Fálkinn - 28.02.1931, Page 2
2
P Á L K I N N
---- GAMLA BIO ----
Engin sýning vegna
inflnensn.
PILSNER
BEST. ÓDÝRAST.
INNLENT.
ÖLGERÐIN
EGILL SKALLAGRlMSSON.
Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun.
---- NÝJA BÍO -------
Engin sýning vegna
infliíensu.
1 I
Soffíubúð
1 :
S. Jóhannesdóttir.
: i
: Reykjavík. fsafrði. Í
j í
• Herrafatnaður
2 ■
blár og mislitur. Móðins snið. :
: Vetrarfrakkar.
Rykfrakkar.
Manchettskyrtur.
Í Hálsbindi. |
i FUbbar. Hanskar i
: i
Bestar vðrur. Best verð. i
i i
S o f f f u b ú ð.
■
■
......
Um víða veröld.
---X--
Rósranði likðrinn.
Ferðamannagistihúsin í Sviss,
einkum þau, sem Ameríkanarnir búa
á, eru búin öllum upphugsanlegum
þægindum. Nýlega uppgötvaði vellrík-
ur kaupmaður nokkur frá Lexington
i Kentucky alveg nýjan útbúnað hjá
sjer í gistihúsinu í Pontresina, þar
sem hann bjó. Á vegginn var fest
dálítil ívöl flaska úr slípuðu gleri
full af rósrauðum líkör. Maðurinn var
himinlifandi yfir þessari fádæma
hugsunarsemi, sem fólkið í Pontre-
sina sýndi gestum sínum með þvi
að verða á þennan hátt við hinum
ieyndustu óskum hinna amerísku
gesta sinna — og fjekk sjer strax
vænan teyg úr flöskunni. Og fór það
eins og hann grunaði; hann sveið i
hálsinn á eftir, en það var jafn in-
dælt á bragið fyrir l)að. Um miðdegi
var flaskan tóm.
Á hótelunum í Pontresina er gætt
hinnar mestu nákvæmni og sjeð hið
besta fyrir gestunum. Og strax næsta
morgun fylti stofustúlkan flöskuna
aftur. Og þrátt fyrir það að Ameríku-
maðurinn daginn áður meðan hann
var að borða miðdegismatinn hafði
fengið ógurlegt magakast, svo hann
varð að standa upp frá borðinu, tók
hann sjer þó strax um morguninn
vænan teyg úr flöskunni. Og fór það
á sömu ieið að hann fjekk aftur
magakast. En hvað gerði það svo sem
tiJ þó að honum yrði dálítið iJt i
maganum — rósrauði likjörinn var
svo ilmandi góður. Og þannig hjelt
hann áfram að tæma flöskuna á
hverjum einasta degi i átta daga. í
Lexington var ekki slíkur útbúnaður
á gestaherbergjunum. En að viku
liðinni var maginn í þeim ameríska
orðinn svo að hann varð að flytja
á annan stað sjer til hressingar.
Vikum saman braut hóteleigand-
inn heilann um hvernig í ósköpun-
um riki gesturinn hans frá Lexing-
ton hefði farið að því eyða heilli
flösku á dag af hinni dýru, rósrauðu
sápulút hótelsins.
----x-----
Alsk.
mælirar
Hita- og kuldamælar.
Regn- og snjómælar.
ÖJ- og vínmæJar.
Sterkju- og lútmælar.
Sykur- og saltmælar.
Sjúkramælar.
Laugaveg 2.
Dnt Svana-smjðrlfki.
Um hálfan annan mánuð hef-
ir Svana-smjörlíki verið framleitt
og náð meiri útbreiðslu en títt
er um nýjar neyzluvörur. Vin-
sældir Svana-smjörlíkis eru ein-
göngu því að þakka, hve það
likist hreinu smjöri, að bragði
og útliti.
Þeir, sem ekki enn þá liafa
reynt Svana-smjörlíki, ættu að
lesa eftirfarandi ummæli ungfrú
Helgu Sigurðardóttur, kenslu-
konu í matreiðslu, sem bygð er
á reynslu hennar:
Munur á Svana-smjörlíki og
góðu smjöri finst tæplega ofan á
brauði.
Til að steikja og brúna úr er
það mjög gott; verður fljótlega
fallega brúnt, en brennur elcki
við.
Fiskur og kjöt brúnast jafnt
og vei úr Svana-smjörlíki, sem
úr góðu smjöri.
Kartöflur liefi jeg vanalega
brúnað úr smjöri, ef vel átti að
takast, en Svana-smjörlíki reyn-
ist mjer jafnvel og smjör.
Svana-smjörlíki brætt með
fiski hefir greinilegan smjörkeim
og er soralaust.
Til bökunar reynist það mjög
vel; sjerstaklega í fint brauð og
kökur og hnoðast sjerlega vel.
f „smjörkrem“ reyndist það
sérstaklega vel og liefir mjer al-
drei fyr tekist að búa til smjör-
krem úr smjörlíki. Að margra
dómi var ekki hægt að finna ann-
að, en að „kremið“ væri úr besta
smjöri gert.
Yfirleitt hefir Svana-smjörliki
reynst mjer miklu betur en ann-
að smjörlíki, og líkist í öllum til-
fellum smjöri.
Þessi er reynsla kenslukon-
unnar og margra húsmæðra, á
Svana-sm j örlíki.
Svana-smjörlíki er framleitt
eftir nýjustu vísindalegum rann-
sóknum og inniheldur efni, sem
eru mjög auðug af fjörefnum
(vitamin), og það er fyrsta
smjörlíkisgerð hjer á landi, sem
notað hefir blaðgrænuefni
(klorofyl) í smjörlíkið, svo það
er áhætt að ganga út frá því, að
ekkert smjörlíki er eins auðugt
af fjörefnum. Húsmæðurnar
ættu að bera Svana-smjörlíki
saman við annað smjörlíki og at-
huga, hvað er bragðbest og yfir-
leitt reynist best.
Inc.
Elsti maður heimsins, Zaro Agha,
sem nú er í Ameriku og sýnir sig þar
fyrir peninga, hefir veri'ð kærður
fyrir að vanrækja konu sína og börn.
Hann græðir vel í Ameríku, en hefir
enga peninga sent heim til, Tyrk-
lands. Konan kærði hann — og nú
hefir dómstóllinn i New York til
meðferðar. Sagt er að Zaro Agha
„skemti“ sjer fyrir alla peningana,
sem hann græðir.
----x-----