Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 31.01.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N lialda í skefjum, flaug um allan líkama Ana- nia. Svo mikil eymd, svo mikil skömm, svo miklar þjáningar .... Engin hinna blóðugu frásagna, sem hann hafði heyrt konu þessa segja fanst honum eins hræðileg og þessi; engin hafði ollað honum eins mikils hryllings og hún. Alt í einu kom honum í hug atriði, sem skotið liafði upp í liuga hans milt kveld nokkurt fyrir löngu síðan. — Hefir hún líka setið í fangelsi? spurði hann. — Já, það held jeg, einu sinni. Það fanst lijá henni heilmikið af dóti, sem einhver vinur hennar liafði tekið i sumarbústað ein- um, en henni var sleppt aftur því að það sannaðist að hún hafði ekki hugmynd um neitt af þessu. — Þú lýgur! sagði Anania þungbrýnn. Hversvegna segirðu ekki eins og er? Hún hefir líka stolið. . . . hversvegna segirðu það ekki? Heldurðu það geri mjer nokkuð til? Ekki það allra minsta, skaltu vita, ekki einu sinni svona mikið, hann mældi fyrir með fingrunum. — En þær neglur, hamingjan hjálpi mjer! sagði gamla konan. Hversvegna læturðu neglurnar vaxa svona mikið? Hann svaraði ekki, hann stökk á fætur og æddi fram og aftur um gólfið eins og mann- ýgt naut. Ekkjan hreyfði hvorki legg nje lið, og eft- ir dálitla stund varð hann stiltari, liam stað- ar fyrir framan hana og spurði með fremur rólegri röddu: — En liversvegna þurfti jeg að fæðast? Hversvegna þurfti jeg að koma til? Þú skalt vita það að jeg er glataður maður, líf mitt er eyðilagt alt. Jeg get ekki haldið áfram námi mínu, og konan, sem jeg hefði átt að giftast, sem jeg get ekki lifað án, yfirgefnr mig nú. . . . það er að segja, jeg verð að yf- ir gefa hana. — Því þá það? Veit liún ekki hver þú ert? — Jú það veit hún, en hún heldur að þessi kona sje dauð eða að minsta kosti svo langt i burtu að hún þurfi aldrei að heyra hana svo mikið sem nefnda á nafn. Og nú er hún í stað þess komin aftur, þessi kona! Hvernig heldurðu að hrein og viðkvæm stúlka geti lifað í nánd við konu, sem liefir eins ilt orð á sjer? — En hvað ætlarðu þá að gera? Hefurðu ekki sjálfur sagt að þjer standi alveg á sama um hana? Hvað ræður þú mjer til að gera, segðu mjer? — Já, Hvað jeg ræð þjer til? Jú að láta hana eiga sig, sagði ekkjan áköf. Yfirgaf hún þig ekki? Ef þú vilt þarf kona þín aldrei að verða vör við aumingjann, og þú þarft heldur ekki sjálfur að sjá hana aftur. Anania horfði á hana með augnaráði, sem lýsti í senn meðaumkvun og fyrirlitningu. — Þú skilur mig ekki, þú skilur mig ekki, sagði hann. Láttu nú málið ganga sinn gang jeg verð nú að hugsa mjer hvernig best sje fyrir mig að hitta hana, jeg verð að fara þangað á morgun snemma.... — Ertu alveg frá þjer! — Þú skilur mig ekki. Þau horfðust í augu, reið og meðaumkv- unarfull. Svo fóru þau að ræða um það og nærri því stæla út af því. Anania vildi fara strax í stað eða ekki seinna en strax næsta morgun, ekkjan stakk upp á að senda eftir Oli til Fonni án þess að láta Iiana vita hvernig á stæði. — Fyrst þú endilega vilt það! En veistu það: i þínum sporum myndi jeg vilja láta hana vera í friði, hún mun halda áfram að flakka um eins og hún liefir gert hingað til .... Láttu hana vera! Sendu henni dálitla hjálp .... Noima, það litur út eins og þú værir líka hrædd. En hvað þú ert einföld. Jeg skal ekki hreifa hár á höfði hennar, jeg skal taka hana til mín, hún skal vera hjá mjer, jeg skal vinna fvrir henni; jeg vil sýna henni gott en ekki ilt. Það er skylda mín .... Já, það er slcylda þíp, en hugsaðu þig nú um drengur minn! Hvernig ætlið þið að lifa? Á hverju ætlið þið að lifa? Hugsaðu ekki um það. Hvernig ætlið þið að draga fram lífið? Hugsaðu ekki um það, segi jeg. Jæja, gott og vel! En jeg segi þjer ennþá einu sinni að hún er dauðlirædd við þig, og ef hún sjer þig svona án þess að húið sje að húa hana undir það, þá er ómögulegt að vita livað hún kann að taka fyrir. — Nú láttu liana þá koma hingað strax, snemma á morgun. — Já, strax, fljúgandi! En hvað þú ert óþol- inmóður, hjartans barnið mitt! Farðu nú og hvíldu J)ig, hugsaðu ekki um neitt. Annað kveld um þetta leiti er hún sjálfsagt komin hingað. Svo geturðu gert eins og þú vilt. Á morgun ferðu upp á Gennargentu; jeg ræð þjer til að dvelja þar þangað til hinn daginn. Við sjáum nú til. Farðu nú og livíldu þig, sagði hún og ýtti lioniim varlega á undan sjer. Litla herhergið, sem hann hafði húið í með móður sinni var ekki heldur nokkuð breytt. Þegar hann sá tötralegan heddann, sem Iirúga af moldugum kartöflum lá ennþá und- ir, datt honum í hug rúm Mariu Ohinu og þær hugmyndir og draumar, sem hann hafði svo lengi borið með sjer. „En hvað jeg hefi verið mikið harn“, hugs- aði hann með beiskju. „Og jeg sem þóttist vera maður! Æ, fyrst nú hafa erfiðleikar lífs- ins orðið mjer fyllilega ljósir. Já, nú er jeg orðinn maður, og sterkur maður vil jeg vera. Nei, lítilfjörlega líf, þú skall ekki sigrasl á mjer, ófreskja, þjer skal ekki takast að bola mjer niður! Þú leggur mig í einelti, liingað til hefirðu harist i laumi, huglaust og lítil- mótlega, fyrst í dag á degi þessum, sem hef- ir verið eins langur eins og heil öld, hefir þú sýnt hið hræðilega andlit þitt. En þú skalt ekki sigra mig, nei það skaltu ekki!“ Hann opnaði fúinn gluggann, sem vissi út að trjesvölnnum, sem ekki stóðu eftir á nema bjálkarnir; hann greip í þá og snaraði sjer út. Nóttin var svöl og hrein, gagnsæ eins og haustnæturnar í fjallahjeruðunum. 1 þögn- inni, sem ríkti, virtust fjöllin nær og fjær ennþá hátíðlegri og tígulegri. Anania horfði niður í dalinn fyrir neðan sig og fanst liann standa á barmi hyldýpis gjár. Fjöllin lengst í fjarska vöktu hjá hon- um hvíldartilfinningu, honum fanst þau lik- ast stórfeldu ljóði, sem skrifað væri á hið ljósa blað himinsins af almáttugri skálda- hönd, en strax og honum varð litið á Monta Spada, sem lá í skjóli við kolsvarta hamra- garða Genargenlu var eins og honum væri skotið skelk í bringu, honum fanst það líkj- ast skugganum af ófreskju þeirri, sem hann rjett var nýbúinn að bölva. Hann hugsaði til Marglieritu þ’arna langt í fjarska, Margheritu hans, og þó ekki hans lengur, hennar, sem nú sjálfsagt dreymdi um hann. Hann kendi í hrjóst um liana, sárar en sjálfan sig. Tár komu i augu honum, sár- bitur en svalandi tár. En hann þvingaði sig til að láta eklci yfirbugast, eins og tárin væru lymskulegur fjandi, sem væru að reyna að koma að baki honum. „Jeg er sterkur“, sagði hann við sjálfan sig og laut fram yfir svalirnar, sem ekkert handrið var um. „Ófreskja, Jeg skal i þess stað sigrast á þjer, þegar jeg stend augliti til auglitis við þig“. Hann fann ekki að ófreskjan liafði læst sig um herðar lians. VIII. Hina löngu svefnlausu nótt ákvað liann eða hjelt að liann hefði tekið ákvarðanir um framtíð sína. „Jeg skal neyða hana til að vera hjerna hjá zia Grathia, ])angað til jeg hefi komið öllu fyrir. Jeg ætla að tala hreinskilnislega við signor Carböni og Margherita. Málið ligg- ur þannig við, ætla jeg að segja við þau: jeg er ákveðinn í að taka móður mína til mín, strax og hag mínum er þannig háttað að jeg geti það; þetta er skylda min og liana verð jeg að uppfylla hvað sem ])að kostar. Hann rekur mig burt eins og kláðakind, jeg geri mjer engar frekari vonir. Þá leita jeg fyrir injer um stöðu, og hana fæ jeg mjög líklega; jeg tek aumingjann til min og við búum saman í fátækt, en skuldir mínar skal jeg horga, og jeg skal vera maður. Maður!“ hugsaði liann með beiskju. „Æ, lifandi lík“. Honum fanst liann vera rólegur og kald- ur, dauður fyrir gleði lífsins; en í djúpi hjarta síns fann hann til mikillætis, ofsafenginnar þrár eftir að berjast við örlögin, þjóðskipu- Jagið og sjálfan sig. „Þegar alt kemur til alls, er það jeg sem hefi viljað að það gengi svona“, liugsaði hann. „Jeg vissi að það myndi fara svona, jeg hefi látið örlögin stjórna mjer. Svei mjer! Jeg verð að líða fyrir það, og jeg skal gera það“. Þetta ímyndaða hugrekki veitti honum þrek um nóttina og daginn eftir þegar hann fór upp á Gennargentu. Veðrið var ólundar- legt og dimmókulegt en kyrt; liann vildi þó fara af stað, í von um, eins og hann sagði, að það skánaði, í raun og veru til þess að sanna sjálfum sjer festu sína, hugrekki og hversu mjög honum slæði á sama um móð- ur sína og örlög hennar. Hvers virði var fyrir liann hjeðan af fjöll og útsýni, allur heimurinn? En liann vildi gera það, sem hann einu sinni hafði ásett sjer. Aðeins augnablik, um leið og þeir voru að fara af stað varð hann á háðum áttum. Ef lnin nú ekki skyldi koma þegar hún frjettir að jeg er kominn hingað, og strýkur aftur? Og er jeg ef til vill að reyna að stelasl burtu sjálfur, svo þetta geti komið fyrir? Ekkjan talaði um fyrir honum, tók að sjer að reyna að fá Oli til að koma eins fljótt og auðið væri, og svo fór hann af stað. Fylgdarmaðurinn reið á undan á litla sterk- lega hestinum sínum, við og við hvarf hann i silfurhvítri þokunni, annað slagið kom hann í ljós á veginum eins og grár klettur. Anania reið á eftir honum. Alt í kring um hann var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.