Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 31.01.1931, Blaðsíða 1
16 sfðnr 40 aan Reykjavík, laugardaginn 31. jan. 1931 Eins og kunnugt er hafði Koch höfuðsmaður islenska liesta til flutninga, í hinni frækilegu för sinni yfir Grsenland 1912—13 og reyndust þeir hið hesta. 1 þeirri för var dr. Alfred Wegener, sem mí er mikið talað um vegna óvissu þeirrar, sem nú er um örlög hans, og Vigfús Sigurðsson Græn- landsfari. Vegna viðkynningarinnar við íslensku hestana í áðurnefndri ferð afrjeð dr. Wegener að nota islenska hesta til þess að flytja allan hinn mikla farangur 'lciðangursmannanna í rannsóknarför hans síðastliðið sumar, neðan frá sjó og upp á hájökulbrún, og voru 25 hestar keyptir til flutn- ingsins og þrír íslendingar ráðnir til þess að annast hann. Þær ósamhljóða skýrslur, sein borist hafa af leiðangrinum eru þó sammála um það, að hestarnir hafi dugaff vel, og að sá hjuti áætlunarinnar, sem á þeim bygffist, liafi komist i framkvæmd eins og til stóð. — En þegar hestarnir höfðu gengiff undir 120 punda böggum viku eftir viku, upp snarbrattan skriffjökui, og unnið þrekvirki, sem ekkert núlifandi dýr í heimi hefffi unnið, eru þeir drepnir, og hræin af þeim notuð grænlenskum hundnm til fæðu. — Það er að vísu gott og blessað, að ,,þarfasti þjónninn“ okkar geti hjálpað til að leggja ný svið undir vísindamennina. En hjcr á landi eru nú komin lög um dýraverndun, og þau ættu að vera virt út fyrir landlielgina, þegar islensk húsdýr, og þá ekki síst hestarnir, eiga i hlut. Iljer á myndinn sjást hestarnir undir böggum á jöklinum, maffur meö sleða að klofa yfir gjá og íslenskur hestur — á blóðvellinum. ISLENSKIR HESTAR í GRÆNLANDI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.