þessu kjaftæði, helv. Júðahundurinn þinn“ og rekur hounm utan undir um leið. Nú tók lieldur að þykna í Júðan- um, sem 'varla var tiltökumál, og liugsar liann nú sitt rúð, hvernig hann geti náð sjer niðri á þessum of- látungi, sem þykist of góður til þess að yrt sje á liann. Þá víkur einn af umsjónarmönn- unum sjer inn í klefann, meðal ann- ars til að athuga farmiða. Júðinn vik- ur sjer að honum og segir: „Herra umsjónarmaður! Liðsforinginn seni þarna situr, hefir slegið mig. Jeg heimta að honum sje stefnt." Umsjónarmaðurinn veit nú ekki livað liann á af sjer að gera. Hvernig á hann að þora að kæra liðsforingja? En þá segir Júðinn: „Og þar að auki er liann hjer á 1. farrými, en hefir ekki farmiða nema til 3. far- rýmis“. — Það sannast nú fljótt að Júðinn hefir rjett að inæla: liðsfor- inginn hefir aðeins farseðil til 3. farrýmis. — Hann er nú kærður og sektaður og látinn fara út úr lest- inni ú næstu járnbrautarstöð. — Rabinowitch heldur áfram sinni ferð með lestinni þangað sem hann ætlar sjer, en þegar þar er komið heyrir hann kallaU í sig heldur höstuglega. — 0, Abraham, ísak og Jakob! Er þar ekki kominn liðsforinginn! Nú á hann víst von á góðu, eða hitt þá heldur! En það rættist betur úr þessu en áhorfðist. Liðsforinginn segir bara við hann: „Jeg skal ckkert gera þjer Júðaskinn! En segðu mjer bara hvern- ig þú fórst að vita að jeg hafði 3. farrýmis-miða?“ „Og það var nú vandalítið! Það var sami litur á honum og mínum!‘ 'v Aðeins 38 af hverju hundraði manna sem á jörðinni lifa eru læsir, en 62 af hundraði ólæsir. ----x---- í París eru víða þröngar götur og óhægt að snúa bifreiðum við. Til að bæta úr þessu hafa verið settir á götur þesar snúningspallar sem bif* reiðin ekur út á, og síðan pallinum snúið með bifreiðinni ú. ----x---- 1 vöruflutningavögnum, sem fara langar áætlunarferðir hafa menn nu tekið upp á því, að hafa svefnklefa handa bifreiðarstjóranuin. Þykirþetta mjög góð tilhögun á vögnum; sem fara margar dagleiðir með vörur því að bæði getur bifreiðarstjórinn sparað sjer útgjöldin á gistihúsinu og svo verið hjá vagninum, eða rjett- ara sagt i honum, allan sólarhring" inn og gætt hans. ----x----- Á veðhlaupabrautinni í Luna Park í Berlin, einum af skemtigörðum borgarinnar hefir nú verið lcoin*ð upp kenslu í bifreiðaakstri og er hnn ókeypis hverjum, sem liafa vill. -----------------x----- í Bandaríkjunum hefir hestum fækkað um 3 miljónir á síðustu fjór' um árum. Kemur það af hinni stór- auknu vjelanotkun, bæði í samgöng' um og landbúnaði. ----x----- Nýlega fjekk Konstantínópel fyrst3 kven-bílekilinn. Hún heitir Mouamer Hanun og fjekk uppeldi sitt í tyrk' nesku klaustri, en varla hefir hún P“ lært að aka bíl þar. Hún er cij** 1 kven-bílstjórinn, sem til er i Tyi-*1' landi. Árið 1902 kom það fyrir Amerík11' manninn Julien Chase, sem átti einn af fyrstu bílunum i Bandaríkjunn**1; að lögregluþjónn sem var ríðand náði i bifreiðina hans og tilky*1 Chase, að hann fengi 50 dollara sek fyrir að liafa ekið of hart.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.