Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.10.1930, Blaðsíða 13
P A L K I N N 13 WESTIN6H0USE LJÓSASTÖÐIN m3ð rafgeymum. Ei seld og \ ið- urkend um :ill- an heim fj rir að vera trawst sparneytin og mjóg auSveld : notkun. Fer i gang við eit. líti'S Jiandtak. hœgt aS stilla svo liún stansi þegar geymarn- ir <;r ífullhlaSn- ir S.ierstaklega hentug fyrir smá þorp eði. stór "veitaheirr ili. Fæst a1 ýmsum stærð um. Ef þjer hafið ekki hentugt vatnsafl þá er þetta þaS hesta. Meira <'g betra ljós eykur þægindi, lífsþrótt og lifsgleði. Leitið upplýsinga. Svar um hæl. Pósthólf 565. Sími 1690. EIRfKUR HJARTARSON Jíeykjavík. ■llllIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllIIBIIfllllllllllllllllllllllllllllllllllB SELVA | et þvottadiftið j sem allstaðar ryður sjer til rúms. ■i Kanpmenn oa Kaupfjelöo pantið það hjá umboðsmönnum verk- smiðjunnar Carl Sæmumisson & Co., I PósthnsstræU 13 — Siml 379 ■lllllllllllllllllll■l■ll■l■l■■■■■■H■llllllllllllllllllllllllllllllllllllli ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. liefðarmey. „Hvers vegna viljið þjer þvinga mig? Meðan liinn hugumprúði Goffredo ef til vill biður danða síns i liáskalegri dýlhssu kvalinn hungri, þorsta og . .. .“ — Óþokki, livíslaði Anania, um leið og hann laut aftur fram að Margheritu. Liðsforinginn snjeri sjer skyndilega við í sætinu og sagði fyrirlitlega: —- Hættið þessu, hejTÍð þjer það! Anania kiptist við og dró sig aftur í sætið eins og snigill í hús sitt þegar hreyft er við honum. Um stund heyrði liann hvorki nje sá, það sem frani fór. „Hættið þessu heyrið þjer það!“ Já, hann l'jekk ekki að gera að gamni sínu, elcki að segja eitt einasta orð, já, hann skildi vel að hann mátti helst ekki einu sinni líta upp — hann var fátækur, liann var sonur koiiu, sem Iiafði syndgað .... „Hættið þessu, lieyrið þjer það!“ Hvaða erindi átti hann inn um alla þessa höfðingja, meðal allra þessara ríku og mikilsmetnu manna? Hversvegna hafði honum verið leyft að vera við? Hvernig liafði honum getað dottið í hug að beygja sig fram að belck Margheritu og hvísla að henni hinu heimsknlega gamni sínu? Því nú fann hann hvað það var heimskulegt. En hann gat ekki talað öðruvísi, hann sem var sonur olíu- pressara og konu sem . . „Hættið þessu heyr- ið þjer það!“ En smám saman óx honum aftur liugur og liann horfði fullur liatri á liirin rauða og sköllótta hnakka kapteinsins. Þegar Margherita heyrði liann ekki lengur hlægja og masa, snjeri hún sjer við til liálfs og horfði á hann, augu þeirra mættust, hún varð líka súr á svip, hún sá að liann var eitt- hvað leiður, liann tók eftir því og hrosti. Og áður en varði voru þau hæði orðin glöð aftur. Hún horfði fram á leiksviðið, en fann þó hih stóru möndlulöguðu augu Anania stara tindrandi á sig. Ljúft óráð hafði gripið þau hæði. Um miðnæturbil fylgdi Anania Carboni og dóttur hans lieim, elsti inaður ráðsins, gam- all skrafhreyfinn læknir, gekk við hlið borg- arstjóra sins. Anania og Margherita gengu á lindan þeim, Uægjandi og lmjótandi á hinum ósljettu steinum á götunni. llópar af fólki gengu hlæjandi og skrafandi framhjá þeim. Nóttin var myrk, en hlý, við og við blakti veikur austanvindur þrunginn angan frá votum skóginum. Stjörnur og hnettir, ótelj- andi eins og tár manna, tindruðu á dimm- bláum himninum; yfir Orthobene hrann Jupiter skærastur allra. Hver minnist ekki frá fyrstu æsku sinni einhverrar nætur, einhverrar stundar sem þessarar? Stjarna sem tindrar úr djúpi næt- urinnar, bjartari en kveldroði, stjarna, sem búast má við að hrapi þá og þegar niður á enni okkar eins og konunglegt djásn. Stóra björnsins, sem geislar eins og gullvagn, sem bíður þess að flytja okkur til f jarlægra landa, hálfmyrkra gata, nærri liamingjunni, svo uærri henni að liægt er að grípa hana til þess að sleppa lienni aldrei aftur. Nokkrum sinnum fann Anania hönd Margheritu snerta hönd sína, en aðeins til- hugsuniri um að taka hana og þrýsta henni fanst honum vera stórkostlegt brot. Hann talaði en honum fanst hann þegja og hugsa um annað, alt annað en það, sem liann var að segja, liann gekk og liann hnaut, en samt fanst lionum hann ekki koma við jörðina, liann liló, en þó var hann svo liryggur að liann hefði viljað fara að gráta; liann sá Margheritu svo nærri sjer, að liann liefði viljað geta þrýst liendi liennar og samt fanst lionum liún vera álika f jarlæg og ósnertanleg eins og vindstrokurnar. Hann liló og gerði að gamni sínu. Hann hafði greinilega sjeð í augum hennar endur- skinið af harmi sínum og sorg ■-— en honum fanst að henni gæti aðeins þótt vænt um hann eins og tryggan hund. Hann hugsaði; „Ef hún vissi að jeg kveldist af löngun eftir að mega þrýsta hönd hennar, inyndi liún lirópa upp yfir sig af hræðslu eins og vitskertur hundur hefði hitið hana“. Þegar þau voru komin nokkuð óleiðis þagnaði liinn háværi og nefmælti öldurmað- ur róðsins, Margherita og Anania námu stað- ar, huðu hvort öðru góða nótt og lijeldu svo aftur ófram, en skólapiltinum fanst eins og liann vaknaði af draumi, lionum fanst liann aftur vera orðinn einmana, liryggur og bljúg- ur og hann gekk reikandi um hina eyðilegu og dimmu götu. — Jæja, sagði horgarstjórinn, sem gehk á milli unghnganna, hvernig þótti þjer leik- urinn ? — Það var kjánaskapur altsaman, mælti Anania einarðlega. — Jú, þakka þjer fyrir! lirópaði guðfaðir lians undrandi. Sá þykir mjer nokkuð kröfu- harður! — Já, til hvers er svo sem að leika annan eins skrípaleik, spurði Anania í ákveðnum róm. Skólastjórinn er auðvitað á móti synda- flóðinu, hann vill ekki annað. Lífið, hfið eT ekki þannig, það hefir aldrei verið þannig! — Þeir hefðu heldur átt að leika einhvern nýtískuleik, eitthvað skemtilegt, þessar heimskulegu greifafrúr eru löngu útdauðar sagði Margherita, liún tók upp sama tón og talshátt og Anania. — Ágætt! Þú lika? Já, satt er það, þeir ættu iieldur að leika eitthvað skemtilegra, til dæm- is gainanleik uni Indíána, sem leggjast í rúm- ið þegar konur þeirra taka barnsfarasóttina og láta stjana við sig eins og sængurkonur . .. Heyrðuð þið livað öldurmaðurinn sagði ? Margherita skellililó. Anania hló líka, en hann hætti skyndilega, eins og lionum liefði doltið eitthvað sorglegt í hug. Hann hjelt þögull áfram. — Já, já, maður verður að fara að fá sjer nokkrar luktir til, sagði signor Carhoni liálf- lágt, eins og liann væri að tala við sjálfan sig, og síðan bætti liann við í liærri tón. Hvað var það, sem þú sagðir um skólastjórann? — Að hann væri á móti syndaflóðinu. Fyrirtak. Hugsaðu þjer ef jeg segði honum frá því? — Hvað gjörir það? Næsta ár fer jeg hjeðan. — Jæja, svo þú ætlar það? Hvert þá ? Anania roðnaði, þvi nú mundi hann eftir því að hann gat ekki komist neitt nema með hjálp signor Carhoni. Hvað átti vemdari lians við með þessari spurningu? Var hann þá búinn að gleyma hvernig í öllu lá? Eða var hann að gera gys að Anania? Eða var liann ef til vill að lnigsa um að láta hann finna til sambandsins, sem var á milli þeirra? — Jeg veit það ekki, sagði liann lágt. — Jæja þá, sagði borgarstjórinn aftur, þú vilt fara lijeðan? Þú þráir það? Blessaður farðu, þú mátt gjarnan fara, þú vilt fljúga, þú baðar vængjunum, fuglsungi! Ssst fljúðu! Ilann lireyfði sig eins og liann hefði slept

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.