Fálkinn - 18.10.1930, Blaðsíða 5
F A L K I N N
5
Sunnudags hugleiðing.
•■■••
Textinn: Matth. 5, 43.
„Elskið óvini yðar!“ Þannig
hljóða orðin. Oft liafa þau verið
brýnd fyrir oss, svo oft að fjöldi
fólks er hættur að gera sjer ljóst
inntak þeirra og hið þýðingar-
niikla boðorð, sem í þeim felst.
Boðorð, sem svo mörgum finst
gersamlega ómögulegt að upp-
fylla.
„Elskið óvini yðar!“ Hver ger-
ir það fullkomlega. Er ekki hitt
almennara, að fólk noti smávægi-
leg atvik til þess að hatast við
aðra menn, launa þeim lítilfjör-
lega misgerð með annari stærri
misgerð. Er ekki hefndargirndin
ríkari í oss en fyrirgefningin og
hugurinn jafnan fljótari til þess
að upphugsa hvernig launað skuh
með illu en með góðu.
Það er hægara að tala um að
elska óvini sína en að fram-
kvæma það. Og því er mörgum
svo farið, að þeir skoða þetta boð-
orð, sem fallega hugsjón, en
reyna ekki að breyta eftir henni.
En það er rangt. Drottinn vor
þekkir mennina betur en nokkur
annar. Og það var hann sem
sagði: Elskið óvini yðar, Mundi
hann hafa gefið oss þetta fagra
takmark, ef hann vissi ekki jafn-
framt ráð til þess að hjálpa okk-
ur að því.
Þegar er litið yfir sögu mann-
kynsins, þá verður það ljóst, að
þrátt fyrir alt hefir gleðiboðskap-
urinn borið ávöxt og flutt menn-
ina nær hverjum öðrum, þó enn
vanti mikið á. Og jafnvel þó að
stundum virðist, að mennirnir
fjarlægist takmarkið um sinn,
þá þokar samt áfram á rjetta
léið. — En það sem lesið verður
út úr sögu mannkynsins á ekki
siður við einstaklinginn og
þroskastig hans.
Yið megum aldrei glej-ma
hverju kraftur Krists fær áork-
að. Hvernig hann getur umskap-
að manninn. Og því megum við
aldrei segja: Þetta er ómögulegt!
Og við megum ekki láta hugfall-
ast; jafnvel þegar oss finst blása
sem mest á móti. Leitum þá til
hans, sem getur hreinsað hugar-
far vort og hjarta. Leitum hans
í bæn og biðjum hann að láta
gleðiboðskap kærleikans fylla sál
vora og hug áhrifum hans, sem
dó fyrir alla. Og þá mun hann
hjálpa oss til, að öðlast slikt hug-
arfar, að við getum elskað óvini
vora og launað ilt með góðu.
Þegar við opnum sál vora fyrir
Kristi, þá kennir liann oss, að
beina sjónum vorum inn á við,
að kjarna lífsins. Þá verður það
sem okkur fanst mikilsvert þýð-
ingarlaust, en ný svið aukins lífs-
gildis opnast oss og gleymast
aldrei aftur.
Hveðn og Tycho Brahe.
Styrjaldirnar við Svía á seytj-
ándu öld urðu Dönum dýrar í
mörgu tilliti. Þá mistu Danir lönd
handan Eyrarsunds og sömuleiðis
eyjuna Hveðn (Hveen), sem ligg-
ur í sundinu miðja vegu milli
Helsingjaeyrar og Kaupmanna-
hafnar. Hveðn er aðeins 12 fer-
kílómetrar að stærð, en þar lifir
vel mentað og vel stætt fólk, laust
við allan skarkala vjelamenning-
arinnar en þó eigi fjær en svo, að
komast má í hann á skemri tíma
en klukkustund. Þar eru engir
bílar eða mótorhjól. Einmitt
þetta liefir eigi livað síst stuðlað
að því, að nú þyrpist fjöldi gesta
til Hveðn á hverju sumri til þess
að njóta kyrðarinnar þar og baða
sig. Þvi þar er vaðströnd ágæt.
Eyjan er svo stutt frá Helsingja-
borg, Landskrona, Málmey Kaup-
mannahöfn og Helsingjaeyri, að
fjöldi fólks frá þessum bæjum
bregður sjer þangað á laugar-
dagskvöldum til þess að vera þar
yfir sunnudaginn. Þá er hver
kytra troðfull á Hveðn, ekki að-
eins i gistihúsunum heldur líka
lijá öðru fólki.
Frá ströndinni á Hveðn.
Það er ekki hvað síst Tycho
Brahe, sem gert hefir eyju þessa
fræga. Fyrir 350 árum reisti þessi
frægasti stjörnufræðingur norð-
urlanda athuganastöð sina á þess-
ari eyju, og nefndi liana Uranien-
Tycho Brahe gaf sig ekki að-
eins að stjörnufræði heldur hafði
hann jafnframt pappírsgerð og
prentsmiðju á eyjunni. En nú
hefir allur fjöldi þeirra, sem
koma til Hveðn gleymt Tycho
St. Ibs-kirkja á Hveðn. Hún er yfir 600 ára gömul.
Höfnin á Hveðn og kirkjuhvollinn í baksýn.
borg. Síðan var bygð þarna önn-
ur athugunarstöð, sem nefnd var
Stjörnuborg. Og þarna á eyjunni
voru á næstu árum gerðar ýms-
ar þær athuganir, sem stjörnu-
þekking nútímans byggist á.
Brahe og gullöld eyjarinnar á
hans tíma. Það er náttúrufegurð-
in þarna á eyjunni og loftslagið,
sem dregur þá að. Og sjóferðin
er svo stutt að liún fælir engan
frá.