Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1930, Side 7

Fálkinn - 06.09.1930, Side 7
F A L K I N N 7 R i b s b e r Gamansaga eftir Þegar Ankersen pakkhúsmaður slapp út af sjúkrahúsinu eftir missirislegu, var verslunin sem hann vann við orðin gjaldþrota. Hann varð að leita sjer að at- vinnu annarsstaðar. En hver hafði atvinnu handa miðaldra manni, sem að vísu kunni sitt af hverju, en eklci sjerkunnáttu- ttiaður í neinu. Hann hafði að visu i æsku lagt fyrir sigtrjesmíði og siðan flækst land úr landi í nokkur ár. Og þegar liann kom heim liljóp hann úr einu starfi i annað, því að liann kunni vel við að skifta um eins oft og hann gat. Hann hafði áhuga fyrir svo mörgu og var ekki við eina fjöl- ina feldur. En nú skildist hon- um, að hann hafði ekki farið rjettilega að ráði sínu. Krafa tím- ans var sjerkunnáita, en enginn vildi hafa þá rnenn i vinnu, sem höfðu nasasjón af mörgu en ekk- ert kunnu til hlítar. En liann lagði ekki árar í bát og þrammaði vongóður stað úr stað, frá einum atvinnurekand- anum til þess næsta, og spurði eftir vinnu. En allir gerðu eins: litu á liann og yptu öxlum. — Því miður engin vinna núna! Hann sá, að hann mundi vera orðinn of gamall og ef til vill var hann liálf aumingjalegur eftir ltguna. Og eftir því sem á leið urðu fötin han slitnari og ljót- ari, — jafnvel svo ljót, að liann gat ekki sýnt sig i þeim, en hann hafði ekki ráð á að kaupa sjer ný föt. Og sparifötin sin vildi hann ekki brúka, því þá hafði hann ekkert að fara í, ef svo bæri undir að honum byð- ist góð staða. Loksins neyddist hann til að biðja ölmusu. Honum fanst þetta háðung og veittist erfitt að koma Upp bónbjargarorðunum. Venju- legast heyrðist ekki nema óskilj- anlegt hvísl, sem hvort heldur vildi gat táknað bón um mat, peninga eða vinnu, alt eftir því hvað fólkið heyrði vel eða það var hjartagott. Og ef einhver hváði og bað hann um að tala lirsrra þá ræskti hann sig og spurði, hvort það væri ekki hjer, sem rafleiðslan væri í ólagi og beðið hefði verið um viðgerðar- Jnann. Hann vildi ekki láta halda úð hann væri betlari, ef hann kom þar sem fólkið skyldi hann ekki undir eins og gaf honum OUra eða inatarbita. Og þá þakk- aði hann kurteislega og af hrærð- óin hug, svo að allir gálu sjeð, að Jiann liefði átt betri daga. Einu sinni kom liann til ný- Siftra lijóna og var boðið að borða lijá þeim miðdegisverð. b*au voru sæl og hamingjusöm °§ fundu til með þessum ein- s^æðing i neyðinni. Á borðum fisldstappa, sem Ankersen jamauk. Erik Bertelsen. fanst alveg ágæt. En ungi hús- bóndinn var miður ánægður. Hann hjelt því fram, að ýmislegt bragðbætandi vantaði í matinn og þá einkum í sósuna. Og kon- an lians vildi ekki þvertaka fyrir það. En liún afsakaði sig með því, að hún hefði ekki haft upp- skriftina við hendina og liefði því orðið að reiða matinn eftir minni. Hana hefði lient það ólán að brenna uppskriftinni í ógáti. Og livar gat liún fengið uppskrift í staðinn, fyrirvaralaust? Maður- inn gat ekld sagt henni það. En hitt vissi hann, að liún gat að slcaðlausu verið dálítið varkárari með það sem hún henti í eld- inn. — Og svo varð dálítil senna milli hjónanna út af þessu. An- kersen kendi í brjóst um ungu frúna. Og þegar hann var farinn fór liann að brjóta lieilann um, livort liann gæti eldd hjálpað lienni og liennar likum undir svona kringumstæðum. Honum datt margt í hug, lionum Anker- sen og hafði eins og áður er sagt áliuga fyrir mörgu. En þó tókst honum ekki þegar í stað að ráða fram úr þessu vandamáli. En svo bar það við daginn eft- ir að hann gat ráðið fram úr mál- inu og það var einber tilviljun. Digur stórkaupmaður, sem hann liafði kvíslað bethbón að mis- sldldi orð hans þannig, að hann væri að biðja um atvinnu. Og hann svaraði liranalega: — Vor- uð þjer að spyrja um atvinnu? — Eða aðeins eitthvað til að dútla við?------Uppi á skran- lofti hjá mjer er haugur af göml- um vikublöðum og dagblöðum. Fáið þjer yður liandvagn og akið því öllu saman niður á bryggju og fleygið því í sjóinn, eða seljið það í umbúðir — alveg eins og þjer viljið. Jeg skal borga yður tvær krónur fyrir það. Ankersen fjekk sjer ljeðan handvagn og bar öll blöðin nið- ur á hann. En honum datt ekki í hug að selja þau og því siður að fleygja þeim í sjóinn. Hann fór með alla lirúguna heim í her- bergi sitt. Því að nú hafði hon- um dottið nokkuð í hug. Hann ætlaði að koma á fót nýrri stofn- un. í öllum blöðunum voru mat- aruppskriftir. Ef hann klipti þær úr og raðaði þeim eftir efni þá gæti hann orðið ráðunautur allra liúsmæðra, sem væri í vandræð- um með matinn, ef þær aðeins vissu að ekki væri annað en snúa sjer til lians. Og það skyldu þser fá að vita. Hann ljet prenta svolátandi auglýsingu í eitt viðlesnasta blað- ið í borginni: „Húsmæður! Vantar ykkur mataruppskrift? Hún verður send yður um hæl. Sendið25aura í frímerkjum til „Matarstofu An- kersens, Hverfisgötu 3“, Ef hann þyrfti að svara mundi það ekki kosta nema 10 aura í burðargjald. Hreinn ágóði yrði því 15 aurar. Það gat orðið góð atvinna. Að minsta kosti betri en að betla. Og hver veit nema vikublöðin yrðu svo lirædd við þessa starf- semi lians, að þau kæmu og gerðu hann að mataruppskriftarrit- stjóra? Yfirleitt birtust lionum ótal nýjar liugmyndir í sambandi við. þessa starfsemi. Og undir eins sama daginn og auglýsingin birtist kom póstur- inn með brjef til lians. Hann opn- aði það í flýti og las: „Samlívæmt heiðraðri auglýs- ingu j'ðar bið jeg yður vinsam- legast að segja mjer livernig far- ið er að því að sjóða ribsberja- mauk. Maren Hansen, matselja, Hafnarstræti 68“. Með skjálfandi liöndum grams- aði hann í uppskriftahaugunum. Nú mundi einmitt þessa upp- skrift náttúrlega vanta. — Nei, þarna var hún. Hann flýtti sjer að skrifa liana af. Maren skyldi fá svarið um hæl. Það var gott að fá á sig orð fyrir að vera fljót- ur að afgreiða. Líklega yrði liann að taka sjer aðstoðarmann. Hon- um datt undireins í hug fornvin- ur hans, hann Fribert, sem líka liafi verið atvinnulaus langa lengi. Fribert skyldi verða að- stoðarmaður hans á skrifstof- unni. Það var auðvitað mál. Og Ankersen skrifaði lionum undir eins: „Gamli vinur! Hittu mig við söluturninn á járnbrautarstöð- inni ld. átta í lcvöld. Jeg liefi á- gætt tilboð handa þjer!“ Svo fór hann í næsta póst- kassa með bæði brjefin og flýtti sjer þvi næst heim aftur til þess að klippa uppslo-iftir úr blöðun- um og raða þeim. Hann var við söluturninn stundvíslega kluldian átta og liafði farið í sparifötin sín. Fri- bert var þar eldci. Anlcersen varð daufur í dálkinn yfir þessu en settist niður á bekk þar hjá og beið. Svo liðu nokkrar mínútur. En Fribert kom ekki. Hinsvegar kom sælleg og blíðleg kona þarna og brosti til hans. Svo kom hún rakleitt til lians og sagði: Fyrir- gefið þjer, eruð þjer máske An- kersen ? — Jú, nafn mitt er það, svar- aði liann og stóð upp og hneigði sig mjög kurteislega. Jeg er Ankersen. — Jeg lieiti Maren Hansen, svaraði liún. — Innilegar þakkir fyrir yðar alúðlega brjef. — Ekkert að þaldca! Og liann benti með hendinni og bauð henni að setjast á beklcinn og settist sjálfur við hhðina á henni. •— Jeg vona að þjei' hafið skihð alt. — Ó, sussu jú — liílii —, svar- aði hún lilæjandi. Jeg er nú ekki fædd í gær. Og ef það er svo, að þjer .... hm .... já, þjer skilj- ið. Jeg hefi þessa matstofu. Og það eru mest sjómenn sem koma þangað, já og eyrarvinnumenn, og þeir eru stundum dálítið óró- legir, sumir hverjir. Svo að það væri gott að liafa karlmann á heimiUnu. Og ef það er svo, að þjer .... hm .... já, þjer skilj- ið ....! — Ha,. livað segið þjer! svar- aði liann, alveg úti á þekju. — Hvað eigið þjer við. — Jeg á víst við það sama og þjer! Og svo rjetti hún honum brjefið hans. Hann vissi elcki sitt rjúlcandi ráð þegar hann las: Gamli vinur! Hittu mig við . . Svo reigði hann sig aftur á bak og hló svo að beklcurinn skalf og nötraði. Og Maren Hansen liló lika, þó hún skildi eiginlega ekki livað hlægilegt væri við þetta. — Þetta var ljóti misskilning- urinn mælti liann loksins, er hann gat komið upp orði aftur. — Jeg hefi sent yður brjef, sem jeg skrifaði gömlum f jelaga mín- um. Og hann hefir fengið upp- slcrift af rifsberjamauki. Og nú skellihlóu þau bæði, svo að fólk sneri við og góndi á þau. En lolcs jafnaði Maren Hansen sig svo, að hún gat sagt: — Já, þetta var þá misskilningur alt- saman. En við liöfðum þó bæði skemtun af honum. — Já, og það væri synd, ef þetta yrði í síðasta sinn sem við höfum skemtun af lionum, svar- aði Ankersen. — Og ef það er svo, að þjer .... hm .... já, þjer slciljið .... já, svona eins og þjer sögðuð, þá skal ekki standa á mjer. YNGSTI RITHÖFUNDUR AMERÍKU er 12 óra og liefir nýlega gefið út æfi- sögu Hoovers Bandaríkjaforseta. Heit- ir bókin: „Forseti vor, Herbert Hoover“. Og það sein meira er: hann liefir prentað bókina sjálfur. Faðir drengsins er skrankaupmaður og hafði einu sinni náð í gamla hand- pressu og eitthvað af letri fyrir tvser krónur. Drengurinn hafði svo mikinn áhuga á að læra að nota pressuna, að faðir hans ákvað að *láta gera hana nothæfa og varði til þess 200 krónum og gaf svo stráksa. — Æfi- saga þessi er tæplega mikils virði að bókmentagildi, en strálcnum hefir telcist að verða frægur fyrir verk sitt og það varðar vitanlega mestu. Hann heitir William J. March. Nú eiga Ameríkumenn yngsta rithöfundinn í heimi, og ef þeir eiga lengsta, stytsta, yngsta, elsta, heimskasta, gáfaðasta, fegursta eða ljótasta manninn i ein- hverri grein þá er þeim nóg. ---x----- Maður i Ameríku hefir bygt sjer hús — úr blaðapappír. Alls fóru í kofann 65.000 stór dagblöð og nokk- ur þúsund vikublöð. Veggina gerði hann úr 215-földum dagblöðum og ferniseraði svo húsið að utan. ---x----- í neðri málstofu breska þingsins eru nærri þúsund herbergi. ---x----- Stytsta mannsnafn í heimi kvað amerískur maður bera. Hann heitir Ed Ek og er af norskum ættum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.